Þýskaland

Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023
Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023.

Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki
Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum.

Handtökur í fimm löndum í tengslum við stóran mansalshring
Á annað hundrað manns hafa verið handtekin grunuð um aðild að stórtæku mansali til Bretlands.

Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi
Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen.

Byrja að nota stærstu farþegaþotur heims á ný
Flugfélagið Lufthansa hyggst byrja að nota Airbus A380-farþegaþotur sínar að nýju. Flugfélagið hefur ekki notast við þoturnar síðan árið 2020 þar sem ekki var hægt að fylla þær af farþegum í miðjum heimsfaraldri.

Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn
Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á.

Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB
Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi.

Ódæðið í Berlín sagt viljaverk án tengsla við hryðjuverkasamtök
Lögregla telur að maður sem keyrði inn í mannfjölda í Berlín í Þýskalandi í gær með þeim afleiðingum að kona lést og 31 slasaðist hafi gert það af ásetningi. Ekki leikur grunur á því að sakborningurinn hafi tengsl við hryðjuverkasamtök.

Verið á staðnum ef þau hefðu ekki sofið yfir sig
Íslendingur sem staddur er í Berlín skammt frá því þar sem ökumaður ók inn í mannfjölda með þeim afleiðingum að einn lést og tugir særðust segir það tilviljun að hann hafi ekki verið á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.

Einn látinn og fleiri slasaðir eftir að bíl var ekið inn í hóp fólks í Berlín
Einn er látinn og minnst tólf aðrir slasaðir eftir að bifreið var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda í Berlín í morgun. Samkvæmt lögreglu er óljóst á þessari stundu hvort um hafi verið að ræða viljaverk. Ökumaður grunaður um verknaðinn hefur verið handtekinn og er nú í gæsluvarðhaldi.

Kalla inn nærri því milljón Mercedes-bíla
Þýski bílaframleiðandinn ætlar að kalla inn tæplega milljón eldri bifreiða um allan heim vegna þess að bremsubúnaður þeirra kunni að hafa orðið fyrir mikilli tæringu. Hætta sé á að bremsurnar virki ekki sem skyldi við vissar aðstæður.

Sá fimmti fannst látinn eftir lestarslys í Þýskalandi
Viðbragðsaðilar fundu í dag líkamsleifar í braki lestar sem fór af teinunum í suðurhluta Þýskalands í gær. Það er því ljóst að minnst fimm létust í slysinu, en ekki fjórir eins og áður var talið.

Fjórir látnir og þrjátíu slasaðir eftir lestarslys í Suður-Þýskalandi
Minnst fjórir létust og þrjátíu slösuðust þegar lest fór af sporunum nærri vinsælu útivistarsvæði í suðurhluta Þýskalands í dag. Sextíu voru um borð í lestinni þegar slysið varð.

Þrír látnir eftir að lest fór út af sporinu í Þýskalandi
Að minnsta kosti þrír eru látnir og sextán alvarlega slasaðir eftir að lest fór út af sporinu í suðurhluta Þýskalands.

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu
Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Frankfurt er Evrópumeistari
Eintracht Frankfurt er sigurvegari Europa Leauge árið 2022 eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Rangers. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

77 ár liðin frá endalokum Þriðja ríkisins
Þann 8. maí árið 1945 skrifaði Karl Dönitz, forseti Þýskalands, undir uppgjafarsáttmála fyrir hönd Þjóðverja og batt þannig lok á þátttöku Þýskalands í seinni heimsstyrjöldinni.

Stórfenglegur flutningur Sólveigar dugði ekki til sigurs
Sólveig Birta Hannesdóttir keppti í gær í úrslitum The Voice Kids Germany. Sólveig stóð sig frábærlega en tókst ekki að vinna keppnina.

Stóra stundin rennur upp hjá Sólveigu Birtu í kvöld
Í kvöld fara fram úrslit í söngvakeppninni The Voice Kids Germany. Sólveig Birta Hannesdóttir, 13 ára Íslendingur, er einn keppanda.

Sólveig Birta komin í úrslit The Voice Kids
Sólveig Birta Hannesdóttir, sem sló í gegn í þýska Voice fyrir um mánuði síðan, komst fyrr í kvöld áfram í úrslit keppninnar.

Boris Becker dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi
Tenniskappinn Boris Becker hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur fyrir breskum dómstólum um að koma eignum undan eftir gjaldþrot.

Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt.

Bayern Munchen Þýskalandsmeistari tíunda árið í röð
Bayern Munchen gulltryggði tíunda meistaratitil sinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Borussia Dortmund í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni
Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings.

Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann
Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007.

Lögðu hald á stærstu snekkju heims
Lögreglan í Þýskalandi hefur lagt hald á stærstu snekkju heims eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós að hún væri í eigu systur ólígarkans Alisher Usmanov. Snekkjan, sem ber heitið Dilbar, er metin á 600 milljónir dollara.

Hleruðu rússneska hermenn ræða morð á íbúum Bucha
Leyniþjónusta Þýskalands (BND) hleraði samskipti milli rússneskra hermanna þar sem þeir meðal annars ræddu það að skjóta almenna borgara. Talið er mögulegt að umræðurnar tengist morðum á íbúum Bucha, norður af Kænugarði.

Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“
Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna.

Grunaður um að hafa látið bólusetja sig níutíu sinnum
Sextugur þjóðverji sætir rannsókn eftir að upp komst að hann hefði þáð allt að níutíu skammta af bóluefni gegn Covid-19. Hann er sakaður um að hafa falsað og selt bólusetningarvottorð.

Gefa út viðvörun og biðja Þjóðverja um að fara sparlega með gasið
Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út snemmbúna viðvörun vegna mögulegrar skerðingar á afhendingu gass vegna deilu við rússnesk yfirvöld sem vilja fá greitt í rúblum vegna refsiaðgerða Vesturlanda.