

Annar varaformanna velferðarnefndar telur að ríkið eigi frekar að greiða fyrir einkarekna þjónustu hér á landi til að eyða biðlistum í aðgerðir en að senda fólk til Svíþjóðar. Þar sem aukafjárveitingar til ríkisspítala hafi ekki stytt biðlistanna sé þetta eina leiðin.
Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið.
Hjúkrunarráð Landspítala sendi í gær frá sér áskorun þar sem skorað er á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum að leiðarljósi.
Tryggvi Ingólfsson fær ekki að snúa aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli eins og til stóð.
Vilja að annað jafnlaunakerfi sé tekið upp.
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu.
Góður árangur hefur náðst með notkun svokallaðrar ECMO-dælu sem aðeins er nýtt í meðferð sjúklinga hérlendis þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd. Athygli vekur erlendis að tiltölulega lítill spítali á borð við Landspítalann geti boðið upp á svona flókna meðferð, en ástæða þess er góð menntun lækna á Íslandi.
Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum.
Liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, tilteknar kvenlíffæraaðgerðir og brennsluaðgerðir vegna gáttatifs verða í forgangi við ráðstöfun 840 milljóna króna sem ætlaðar eru til að stytta bið sjúklinga eftir mikilvægum aðgerðum.
Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið.
Breytingar sem hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar sjálfsvíga, ná til þriggja deilda af átta. Verkefnastjóri hjá sjúkrahúsinu segir óvíst hvenær hægt verður að halda áfram vinnu við nauðsynlegar breytingar vegna skorts á fjármagni.
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja.
Starfið var veitt að fengnu áliti sameiginlegrar valnefndar sem var tilnefnd af forstjóra Landspítala og rektor Háskóla Íslands.
Í svari NLSH er útskýrt að laun Gunnars Svavarssonar framkvæmdastjóra hafi hækkað í ársbyrjun í samræmi við breytingar á launavísitölu en engar upphæðir nefndar.
Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect.
Tryggvi Ingólfsson sem hefur verið í stofufangelsi á Landspítalanum í að verða eitt ár fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll 1. september næatkomandi. Fer hann á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol þar sem hann hefur búið í ellefu ár eftir að hafa dottið af hestbaki og lamast frá hálsi.
Þrír eru alvarlega slasaðir eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi síðastliðinn fimmtudag.
Breytingar á leiðakerfi Strætó munu taka gildi á morgun, föstudaginn 8. febrúar. Stærstu breytingarnar eru vegna lokunar Gömlu Hringbrautar, en leiðir 1, 3, 5, 6 og 15 munu aka sérstaka hjáleið milli 8. febrúar og 26. mars.
Ólafur Darri Andrason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
Núverandi kostnaður vegna heildarframkvæmdarinnar við 75 herbergja sjúkrahótel við Hringbraut er 2.143 milljónir króna, óverðbætt og án innbúnaðar.
Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti.
Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk.
Yfir 60 prósent lækna telja staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala.
Tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir ofurálagi og stór hluti þeirra er með einkenni kulnunar í starfi. Þetta kemur fram í nýrri könnun um líðan og starfsaðstæður lækna.
Lögreglumaður sem kom á vettvang líkamsárásar á Shooters aðfaranótt 26. ágúst sagði að við fyrst sýn hefðu atvik virst minniháttar.
Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn.
Bráðamóttöku Landspítalans tekst vel að sinna bráðahlutverki sínu. Ekki er töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu og meðaldvalartími þeirra sem útskrifast heim hefur ekki lengst.
Von á hlutaúttekt á starfsemi bráðamóttökunnar í Fossvogi vegna álags eftir flutninga hjartagáttar
Næringarfræðingur hyggst fylgja eftir tvö hundruð öldruðum einstaklingum að lokinni útskrift af Landspítalanum og sjá til þess að þeir nærist rétt heima hjá sér.
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um fjölda brota. Er hann grunaður um að hafa borið eld að dvalarstað sínum sem og að hafa ráðist á og meinað starfsmanni Landspítalans útgöngu úr viðtalsherbergi áður en hann dró upp ellefu sentimetra langan kjöthníf. Starfsfólk spítalans þurfti að yfirbuga og afvopna manninn.