Perú

Castillo lýsir yfir sigri í Perú
Pedro Castillo hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Perú. Andstæðingur Castillo, Keiko Fujimori, hefur sakað hann um kosningasvindl.

Castillo lýsir yfir sigri en Fujimori vill ógilda fjölda atkvæða
Talning atkvæða stendur en yfir eftir forsetakosningarnar í Perú. Mjög mjótt er á munum en vinstrimaðurinn Pedro Castillo hefur þegar lýst yfir sigri á meðan andstæðingur hans, hægrimaðurinn Keiko Fujimori, hefur farið fram á að hundruð þúsunda atkvæða verði úrskurðuð ógild.

Mjótt á munum í Perú
Talning atkvæða stendur nú yfir í Perú en forsetakosningar fóru fram í landinu í gær. Keiko Fujimori hefur naumt forskot á andstæðing sinn, Pedro Castillo, þegar 90 prósent atkvæða hafa verið talin.

Dauðsföll af völdum Covid-19 tvöfalt fleiri en áður var talið
Dauðsföll í Perú af völdum kórónuveirunnar eru meira en tvöfalt fleiri en áður var talið.

Þriðji forseti landsins á innan við viku
Perúþing hefur skipað Francisco Sagasti sem forseta landsins til bráðabirgða. Sagasti verður þriðji forseti landsins á innan við viku.

Sagði af sér eftir örfáa daga í embætti
Merino sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla sem staðið hafa yfir síðan ríkisstjórn hans tók til starfa en tveir ungir menn, 24 og 25 ára, létust í mótmælunum í gær.

Perúþing bolar forseta landsins úr embætti
Meirihluti þingmanna í Perú hefur samþykkt að ákæra forseta landsins, Martin Vizcarra, í kjölfar ásakana um mútuþægni. Hann hefur nú látið af forsetaembættinu.

Þrettán tróðust undir í áhlaupi lögreglu á skemmtistað í Líma
Minnst þrettán manns tróðust undir eða köfnuðu þegar fólk flúði skemmtistað í Líma í Perú. Lögreglan gerði áhlaup á skemmtistaðinn, sem mátti ekki vera opinn vegna heimsafaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Þrír af hverjum tíu gætu veikst alvarlega
Heilbrigðistofnun Ameríkuríkja varar nú við því að kórónuveirufaraldurinn á svæðinu sýni engin merki þess að vera að hægja á sér.

Staðan í Suður-Ameríku er mun verri en opinberar tölur gefa til kynna
Þrátt fyrir að opinberar tölur sýni ekki fram á það er útlit fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar í Suður-Ameríku sé á pari við faraldurinn í Evrópu og jafnvel í New York. Faraldurinn í Suður-Ameríku hefur þar að auki fengið mun minni athygli en víðast hvar annarsstaðar.

Aðstoðarlandsliðsþjálfari Perú virti ekki útgöngubann og var handtekinn
Fyrrum leikmaður Newcaste United komst í hann krappann þegar hann virti ekki útgöngubann í heimalandi sínu.

Fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna látinn
Perúmaðurinn Javier Pérez de Cuéllar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, hundrað ára að aldri.

Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur.

Fujimori fangelsuð á ný
Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Perú, Keiko Fujimori, hefur verið fangelsuð á ný en henni var sleppt í nóvember eftir að hafa dúsað í fangaklefa í þrettán mánuði.

„Ég hef í alvöru séð verur, hvort sem þær eru til eða ekki“
Notkun suður-ameríska ofskynjunarlyfsins ayahuasca hefur færst í aukarnar hér á landi. Ayahuasca er náttúrseyði sem á uppruna sinn í perúska hluta Amazon-frumskógarins þar sem frumbyggjar hafa í margar aldir bruggað það til náttúrulækninga.

333 skreytingar sem sýna fæðingu Krists
Á fjórða hundrað skreytinga er að finna í heimahúsi í höfuðborg Perú, Líma. Um er að ræða heimili Miriam Valencia

Keiko Fujimori verður sleppt úr haldi
Fjórir af sjö dómurum stjórnskipunardómstóls Perú greiddu í dag atkvæði með því að Keiko Fujimori verði sleppt úr haldi.

Færa úrslitaleikinn frá Síle til Perú
Mótmælin í Síle hafa ekki aðeins áhrif á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og ferðir sænska aðgerðasinnans Gretu Thunberg heldur einnig á stærstu fótboltakeppni Suður-Ameríku.

Kaþólskir prestar blessuðu gæludýr
Kaþólskir prestar víða um heim blessuðu gæludýr í vikunni á degi dýrlingsins Frans frá Assisí.

Ný ríkisstjórn tekur við í Perú eftir stormasama viku
Á sama tíma og ný ríkisstjórn tók við var tilkynnt að boðað hafi verið til þingkosninga í landinu þann 26. janúar næstkomandi.

Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði
Hjónin Alexía Björg og Guðmundur ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi.

Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar
Tuttugu og fjórir fyrrverandi yfirmenn og ráðherra herforingjastjórnar voru dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar, launráðs herforingjastjórnarinnar gegn andófsfólki í álfunni.

Allir leikmenn Perú vildu greinilega kossinn frá leikkonunni og hún er búin að velja
Perú hefur sjaldan spilað betur en í nótt þegar liðið rúllaði 3-0 yfir Síle í undanúrslitaleik Suðurameríkubikarsins.

Perú í úrslitaleikinn á móti Brössum eftir sannfærandi sigur
Perúmenn eru komnir í sinn fyrsta úrslitaleik í Copa America og enduðu jafnframt sigurgöngu Síle í keppninni með 3-0 sigri í undanúrslitaleik þjóðanna í nótt.

Hetja Perú í kvöld tryggir sér koss frá þekktri leikkonu
Perúmenn eiga möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitaleik Copa America í kvöld þegar liðið mætir Síle í undanúrslitum keppninnar.

Jarðskjálfti af stærðinni átta skekur Perú
Ekki hafa enn borist fregnir af mannskaða eða eignatjóni.

Fyrrverandi forseti Perú svipti sig lífi
Alan García, fyrrverandi forseti Perú, er látinn eftir að hann skaut sjálfan sig í hálsinn þegar lögregla gerði tilraun til að handtaka hann.

Ferfættur hvalur gekk um á landi
Fornleifafræðingar hafa fundið 42,6 milljón ára steingerving af ferfættu hvaldýri við sterndur Perú.

Fujimori segir að fangelsið myndi ganga af honum dauðum
Náðun fyrrverandi forseta Perú var ógilt fyrir dómi í gær. Hann grátbiður yfirvöld um að senda sig ekki í fangelsi því það muni ríða honum að fullu.

Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi
Alberto Fujimori var náðaður af þáverandi forseta í desember en dómstóll skipaði fyrir um að hann skyldi aftur færður í fangelsi í dag.