Spánn Dani Alves handtekinn fyrir kynferðislega áreitni Dani Alves, sigursælasti fótboltamaður sögunnar, var handtekinn í morgun, sakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega á klósetti á skemmtistað í Barcelona. Fótbolti 20.1.2023 13:30 Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Erlent 15.1.2023 16:31 „Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Innlent 14.1.2023 15:36 Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Erlent 8.1.2023 14:30 Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30 Dani Alves sakaður um kynferðislega áreitni á næturklúbbi í Barcelona Lögreglan í Barcelona hefur hafið rannsókn vegna ásakana þrítugrar konu á hendur Dani Alves. Konan sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á næturklúbbi í Barcelona. Fótbolti 1.1.2023 12:41 Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið? Ferðalög 28.12.2022 11:23 Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Innlent 27.12.2022 10:22 Sjö fórust þegar rúta fór fram af brú Nú er komið í ljós að sjö eru látin eftir umferðarslys á Spáni á aðfangadag þegar rúta fór út af brú og steyptist um þrjátíu metra ofan í á. Erlent 27.12.2022 08:41 Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30 Syngjandi jólalottó Spánverja Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Erlent 25.12.2022 16:00 Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Erlent 18.12.2022 14:30 Eftirmaður Enriques fundinn Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 8.12.2022 17:00 Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum. Fótbolti 6.12.2022 14:31 Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni. Erlent 4.12.2022 10:06 Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Erlent 2.12.2022 09:00 Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Erlent 1.12.2022 11:53 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Erlent 1.12.2022 08:55 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. Erlent 30.11.2022 13:54 Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00 Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu. Erlent 28.11.2022 08:00 Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Erlent 27.11.2022 16:47 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Innlent 25.11.2022 23:37 Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. Innlent 19.11.2022 22:52 Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Erlent 13.11.2022 15:39 Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Erlent 12.11.2022 16:01 Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. Erlent 6.11.2022 10:08 Læknar skilja ekki af hverju hún er enn á lífi; hefur lifað af tólf meðferðir vegna krabbameinsæxla Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum. Þeir segja óskiljanlegt að konan skuli enn vera á lífi, en hún er rétt rúmlega fertug. Erlent 5.11.2022 14:01 Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Erlent 29.10.2022 14:01 Enskan tröllríður verslunum á Spáni Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Erlent 23.10.2022 14:00 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 33 ›
Dani Alves handtekinn fyrir kynferðislega áreitni Dani Alves, sigursælasti fótboltamaður sögunnar, var handtekinn í morgun, sakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega á klósetti á skemmtistað í Barcelona. Fótbolti 20.1.2023 13:30
Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Erlent 15.1.2023 16:31
„Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Innlent 14.1.2023 15:36
Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Erlent 8.1.2023 14:30
Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30
Dani Alves sakaður um kynferðislega áreitni á næturklúbbi í Barcelona Lögreglan í Barcelona hefur hafið rannsókn vegna ásakana þrítugrar konu á hendur Dani Alves. Konan sakar hann um að hafa áreitt sig kynferðislega á næturklúbbi í Barcelona. Fótbolti 1.1.2023 12:41
Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið? Ferðalög 28.12.2022 11:23
Leiðindaveður á Tenerife yfir jólin Íslendingar hafa aldrei verið fleiri á Tenerife yfir jól og áramót. Áætlað er að þeir séu milli átta og níu þúsund talsins eða rétt tæplega helmingi fleiri en voru í fyrra. Innlent 27.12.2022 10:22
Sjö fórust þegar rúta fór fram af brú Nú er komið í ljós að sjö eru látin eftir umferðarslys á Spáni á aðfangadag þegar rúta fór út af brú og steyptist um þrjátíu metra ofan í á. Erlent 27.12.2022 08:41
Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30
Syngjandi jólalottó Spánverja Í hugum flestra Spánverja hefjast jólin í rauninni 22. desember. Þá er dregið í spænska jólalottóinu sem er eitt elsta og stærsta lottó veraldar. Erlent 25.12.2022 16:00
Spánn: Eina land Evrópu sem heldur í grímuskyldu Spánn er eina landið í Evrópu þar sem enn er skylda að nota grímur í öllum almenningssamgöngum, þar á meðal þegar flogið er á milli landa. Spænsk flugfélög og ferðaskrifstofur mótmæla þessu ákaft og segja þetta hafa skaðleg áhrif á viðskiptin. Erlent 18.12.2022 14:30
Eftirmaður Enriques fundinn Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 8.12.2022 17:00
Marokkó sendi Spánverja heim eftir sigur í vítaspyrnukeppni Marokkó tryggði sér sæti í átta liða úrslitum HM í Katar með því að leggja Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-0. Staðan var enn markalaus eftir venjulegan leiktíma og framlengingu, en það voru þeir marokkósku sem höfðu sterkari taugar á vítapunktinum. Fótbolti 6.12.2022 14:31
Gengu í geimnum til að setja upp sólarsellur Tveir bandarískir geimfarar fóru í geimgöngu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu í gær. Verkefni þeirra var að festa tvær nýjar raðir af sólarsellum utan á geimstöðina. Geimstöðin hefur ný birt myndband frá göngunni. Erlent 4.12.2022 10:06
Bréfsprengjurnar taldar heimagerðar og sendar innan Spánar Spænska lögreglan telur að sex bréfsprengjur sem hafa fundist undanfarna tvo sólarhringa hafi verið heimasmíðaðar. Bréfin eru sögð hafa innihaldið lítið magn af púðri og sprengjubrotum og verið send innan Spánar. Erlent 2.12.2022 09:00
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Erlent 1.12.2022 11:53
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Erlent 1.12.2022 08:55
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. Erlent 30.11.2022 13:54
Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00
Fjörutíu og níu handteknir og hald lagt á 30 tonn af kókaíni Lögregluyfirvöld í fjórum Evrópuríkjum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum réðust í aðgerðir dagana 8. til 19. nóvember síðastliðinn, þar sem 49 voru handteknir í tengslum við umfangsmikinn innflutning á kókaíni til Evrópu. Erlent 28.11.2022 08:00
Rottur og kakkalakkar herja á stórborgir Spánar Rottur og kakkalakkar herja nú á margar borgir Spánar. Gríðarlega aukningu þessara skaðræðisskepna má fyrst og fremst rekja til ómuna veðurblíðu í haust, en einnig til Covid farsóttarinnar. Erlent 27.11.2022 16:47
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Innlent 25.11.2022 23:37
Kristján Einar hefur „sögur að segja“ eftir fangelsisvist á Spáni Sjómaðurinn og áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson er nú laus úr fangelsi eftir að hafa setið inni í átta mánuði. Þessu greinir hann frá á Instagram reikningi sínum. Innlent 19.11.2022 22:52
Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri. Erlent 13.11.2022 15:39
Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar. Erlent 12.11.2022 16:01
Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. Erlent 6.11.2022 10:08
Læknar skilja ekki af hverju hún er enn á lífi; hefur lifað af tólf meðferðir vegna krabbameinsæxla Spænsk kona sem hefur undirgengist meðferðir og skurðaðgerðir 12 sinnum vegna krabbameinsæxla, þar af hafa 5 verið illkynja æxli, hefur glætt vonir sérfræðinga um að verulega verði hægt að auka batahorfur og bæta meðferð krabbameinssjúklinga á næstu árum. Þeir segja óskiljanlegt að konan skuli enn vera á lífi, en hún er rétt rúmlega fertug. Erlent 5.11.2022 14:01
Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Erlent 29.10.2022 14:01
Enskan tröllríður verslunum á Spáni Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Erlent 23.10.2022 14:00