
Tyrkland

Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur.

Múslimar víða reiðir Macron
Yfirvöld í Frakklandi hafa kallað sendiherra sinn í Tyrklandi heim vegna ummæla Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, sagði Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vera veikan á geði.

Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh
Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið.

Hægrisinnaður þjóðernissinni kjörinn forseti á Norður-Kýpur
Hægrisinnaði þjóðernissinninn Ersin Tatar fór með sigur af hólmi á Norður-Kýpur í forsetakosningum sem fram fóru þar í gær.

Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi
Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um.

Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram
Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News.

Leggja ekki niður vopn enn
Yfirvöld í Aserbaídsjan og Armeníu hafa ekki orðið við ákalli Rússlands, Frakklands og Bandaríkjanna um vopnahlé í átökum þeirra á milli.

Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað.

Dæmdur fyrir árásina á næturklúbb í Istanbúl á nýársnótt
Dómstóll í Tyrklandi hefur dæmt Úsbekann Abdulkadir Masharipov í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásina á næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt 2017. Alls létu 39 manns lífið í árásinni.

Lokaniðurstaða í máli Khashoggi í Sádi-Arabíu
Dómstóll í Sádi-Arabíu kvað um lokaniðurstöðu í máli vegna morðsins á Jamal Khashoggi, sádi-arabísks blaðmanns. Sjálfstæðis dómstólsins og réttarhaldanna hafa verið dregin í efa enginn var sakfelldur fyrir að hafa skipað fyrir um morðið.

Öll spjót standa á Róbert Spanó
Jón Steinar og Illugi skoðanabræður í afstöðu sinni til heiðursnafnbótar Róberts Spanó í Tyrklandi.

Róbert segist ekki ætla að tjá sig frekar
Róbert hefur verið gagnrýndur harðlega úr ýmsum áttum vegna heimsóknarinnar í vikunni.

Gagnrýni rignir yfir Róbert
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands hefur verið gagnrýnd harðlega úr ýmsum áttum í vikunni.

Furðar sig á Tyrklandsheimsókn Róberts Spanó
Róbert Spanó, sem er forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór til Tyrklands í fjögurra daga heimsókn í vikunni sem leið.

Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki.

Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum
Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega.

Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi
Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim.

Morgunbænir í Ægisif í fyrsta skipti í 86 ár
Múslimar í Istanbúl halda til morgunbæna í Ægisif í dag, föstudag, í fyrsta skipti frá því að henni var breytt aftur í mosku úr safni.

Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað.

Páfinn syrgir að Ægisif verði breytt í mosku
Frans páfi segist syrgja ákvörðun Tyrklands um að breyta Ægisif í Istanbúl aftur í mosku. Þetta sagði hann í predíkun sem hann flutti í Páfagarði í dag og bætti hann því við að honum væri hugsað til Istanbúl.

Staða Ægisifjar á heimsminjaskrá gæti verið í hættu
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) segir að nefnd um heimsminjar ætli að endurskoða stöðu Ægisifjar í Istanbúl eftir að Recep Erdogan Tyrklandsforseti tilkynnti í dag að henni yrði breytt í mosku. Hún harmar jafnframt samráðsleysi tyrkneskra stjórnvalda um ákvörðunina.

Erdogan breytir Ægisif í mosku
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan hefur nú skrifað undir opinbera tilskipun sem kveður á um að Ægisif verði héðan í frá að mosku að nýju.

Opnað fyrir möguleikann á að Ægisif verði að mosku
Tyrkneskur dómstóll hefur ákvarðað að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, sem betur er þekkt sem Haga Sophia verði ekki lengur skilgreind sem safn.

Tillaga Rússa um minni mannúðaraðstoð í Sýrlandi felld
Tillaga Rússa um að minnka mannúðaraðstoð í Sýrlandi var felld í öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna í dag. Aðeins fjögur lönd kusu með tillögunni og sjö gegn henni en fimmtán ríki eiga sæti í ráðinu.

Rétttrúnaðarkirkjan mótmælir kröfu um að Ægisif verði moska
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan telur óásættanlegt ef Ægisif í Istanbúl verður breytt úr safni í mosku eins og hópur tyrkneskra þjóðernissinna og múslima gerir kröfu um. Fleiri trúar- og stjórnmálaleiðtogar hafa gagnrýnt mögulega breytinguna.

Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi
Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin.

Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku
Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna.

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi
Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali
Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Úrslitaleikurinn tekinn frá Tyrkjum
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verður ekki spilaður í Istanbúl í Tyrklandi eins og til stóð. Leikurinn átti að fara fram í dag en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.