Japan

Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri
Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021.

Aflýsir fundi eftir viðvörun um mögulegan ofurskjálfta
Japönsk stjórnvöld hafa gefið út viðvörun vegna mögulegs ofurjarðskjálfta í kjölfar stórs skjálfta sem reið yfir á þriðjudag sem mældist 7,1 að stærð.

Hlutabréfin ruku aftur upp degi eftir hrun
Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun.

Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist
Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum.

Send heim af Ólympíuleikunum fyrir að reykja
Fyrirliði japanska fimleikalandsliðsins keppir væntanlega ekki á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð. Hún var nefnilega gripinn við að reykja.

Vilja fá að verða ófrjóar og höfða mál á hendur stjórnvöldum
Fimm konur hafa höfðað mál á hendur stjórnvöldum í Japan vegna löggjafar sem gerir konum afar erfitt fyrir sem vilja gangast undir ófrjósemisaðgerð.

Guðlaug Edda fékk brons og Ólympíudraumurinn er innan seilingar
Þríþrautarkappinn Guðlaug Edda Hannesdóttir fór langleiðina með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar þegar hún lenti í þriðja sæti í Asia Triathlon Cup í Osaka í Japan.

Suzuki mun flytja inn í höll Björgólfs
Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Síðasti hvalkjötsfarmur skilaði 2,8 milljarða gjaldeyristekjum
Síðasta farmi af hvalkjöti, sem fluttur var út frá Íslandi, var landað í Japan í febrúar í fyrra. Síðan hefur ekkert hvalkjöt verið flutt úr landi, ef marka má útflutningsskýrslur Hagstofu Íslands. Það þýðir að hvalaafurðir eftir síðustu vertíð eru enn á Íslandi.

Segir alla munu heita Sato árið 2531 að óbreyttu
Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531.

Blendnar tilfinningar á frumsýningu Oppenheimer í Japan
Stórmyndin Oppenheimer var frumsýnd í Japan í dag, rúmum átta mánuðum eftir að hún var heimsfrumsýnd. Skiptar skoðanir eru meðal japanskra bíógesta á myndinni.

Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur
Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna.

„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“
Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum.

Bríet umkringd stórstjörnum í Japan
Tónlistarkonan Bríet Isis Elfar var umkringd heimsfrægum stórstjörnum á veitingastað á The Tokyo Edition Ginze hótelinu í Japan í gærkvöldi. Bríet birti myndir af þessu glæsilega kvöldi á samfélagsmiðlinum Instagram.

Ný geimflaug sprakk í loft upp
Fyrsta geimskot japanska fyrirtækisins Space One sprakk í loft upp við geimskot í nótt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vonuðust til þess að Space One yrði fyrsta einkafyrirtæki í Japan til að koma gervihnetti á braut um jörðu en það misheppnaðist.

Íbúar í Fukuyama beðnir um að halda sig frá eitruðum ketti
Íbúar í Fukuyama í vesturhluta Japan hafa verið varaðir við því að nálgast hvorki né snerta kött sem virðist hafa dottið í tank fullan af sexgildu krómi, sem er mjög eitrað og meðal annars krabbameinsvaldandi.

Vita lítið um ástandið í Fukushima þrettán árum síðar
Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986.

Skapari Dragon Ball látinn
Japanski teiknarinn Akira Toriyama, skapari hinnar vinsælu teiknimyndaseríu og sjónvarpsþátta Dragon Ball, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 68 ára að aldri.

Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar
Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu.

Frjósemi nær sögulegum lægðum í Japan og Suður-Kóreu
Frjósemi í Japan og Suður-Kóreu náði metlægðum í fyrra. Í Japan fækkaði fæðingum áttunda árið í röð, um 5,1 prósent frá árinu 2022. Um er að ræða minnsta fjölda fæðinga frá því að Japan hóf að safna gögnum árið 1899.

Raunveruleikinn hvarf
Færni gervigreindar til sjálfvirkrar sköpunar á texta, hljóði og mynd (s.k. sköpunargreind, e. generative artificial intelligence) hefur fengið þó nokkra athygli undanfarið. Í slíkri sjálfvirkri sköpun lærir gervigreindin undirliggjandi uppbyggingu og notar lærdóminn til að skapa eitthvað nýtt, en svipað. Alls ekki ólíkt því ef ég myndi ætla að læra að mála með olíu í stíl kúbisma.

Reyndi að selja efni í kjarnorkuvopn til Írans
Japanskur glæpaforingi reyndi að selja bandarískum flugumanni geislavirk efni sem hægt er að nota til að smíða kjarnorkusprengju. Glæpaforinginn vildi einnig kaupa vopn handa uppreisnarmönnum í Mjanmar og selja fíkniefni í New York.

Thelma býr í deilihúsi í Tókýó
Thelma Rún Heimisdóttir heillaðist af Japan strax sem barn, lærði japönsku í háskólanum og fór seinna í leiklistarskóla í Japan.

Boraði í nefið og nuddaði puttanum í pizzadeigið
Forsvarsmenn Domino's pizzakeðjunnar í Japan hafa beðist afsökunar vegna starfsmanns sem boraði í nefið og nuddaði svo puttanum í pizzadeigið.

Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið
Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan.

Dagur yfirgefur vonsvikna Japani
Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson er hættur þjálfun japanska karlalandsliðsins sem hann hefur stýrt frá árinu 2017, þrátt fyrir að samningur hans hafi náð fram yfir Ólympíuleikana í sumar.

Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur
Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri
Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019.

Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn
Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku.

Tæplega tvöhundruð og fimmtíu enn saknað í Japan
Í gærkvöldi voru rúmir þrír sólarhringar liðnir frá Jarðskjálftanum öfluga sem reið yfir Japan á dögunum, en eftir þann tíma dvína líkurnar á því að finna fólk lifandi í rústum húsa verulega.