Kína

Fréttamynd

Enda einangrun með heimsókn frá Rússlandi og Kína

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa boðið sendinefndum frá Rússlandi og Kína til að taka þátt í hátíðarhöldum vegna þess að á morgun verða sjötíu ár liðin frá því skrifað var undir vopnahlé í Kóreustríðinu. Einræðisríkið hefur verið mjög einangrað á undanförnum árum vegna faraldurs Covid.

Erlent
Fréttamynd

Söngkonan Coco Lee er látin

Bandaríska söngkonan og leikkonan Coco Lee, sem fæddist í Hong Kong og naut mikilla vinsælda í Asíu, er látin, 48 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Segir Rúss­land sam­einað sem aldrei fyrr

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Banna Bar­bie vegna landa­korts

Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til.

Erlent
Fréttamynd

Hafna for­sendum til­gátu um leka úr veiru­stofnun Wu­han

Ekkert bendir til þess að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi verið rannsakað í Wuhan eða að slys hafi komið upp á rannsóknastofu þar áður en heimsfaraldur blossaði upp, að mati bandarísku leyniþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru enn innan bandarísku leyniþjónustunnar um uppruna faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Reyna að tæla Indverja frá Rússum

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn og Kínverjar reyna að draga úr spennu

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom í tveggja daga heimsókn til Kína í gær og fundaði með Qin Gang utanríkisráðherra og Wang Yi sem fer fyrir utanríkismálum í stjórnmálaráði Kínverska kommúnistaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Áttu „opin­skáar“ og „upp­byggi­legar“ við­ræður

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wang Yi, framkvæmdastjóra utanríkismála í miðstjórn kínverska Kommúnistaflokksins, í morgun. Blinken er í formlegri heimsókn í Kína en ekki liggur fyrir hvort hann mun hitta forsetann, Xi Jinping.

Erlent
Fréttamynd

Reynir að lægja öldurnar í heim­sókn til Kína

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Kína í opinbera heimsókn sem er ætlað að lægja öldurnar í samskiptum þjóðanna. Þetta er í fyrsta skipti sem bandarískur utanríkisráðherra heimsækir Kína í fimm ár.

Erlent
Fréttamynd

Kynnt­u fyrst­u þjóð­ar­ör­ygg­ist­efn­u Þýsk­a­lands

Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar sagðir borga fyrir njósnastöð á Kúbu

Yfirvöld í Kína og á Kúbu hafa komist að samkomulagi um að Kínverjar fái að reisa njósnastöð í Karíbahafinu. Þessa stöð eru Kínverjar sagðir ætla að nota til að hlera fjarskipti, gervihnattasendingar og ýmsar annars konar sendingar frá suðausturhluta Bandaríkjanna, þar sem finna má fjölmargar herstöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Stríð milli Kína og Banda­ríkjanna „ó­bæri­legar hörmungar“

Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast kín­versk­ar eld­flaug­ar

Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari.

Erlent
Fréttamynd

Saka kínverskan flugmann um „óþarflega ágenga“ hegðun

Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Indlands- og Kyrrahafi sökuðu kínverskan flugmann í dag um „óþarflega ágenga“ hegðun yfir Suður-Kínahafi. Kínverskur flugmaður flaug herþotu af gerðinni J-16 í veg bandarískrar eftirlitsvélar af gerðinni RC-135.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta áætlunarflug kínverskrar farþegaþotu

Farþegaþota smíðuð af kínverskum flugvélaframleiðenda flaug fyrsta áætlunarflug sitt frá Sjanghæ til Peking á sunnudag. Kínverjar hyggjast veita risum á borð við Boeing og Airbus samkeppni á flugvélamarkaði með vélinni.

Erlent