Ölfus

Fréttamynd

Aldan í Þor­láks­höfn

Fyrir um 23 árum kynntist ég fyrst öldunum í Þorlákshöfn, þá nýgræðingur í sportinu og að stíga mínar fyrstu öldur. Þá voru nokkrar hræður farnar að prófa brimbretti á Íslandi. Svo flutti ég til Bandaríkjanna og byrjaði að brima á ströndum Los Angeles í Kaliforníu.

Skoðun
Fréttamynd

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Lífs­fylling í stað land­fyllingar í Þor­láks­höfn

Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Skálað fyrir stóð­hestinum Stála sem á tæp­lega 900 af­kvæmi

Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Innlent
Fréttamynd

Brimbrettafólk fjöl­mennti í Þor­láks­höfn til að mót­mæla

Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur

Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Innlent
Fréttamynd

Göngu­fólk villtist á Ingólfs­fjalli

Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram.

Innlent
Fréttamynd

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi

Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum

Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 

Innlent
Fréttamynd

Félagið Icelandic Water endur­greiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock

Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.

Innherji
Fréttamynd

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Innlent
Fréttamynd

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Land­eldi og eignast yfir helmingshlut

Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

Innherji
Fréttamynd

Blackrock eignast yfir fimmtungs­hlut eftir niður­fellingu á milljarða skuldum

Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.

Innherji
Fréttamynd

Sóttu eldisstjóra til Færeyja

Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veiddi 34 punda lax við Tannastaði

„Þetta er lang, langstærsti lax, sem ég hef fengið en ég veiddi hann á flugu, sem heitir „Black chost" við Tannastaði undir Ingólfsfjalli í gær. Hann hefur verið 32 til 34 pund en ég sleppti honum strax,” segir Grímur Arnarson, veiðimaður búsettur á Selfossi.

Veiði