Aðstoðarlandsliðsþjálfari Perú virti ekki útgöngubann og var handtekinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 12:00 "Nobby" Solano var lengi lykilmaður hjá Newcastle. Hér fær hann að finna fyrir því í baráttu við Hermann Hreiðarsson. vísir/getty Perúmaðurinn Nolberto Solano gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni um og eftir aldamót, lengst af með Newcastle en hann lék einnig með West Ham og Aston Villa. Hann hefur þjálfað í heimalandinu síðan hann hætti sjálfur að spila og er nú í starfi sem aðstoðarþjálfari hjá landsliði Perú. Covid-19 faraldurinn hefur gert vart við sig í Suður Ameríku eins og annars staðar í heiminum og hefur smitum fjölgað ört á undanförnum vikum. Í Perú hefur verið brugðið á það ráð að setja á algjört útgöngubann eftir klukkan 8 á kvöldin. Hart er tekið á þeim sem ekki virða útgöngubannið og því fékk Solano að kynnast þar sem hann var handtekinn á leið heim úr matarboði. „Ég sé auðvitað eftir þessu og biðst afsökunar. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta þetta. Þetta er erfitt ástand en það sem skiptir mestu máli er heilsan okkar,“ sagði Solano. „Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gert mitt besta í að fylgja reglum. Þetta var ekki partý. Þetta var matarboð sem nágrannar okkar fjölskyldunnar buðu okkur í. Það stóð of lengi en það voru ekki fleiri en sex manns þar,“ sagði Solano en honum var sleppt fljótt úr haldi lögreglu. Erfiðlega hefur gengið að fá Perúbúa til að virða útgöngubannið en síðan það var sett í gildi hafa 18 þúsund manns verið handteknir fyrir að virða ekki bannið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Perú Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira
Perúmaðurinn Nolberto Solano gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni um og eftir aldamót, lengst af með Newcastle en hann lék einnig með West Ham og Aston Villa. Hann hefur þjálfað í heimalandinu síðan hann hætti sjálfur að spila og er nú í starfi sem aðstoðarþjálfari hjá landsliði Perú. Covid-19 faraldurinn hefur gert vart við sig í Suður Ameríku eins og annars staðar í heiminum og hefur smitum fjölgað ört á undanförnum vikum. Í Perú hefur verið brugðið á það ráð að setja á algjört útgöngubann eftir klukkan 8 á kvöldin. Hart er tekið á þeim sem ekki virða útgöngubannið og því fékk Solano að kynnast þar sem hann var handtekinn á leið heim úr matarboði. „Ég sé auðvitað eftir þessu og biðst afsökunar. Ég ætla ekki að reyna að réttlæta þetta. Þetta er erfitt ástand en það sem skiptir mestu máli er heilsan okkar,“ sagði Solano. „Þeir sem mig þekkja vita að ég hef gert mitt besta í að fylgja reglum. Þetta var ekki partý. Þetta var matarboð sem nágrannar okkar fjölskyldunnar buðu okkur í. Það stóð of lengi en það voru ekki fleiri en sex manns þar,“ sagði Solano en honum var sleppt fljótt úr haldi lögreglu. Erfiðlega hefur gengið að fá Perúbúa til að virða útgöngubannið en síðan það var sett í gildi hafa 18 þúsund manns verið handteknir fyrir að virða ekki bannið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Perú Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira