Ítalía

Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu
Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld.

Athæfi manns í beinni útsendingu frá Róm vekur heimsathygli
Stuðningsmaður evrópska úrvalsliðsins á Ryder-bikarnum gat ekki hamið gleði sína er sigur liðsins á mótinu var ljós. Hann tók á rás og fagnaði á sérkennilegan hátt lík og sést í myndskeiði sem farið hefur eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Setja stefnuna á sigur í Bandaríkjunum eftir ansi skrautlegan Ryder Bikar
Úrvalslið Evrópu bar sigur úr býtum gegn Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í golfi um nýliðna helgi á einu skemmtilegasta golfmóti ársins. Bandaríkjamenn áttu titil að verja á mótinu sem reyndist ansi skrautlegt.

Íslensk fyrirsæta áberandi á tískupöllum Mílanó
Íslenska fyrirsætan Alísa Helga Svansdóttir hefur verið að gera það gott í tískuheiminum en hún er búsett á Ítalíu um þessar mundir. Hún hefur verið áberandi á tískuvikunni í Mílanó sem kláraðist í gær en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá.

Sophia Loren vistuð á spítala
Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar.

„Síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar látinn eftir langvarandi veikindi
Matteo Messina Denaro, „síðasti guðfaðir“ sikileysku mafíunnar, er látinn eftir langvarandi veikindi. Frá þessu er greint í ítölskum miðlum. Denaro er sagður hafa borið ábyrgð á nokkrum af ógeðfelldustu glæpum Cosa Nostra.

Þaulsætnasti forseti Ítalíu látinn
Giorgio Napolitano, fyrrverandi forseti Ítalíu, er látinn 98 ára gamall. Giorgio var þaulsætnasti forseti Ítalíu.

Skærasta stjarna Ítalíu sækir um skilnað
Ítalski söngvarinn Tiziano Ferro tilkynnti aðdáendum sínum í gær að hann hafi sótt um skilnað frá eiginmanni sínum, Victori Allen.

Draumkennt þriggja daga brúðkaup á Ítalíu
Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst síðastliðinn í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast.

Leggja fimm evru daggjald á ferðamenn
Búist er við að borgaryfirvöld í Feneyjum á Ítalíu muni samþykkja að leggja sérstakt fimm evru daggjald á ferðamenn sem sækja borgina heim í tilraun til að takmarka straum ferðamanna til borgarinnar.

Hyggjast selja aðgöngumiða að Feneyjum
Frá og með næsta vori verður ferðamönnum sem ætla sér að eyða deginum í Feneyjum gert að borga fimm evrur fyrir aðgangsmiða að borginni. Gjaldið er tilraun borgaryfirvalda til þess að sporna gegn gríðarmikilli ferðamennsku í borginni yfir vor- og sumartímann.

Fimm viðgerðarmenn látnir eftir að hafa orðið fyrir lest á Ítalíu
Fimm verkamenn, sem unnu að viðgerð á lestarteinum á lestarstöðinni í bænum Brandizzo, létust þegar þeir urðu fyrir flutningalest í nótt.

Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn
Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu.

Blákrabbinn ógnar afkomu þúsunda einstaklinga og fyrirtækja
Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra.

Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar
Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun.

Rómverjar fundu fyrir skjálftum og sextíu slösuðust þegar Kanye steig á svið
Sextíu manns slösuðust á tónleikum Travis Scott í Róm á mánudag. Allt lék á reiðiskjálfi þegar Kanye West steig óvænt á svið og töldu borgarbúar að jarðskjálfti hefði riðið yfir. Fornleifafræðingar kalla eftir því að tónleikahaldi verði hætt í hringleikahúsinu.

Þolendur mansals sviptar öllum réttindum og vísað á götuna
Tvær konur á flótta óttast að lenda á götunni á morgun. Báðar eru þolendur mansals og hafa verið á Íslandi um árabil. Þær hafa verið sviptar öllum réttindum eftir að þær fengu endanlega synjun um alþjóðlega vernd.

Fjörutíu og einn flóttamaður fórst undan stöndum Ítalíu
Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Báturinn lagði af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis og sökk nokkrum tímum eftir brottför.

Kramdist undir osti í tonnavís og lést
Ítalskur maður lét lífið á sunnudag eftir að hafa lent undir fjalli af fjörutíu kílóa þungum hjólum af grana padano osti þegar hilla í vöruhúsi í bænum Romano di Lombardia gaf eftir.

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Ítalía leggur 40 prósent „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna
Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja 40 prósent skatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar.

Kallaði forsætisráðherrann rasista og fasista
Forsætisráðherra Ítalíu hefur stefnt söngvara hljómsveitarinnar Placebo fyrir ærumeiðingar, en hann úthúðaði forsætisráðherranum á tónleikum í Tórínó á Ítalíu fyrir framan 5.000 áhorfendur.

Lík móður og barns fundust og þrjátíu enn saknað eftir að tveir bátar sukku
Lík móður og barns hafa fundist eftir að tveir bátar sukku vegna mikils hvassviðris út af ströndum Ítölsku eyjunnar Lampedusa í nótt. Talið er að þrjátíu manns sé enn saknað.

Eftirlýstur í ellefu ár: Ljósmynd af fögnuði eftir sigurleik Napólí kom upp um ítalskan glæpamann
Ítalskur maður sem eftirlýstur hefur verið í ellefu ár var gripinn á grísku eyjunni Corfu eftir að ljósmynd af honum að fagna sigri knattspyrnuliðs síns gaf til kynna hvar hann héldi sig.

Fundu tvö þúsund ára gamalt skipsflak
Rómverskt skipsflak fannst á um 160 metra dýpi í um áttatíu kílómetra fjarlægð frá ítölsku höfuðborginni Róm. Um er að ræða skip sem talið er að hafi sokkið fyrir meira en tvö þúsund árum síðan.

Sextán manns úr þremur fjölskyldum fórust í Alsír
Að minnsta kosti þrjátíu og fjórir hafa farist í skógareldum í Alsír, þar af sextán fullorðnir og börn úr þremur fjölskyldum. Eldar blossuðu óvænt upp í nágrenni Lissabon höfuðborgar Portúgals í gær.

„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“
Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur.

Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu
Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið.

Tuttugu og fimm fórust í skógareldum í Alsír
Skógareldar halda áfram að breiða úr sér víða um suður Evrópu og norður Afríku. Þriðja hitabylgjan skall á Grikklandi í dag þegar hitinn fór á ný yfir fjörutíu gráður. Tuttugu og fimm manns hafa farist í skógareldum í Alsír.

Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“
Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu.