X (Twitter)

Greiddu unglingum til að dreifa áróðri til stuðnings Trump
Ungliðahreyfing íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem er hliðholl Donald Trump forseta hefur undanfarið greitt unglingum og ungmennum til þess að dreifa áróðri sem styður mál forsetans á samfélagsmiðlum.

Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu
Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Biður hæstarétt að leyfa sér að blokka að vild á Twitter
Donald Trump Bandaríkjaforseti vill fá grænt ljós frá hæstarétti Bandaríkjanna til þess að loka á, eða blokka, andstæðinga sína og andófsmenn á samfélagsmiðlinum Twitter.

Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída.

Twitter merkir reikninga ríkisfjölmiðla
Tístum frá ríkisfjölmiðlum verður ekki lengur haldið að notendum samfélagsmiðilsins Twitter og byrjar er að merkja reikninga miðlanna sérstaklega. Rússneski fjölmiðillinn RT og kínverska Xinhua-ríkisfréttastofan eru á meðal þeirra sem verða fyrir áhrifum af breytingunum.

Trufluðu fyrirtöku í máli Twitter-hakkara með klámi
Stöðva þurfti fyrirtöku sem var haldinn í fjarfundi í máli tánings sem er grunaður um innbrot í tölvukerfi Twitter í dag eftir að boðflennur trufluðu hana ítrekað með klámi. Dómarinn féllst á endanum ekki á að lækka tryggingargjald sem pilturinn þarf að greiða til að losna úr fangelsi.

Táningur segist saklaus af innbroti hjá Twitter
Sautján ára gamall piltur sem er sakaður um að hafa brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins Twitter neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara á Flórída í Bandaríkjunum í dag.

Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter
Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið.

Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump
Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt.

Fjarlægðu tíst vegna höfundaréttar Linkin Park
Twitter fjarlægði færslu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtísti frá samfélagsmiðlastjóra Hvíta hússins eftir höfundarréttarkröfu.

Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot
Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana.

Twitter takmarkar aðgang að tísti forsetans
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur dregið úr aðgangi að tísti Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann hótar að beita hvern þann sem reynir að koma á fót sjálfstjórnarsvæði í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, valdi. Tístið birti forsetinn í dag.

Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar
Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja.

Starfsmenn Facebook ósáttir við afskiptaleysi af færslum Trump
Megnrar óánægju gætir hjá sumum starfsmönnum samfélagsmiðlarisans Facebook vegna þess hvernig Mark Zuckerberg forstjóri hefur haldið að sér höndum varðandi umdeildar færslur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Zuckerberg og Trump ræddu saman í síma á föstudag.

Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis.

Samfélagsmiðlarisar ósammála um ábyrgð sína
Forstjórar Facebook og Twitter eru ekki á einu máli um hvaða ábyrgð samfélagsmiðlarnir bera á upplýsingafalsi sem þeir eru notaðir til þess að dreifa. Hvíta húsið heldur því fram að Donald Trump Bandaríkjaforseti ætli að gefa út tilskipun um samfélagsmiðla eftir að Twitter setti fyrirvara við fullyrðingar sem hann setti fram í tísti í vikunni.

Ætlar að skrifa undir forsetatilskipun um samfélagsmiðla
Búist er við því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, muni í dag skrifa undir forsetatilskipun sem koma á niður á fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla.

Trump hótar að loka samfélagsmiðlum
Ákvörðun Twitter um að setja fyrirvara við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta um meint kosningasvik í gær urðu forsetanum tilefni til þess að hóta því að loka samfélagsmiðlum eða setja reglur á þá í dag. Þetta var í fyrsta skipti sem Twitter beitti slíkri merkingu á ósannindi sem Trump dreifði á miðlinum.

Twitter merkir tíst Trump sem misvísandi
Um er að ræða tvö tíst sem snúast um kjörseðla sem sendir eru heim til fólks.

Biður Twitter um að fjarlægja morðsamsærisóra Trump
Ekkill starfsmanns bandarísks fyrrverandi þingmanns sem Donald Trump forseta er í nöp við hefur beðið forstjóra Twitter um að fjarlægja tíst forsetans með samsæriskenningum um dauða konu sinnar. Trump forseti hefur ítrekað slengt fram rakalausum samsæriskenningum sem ýja að því að fyrrverandi þingmaðurinn hafi myrt konuna.

Gefur fjórðung auðæfa sinna til baráttunnar við veiruna
Forstjóri og stofnandi Twitter, Jack Dorsey, heitir því að gefa milljarð dala í baráttuna við kórónuveiruna.

Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu
Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins.

Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar
Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári.

Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda
Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja.

Mjaldrarnir mættir á Twitter
Litla Grá og Litla Hvít láta til sín kveða á samfélagsmiðlum.

Úrslitakvöld Eurovision: Bestu tíst kvöldsins
Landinn elskar að tísta um #Eurovision og #12stig.

Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn
Stofnandi samsæriskenningamiðilsins Infowars er á meðal þeirra sem hafa verið bannaðir fyrir að brjóta reglur Facebook.

Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter í gær. Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig.

Twitter-forsetinn
Er ekki fullmikið að kalla svefnherbergi Bandaríkjaforseta verkstæði djöfulsins?

Segir Zuckerberg hafa borið fram geit sem hann drap sjálfur
Í viðtali við Rolling Stone lýsir forstjóri Twitter því hvernig stofnandi Facebook hafi drepið geitur sem hann hélt heima hjá sér.