
Svíþjóð

Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra
Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins.

Annie Lööf gefst upp
Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins.

Stórtækar breytingar hjá IKEA snerti ekki Ísland
Talið er að IKEA Group muni á næstunni segja upp ríflega 7500 starfsmönnum á heimsvísu.

Sakar forsætisráðherrann um kynferðislegar aðdróttanir
Pamela Anderson vandar Scott Morrison ekki kveðjurnar.

Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange
Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni.

Fjórtán ára stúlka stakk aðra táningsstúlku til bana
Stúlkan sem grunuð er um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana í sænska bænum Trollhättan í gær er sjálf fjórtán ára.

Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar
Formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu.

Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson
Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun.

Ekkert saknæmt við andlát Dante
Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað.

Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð.

Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að
Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa.

Yfir þrjú þúsund manns leita að týndum dreng í Svíþjóð
Yfir þrjú þúsund hafa tekið þátt í leit að tólf ára gömlum dreng sem saknað er í suðurhluta Svíþjóðar.

Sænska þingið mun greiða atkvæði um Kristersson
Sænska þingið mun greiða atkvæði um Ulf Kristersson, formann hægriflokksins Moderaterna, sem nýjan forsætisráðherra Svíþjóðar.

Nýjar upplýsingar um morðið á Palme kynntar í nýrri bók
Maður, sem þekktur var fyrir andúð sína á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðstoðarmaður hans eru bendlaðir við morðið á Palme í nýrri bók.

Sænski þingforsetinn sér fjóra möguleika í stöðunni
Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að hann muni ekki veita neinum umboð til stjórnarmyndunar í bili.

Pattstaða í Svíþjóð eftir að Löfven sigldi í strand
Stefan Löfven, leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sér ekki fram á að geta myndað ríkisstjórn en hann hafði tvær vikur til þess að kanna möguleika á slíku.

Annar leiðtoga sænskra Græningja hættir næsta vor
Gustav Fridolin tilkynnti í morgun að hann hyggst láta af embætti á landsfundi í maí næstkomandi.

Lisbet Palme er látin
Lisbet Palme, ekkja Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, er látin, 87 ára að aldri.

Búist við að Löfven fái umboð til stjórnarmyndunar
Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, tilkynnti í gær að honum hafi ekki tekist að mynda stjórn sem meirihluti sænska þingsins myndi verja vantrausti.

Kristersson fær umboð til stjórnarmyndunar
Forseti sænska þingsins hefur veitt Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu.

Lööf opnar á samstarf með Jafnaðarmönnum
Formaður Miðflokksins í Svíþjóð segir að leiðtogar flokka verði að byrja að ræða hver við annan til að hægt verði að mynda ríkisstjórn í landinu.

Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð
Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn.

Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra
Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti.

Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman
Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn.

Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi
Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfinu við Kämnärsvägen í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu.

Vilja ná samkomulagi við borgaralegu flokkana um næsta þingforseta
Jafnaðarmenn í Svíþjóð vilja samstarf við bandalag borgaralegu flokkanna, til að koma megi í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar ráði úrslitum.

Bjóða Löfven á fund til að ræða stuðning við hægristjórn
Leiðtogar borgaralegu flokkanna hafa boðið leiðtoga Jafnaðarmanna til fundar til að ræða mögulegan stuðning við myndun ríkisstjórnar bandalags borgaralegu flokkanna.

Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni
Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum.

Framhaldið er óljóst í Svíþjóð
Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað.