

Yfirvöld í Ungverjalandi ætla að styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið en utanríkisráðherra landsins sagði í morgun að samþykkt innngöngu Svía væri nú eingöngu tæknilegs eðlis. Tyrkir og Ungverjar voru þeir einu sem settu sig á móti inngöngu Svía en Peter Szijjarto, áðurnefndur utanríkisráðherra, sagði í síðustu viku að Ungverjar myndu fylgja Tyrkjum, skiptu þeir síðarnefndu um skoðun.
Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs.
Hryðjuverkamaðurinn György Budaházy var meðal þeirra sem forseti Ungverjalands, Katalin Novák, náðaði á föstudag, nokkrum dögum fyrir heimsókn páfans til landsins. Yfirgaf hann fangelsið á hestbaki.
Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands furðar sig á mögulegri inngöngu Úkraínumanna í Atlantshafsbandalagið. Orban deildi frétt um málið á Twitter-síðu sinni og sagði einfaldlega: „Ha?!“
Að minnsta kosti 36 slösuðust eftir árekstur á hraðbraut í Ungverjalandi þar sem kviknaði í 21 bíl.
Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag.
Tveir æðstu yfirmenn ungversku Veðurstofunnar hafa verið reknir eftir að veðurspá stofnunarinnar gekk ekki eftir.
Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann.
Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tíu slösuðust eftir að sendiferðabíll rakst á lest í suðurhluta Ungverjalands í morgun. Talsmaður yfirvalda segir að ökumaður sendiferðabílsins hafi hunsað rautt ljós.
Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð.
Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag.
Talið er líklegt að Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, muni halda velli eftir þingkosningar sem fara fram í dag. Orban er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.
Þingkosningar fara fram í Ungverjalandi á sunnudaginn þar sem bandalag sex ólíkra stjórnarandstöðuflokka reynir að binda enda á tólf ára valdatíð Fidesz-flokksins og forsætisráðherrann Victors Orban. Oft á tíðum hefur gengið erfiðlega hjá stjórnarandstöðunni að tala einum rómi í kosningabaráttunni og benda skoðanakannanir til að áframhald verði á stjórn Orbans.
Fólk er ekki bara óttaslegið í Úkraínu. Í Slóvakíu og Ungverjalandi búa um 200 íslenskir læknanemar sem hafa áhyggjur af næstu skrefum. Læknanemar á báðum stöðum halda ró sinni en eru tilbúnir með vegabréfin ef að allt fer á versta veg.
Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air.
Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, vandar mótshöldurum á EM ekki kveðjurnar í færslu á Twitter.
Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað.
Ungverska sundkonan Liliana Szilagyi sakar föður sinn um andlega, líkamlega og kynferðislega misnotkun og segist koma nú fram til að bjarga litlu systur sinni frá sömu örlögum.
Maðurinn sem lýst var eftir á fimmtudag fannst látinn í Búdapest í Ungverjalandi, en hann var búsettur ytra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gunnari Svani Steindórssyni, 43 ára karlmanni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Íhaldssamur bæjarstjóri stóð uppi sem sigurvegari í sameiginlegu forvali ungversku stjórnarandstöðunnar fyrir þingkosningar sem fara fram á næsta ári. Hann fær það hlutverk að leiða sameinaða stjórnarandstöðuna og freista þess að fella Viktor Orban, forsætisráðherra.
Þórir Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, mun næstu tvo mánuði vera í bakvarðasveit björgunarskipsins Ocean Viking, sem Rauði krossinn og samtökin SOS Mediterranee halda úti á Miðjarðarhafi. Þar segir að skipið hafi það hlutverk að bjarga flóttafólki úr sjávarháska.
László Németh, fyrrverandi þjálfari KR og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, gagnrýnir harðlega ungverska landa sína sem beittu leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta kynþáttaníði í Búdapest gærkvöld. Hann kallar eftir harðari refsingum.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við þjóðernis-bólusetningastefnu og óréttlæti í bólusetningum á fundi með utanríkisráðherra Ungverjalands í gær.
Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum, hefur tjáð sig um umdeilt lagafrumvarp ungverskra stjórnvalda er viðkemur LGBTQ+ fólki í aðdraganda ungverska kappakstursins sem fram fer um helgina.
Milos Zeman, forseti Tékklands, kallaði trans fólk „viðbjóðslegt“ í viðtali við CNN Prima News í gær. Tilefnið var umræða um ný lög í Ungverjalandi, sem banna allt kennsluefni sem er talið „auglýsa“ samkynhneigð og hugmyndir um að fólk geti verið annars kyns en líffræðilegt kyn gefur til kynna.
Ungversk stjórnvöld sæta nú vaxandi þrýstingi vegna nýrra og umdeildra laga sem banna fræðslu ungmenna um samkynhneigð. Forsætisráðherra Hollands sagði Ungverja ekki lengur eiga neitt erindi í Evrópusambandið í dag.
Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina.
Þótt UEFA hafi hafnað beiðni borgarstjóra München um að lýsa Allianz leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik Þýskalands og Ungverjalands á EM voru regnbogalitirnir áberandi hjá áhorfendum í gær.