Næturlíf

Slagsmál enduðu með nefbroti
Einn varð fyrir því óláni að nefbrotna í slagsmálum í miðbæ Reykjavíkur í nótt.

Vinskapurinn og gleðin staðið upp úr
Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg.

Reksturinn þungur í kjölfar „yfirgangs og afskipta lögreglu“
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðanna B5 og Exit og áfengisverslunarinnar Nýju vínbúðarinnar, segir rekstur B5 hafa verið þungan í kjölfar afskipta lögreglu af staðnum. Inngrip Ríkisskattstjóra sé því eðlilegt hvað B5 varðar, en ekki hvað varðar Exit og Nýju vínbúðina.

Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað.

Innsigla B5 að kröfu Skattsins
Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Fluttir á sjúkrahús eftir hópslagsmál í miðborginni
Tveir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur sem áttu sér stað í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir að málið sé í rannsókn.

Spánski verður Daisy
Spánski barinn að Ingólfsstræti 8 mun heyra sögunni til. Í hans stað mun koma barinn Daisy, að sögn nýrra eigenda.

Dyravörður á Hax handtekinn
Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera.

Starfsmaður á skemmtistað grunaður um líkamsárás
Starfsmaður á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans.

Fólk leggi of oft eins og Tjokkó
Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð.

Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum.

Ógnaði dyraverði skemmtistaðar með hníf
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um aðila inni á skemmtistað að ógna dyraverði með hníf á þriðja tímanum í nótt.

Súrrealískt að djamma með Zöru Larsson
„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson.

Ógnaði dyravörðum skemmtistaðar með hníf
Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar

Grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir fjórum árum
Karlmaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði myndum af á þriðjudag og óskar eftir að ná tali af er grunaður um líkamsárás á Enska barnum fyrir um fjórum árum.

Lögreglan kom dyravörðum til aðstoðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt beiðni um aðstoð frá dyravörðum á skemmtistað í Reykjavík. Einn dyravörður hafði verið sleginn og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Borga upp í skuld í kokteilakeppni
Þann 7. febrúar fer fram Kokteil keppni á Tipsý í Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti þar sem kokteilakeppni er haldin á staðnum.

Braut tennur konu sem sakaði frænda hennar um nauðgun
Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás, sem framin var á Götubarnum á Akureyri árið 2022. Sú sem fyrir árásinni varð hafði átt í útistöðum við mann í fylgd með konunni vegna meints kynferðisbrots hans gegn mágkonu brotaþola.

Prinsinn í Fram dreginn upp á svið og djammað á stólunum
Það voru spiluð miklu meiri stemmningslög en Fram, fram, fylking þegar Framarar troðfylltu íþróttahúsið í Úlfarsárdal og efndu til þorrablóts. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handbolta og Framprins heiðraði uppeldisfélagið. Svo gaman var að sumir gestir stóðu uppi á stólum.

Unglingur skemmdi lögreglubíl
Þegar lögregluþjónar voru kallaðir til aðstoðar vegna unglingasamkvæmis í Árbæ gærkvöldi var einn unglingur handtekinn, eftir að hann skemmdi lögreglubíl. Í dagbók lögreglu segir að málið verði unnið með barnavernd og forráðamönnum.

Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum.

Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun
Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags.

Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar
Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn.

Eiður Smári og Inga Lind í banastuði á aðventunni
Eiður Smári fékk vænt adrenalínkikk, Inga Lind söng í karókí í London og Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að mála. Já það gekk á með ýmsu um liðna helgi sem kennd er við annan í aðventu.

Varð fyrir ælu á Baggalút
Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi.

B opnar á ný eftir afturköllun starfsleyfis
Skemmtistaðurinn B, áður b5 og Bankastræti club, opnar á ný um helgina eftir að sýslumaður afturkallaði starfsleyfi staðarins þann 27. október síðastliðinn.

Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg.

Umfjöllun um súludansstaði í Ríkisútvarpinu sýni að uppgjörs sé þörf
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, gagnrýnir umfjöllun skemmtiþáttanna Tjútt úr smiðju RÚV um íslenska nektardansstaði. Hún segir ljóst að Íslendingar þurfi uppgjör við fortíðina vegna staðanna þar sem mansal hafi viðgengist.

Segir atvik augljós í undarlegu máli
Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt.

„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft.