
Slökkvilið

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segist bjartsýnn eftir samningufund með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilu. 88 prósent félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir og eiga þær að hefjast 10. febrúar.

Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni
Eldur kviknaði í ruslagámi fyrir pappa í Skeifunni á sjöunda tímanum í dag. Færa þurfti gáminn upp á Esjumela til að slökkva eldinn.

Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að eldur kom upp í pappírspressugámi í Vallakór í Kópavogi um klukkan 21 í gærkvöldi.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall
Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár
Hættustig vegna snjóflóða er enn í gildi á Austfjörðum. Lögreglustjórinn segir rýmingu hafa gengið vel, þó hún sé alltaf viðkvæmt mál. Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár í dag.

Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl
Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði.

Samþykktu verkfall með yfirburðum
Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið
Eldur kviknaði í stórum gámi á byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut. Slökkvilið er á vettvangi og engin hætta er á ferðum.

Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina.

Skúr varð eldi að bráð
Skúr milli Garðs og Sandgerðis fór illa þegar eldur kviknaði í honum um klukkan 20 í gærkvöldi.

Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð
Kona sem missti heimili sitt í bruna í hjólhýsabyggð í nótt segir eldhafið hafi teygt sig á milli hjólhýsa á nokkrum mínútum. Hún er nú heimilislaus og finnst borgaryfirvöld bera ábyrgð á því að svo illa fór. Borgin verði að finna byggðinni annan og öruggari stað.

Íbúar hafi óttast að svona gæti farið
Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt. Íbúi á svæðinu segir aðbúnað skelfilegan, þeir hafi óttast að svona gæti farið.

Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða
Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir að eldur kom upp í hjólhýsabyggðinni sem myndast hefur á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í nótt.

Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring
Síðasti sólarhringur hefur verið erilsamur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en á tímabilinu hefur verið farið í átta útköll á slökkviliðsbílum sem flest voru vegna elds í ruslagámum.

Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að slökkva í eldi sem kviknaði í ruslagámi við Klambratún í Reykjavík. Útkall barst um níuleytið í kvöld.

Kviknaði í eldhúsinnréttingu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir kviknaði í eldhúsinnréttingu í húsi í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti í gær.

Þungt haldinn á gjörgæslu
Ökumaður bílsins sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn er enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans.

„Við værum klaufaleg ef það væri ekki“
Eldur kviknaði í litlum skúr við Rauðavatn nærri Hádegismóum í Reykjavík í nótt. Um minniháttar eld var að ræða og tók skamman tíma að ráða niðurlögum hans.

Reykur barst inn í Háteigsskóla
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt.

Eldur í Ártúnsbrekkunni
Eldur kviknaði í einni af gömlu kartöflugeymslunum á Rafstöðvarvegi við Ártúnsbrekkuna um þrjúleytið. Slökkvilið var tiltölulega fljótt að slökkva eldinn og enginn hafði meint af.

Ástand mannsins mjög alvarlegt
Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.

Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina
Nærri allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, auk björgunarkafara, var kallað út eftir að tilkynning barst um að bíll hafi farið í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn.

Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum
Eldur í gömlu fiskvinnsluhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd kviknaði út frá flugeldum. Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir eldinn hafa virst meiri en hann var þegar slökkvilið kom á vettvang um miðnætti í nótt. Slökkvistarf tók um klukkutíma.

Eldur og skemmdir vegna flugelda
Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður.

Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum
Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu í Vogum á Vatnsleysuströnd í kvöld.

Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt
Nóg var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt og voru 116 útköll skráð. Næturvaktin fór í 42 þeirra.

Flæddi inn í hús á Arnarnesi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað inn eftir að vatn tók að flæða inn í hús á Arnarnesi í Garðabæ snemma í morgun. Stífla hafði þar myndast í götunni og flæddi vatn inn í húsið.

Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks
Slökkvilið af mörgum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um korter í fimm vegna mikils reyks í Ísafoldarverksmiðju við Suðurhraun í Hafnarfirði.

Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi
Björgvin Ó. Melsteð Ásgeirsson hefur verið dæmdur til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að kveikja í skemmtistaðnum Útgerðinni á Akranesi á gamlárskvöld árið 2023. Þá hefur honum verið gert að greiða tæplega 43 milljónir króna í skaðabætur.

Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri
Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Tilkynning barst slökkviliði um hálftíuleytið.