
Landspítalinn

Segir starfsfólk aldrei hafa séð jafnslæmt ástand á bráðamóttöku Landspítala
Helga Vala telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi neyðarmóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans.

Stefna Landspítalanum vegna andláts barns
Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.

Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis
Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins.

Landspítalinn, löggan og Þekking vinna til verðlauna
Íslenskt verkefni sem Þekking, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn háskólasjúkrahús unnu að í sameiningu, sigraði í Media Management Award en tilkynnt var um úrslitin nú í morgun.

Þurfa að afklæða fólk á göngunum: „Þetta er svo mikil vanvirðing“
Sjúklingar þurfa að ræða um viðkvæmar heilsufarsupplýsingar og fara úr að ofan á yfirfullum göngum Bráðamóttöku Landspítalans að sögn hjúkrunarfræðings. Brotið sé á rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Ástandið hafi aldrei verið verra og kallar hún eftir því að fjármálaráðherra heimsæki spítalann.

Sólveig Anna segir álagið á bráðamóttökunni vera skýrar afleiðingar nýfrjálshyggju
Pistill hjúkrúnarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur.

Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda
Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða.

Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni
Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag.

Innlögnum ungs fólks á sjúkrahús vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað mikið
Ungu folki sem lagt er inn á bráðadeild vegna lyfjaeitrunar hefur fjölgað um fjörutíu prósent á síðustu fimm árum. Mikið er um að fólk blandi saman kókaíni og lyfseðilskyldum lyfjum, sem er stórhættulegt að mati yfirlæknis.

Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp.

Enginn sérstakur viðbúnaður á Landspítalanum vegna komu Pence
Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.

8,5 milljarðar í byggingu nýs Landspítala
Aukinn kraftur verður settur í uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut árið 2020, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar
Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp.

Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart
Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans.

Einn lýsti örmögnun, annar lýsti brjóstverk
Sex leituðu á bráðamóttöku eftir að hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.

Stofna starfshópa til að bregðast við starfsmannaeklu
Starfshópar voru stofnaðir á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun til að bregðast við starfsmannaeklu í heilbrigðiskerfinu.

Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út
Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku.

Fullyrðir ekki um mögulegar uppsagnir vegna breytinga á rekstri Landspítalans
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir boðaðar breytingar á rekstri spítalans ekki gerðar vegna mikils hallareksturs. Níu framkvæmdastjórum spítalans hefur verið sagt upp og ekki liggur ljóst fyrir hvort frekari uppsagnir verði. Boðaðar breytingar í rekstri verða kynntar heilbrigðisráðuneyti og ráðherra í næstu viku.

Fjárlaganefnd ræðir rekstrarvanda Landspítalans
Formaður fjárlaganefndar segir alvarlegt þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárheimildum. Nefndin kemur saman í næstu viku til að fara yfir sex mánaða uppgjör.

Landspítalinn eyddi 4,6 milljónum í auglýsingar á samfélagsmiðlum
Sex heilbrigðisstofnanir greiddu um 5,6 milljónir króna fyrir auglýsingar eða annarskonar kostaða dreifingu efnis á samfélagsmiðlum á árunum 2016 til 2018. Landspítalinn á þar langstærsta upphæð, eða um 4,6 milljónir.

Uppsagnir stjórnenda á Landspítala
Fjórum framkvæmdastjórum verður sagt upp og fimm aðrir eru komnir að endapunkti tímabundinnar ráðningar hjá Landspítalanum.

Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu.

Hvar eru hjúkrunarfræðingarnir?
Nú þegar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar 100 ára afmæli er tímabært að líta um öxl og horfa fram á við.

Tveir bíða eftir að komast í aðgerð
Tekist hefur að stytta biðlista á hjarta- og lungnadeild Landspítalans sem tilkominn var vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingum.

Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð rúmir fjórir mánuðir
Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð á Landspítalanum eru 4,3 mánuðir og er það einum og hálfum mánuði lengri bið en viðmið Landlæknis segja til um.

Hjartaaðgerðum frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu
Hjartaaðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað þrjátíu og tvisvar sinnum á árinu vegna plássleysis á gjörgæslu. Aðstoðarmaður landlæknis segir ástandið ólíðandi enda geti frestun slíkra aðgerða verið lífsógnandi og aukið sálrænt álag á sjúklinga. Þá hafa hjúkrunarfræðingar þurft að taka á sig talsverða aukavinnu til að bregðast við ástandinu.

Hátt í fjörutíu daga bið eftir aðgerð: „Þetta er bara glatað, óviðunandi ástand“
Sjúklingar á lungna- og hjartadeild Landspítalans hafa þurft að bíða á legudeild spítalans eftir því að komast í aðgerð í hátt í fjörutíu daga.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna
Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og áður hjá Siðmennt, gaf blóð í hundraðasta skiptið í gær.

Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“
Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar.

Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna
Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund.