Hælisleitendur

Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu
Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum hefur verið afgreitt út úr ríkisstjórn og verður lagt fram á Alþingi. Nái það fram að ganga verður hægt að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem fremja alvarleg afbrot.

Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna
Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu.

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum
Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó
Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð liggja yfir áætlunum um að láta herinn taka yfir afmarkað svæði við landamærin í Nýju-Mexíkó.

Týndir hælisleitendur
Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega.

Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi
Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkaði verulega milli áranna 2023 og 2024, úr 4.168 í 1.944. Þar munar mest um færri umsóknir frá Venesúela en þeim fækkaði úr 1.592 í 193.

„Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“
Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu.

„Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé
Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Leyfið heyrir sögunni til
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu.

Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks
Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi.

Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi
Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi.

Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara
Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli.

Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um afgreiðslu dvalarleyfisumsókna eftir að lögum um útlendinga var breytt.

Innflytjendur eru blórabögglar
Ég rakst á þessa grein sem Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, birti í Morgunblaðinu á dögunum. Ég hefði talið að fjölmiðlar hefðu metnað og sóma til þess að rannsaka staðreyndir að baki ítrekuðum alhæfingum og staðhæfingum stjórnmála- og embættismanna.

Staðreyndir í útlendingamálum
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum.

Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að telja megi nokkuð víst að útlendingalögin á Íslandi séu misnotuð með svipuðum hætti og menn misnoti önnur kerfi velferðarríkisins.

Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma
Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferðar- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir ríkja vantraust um störf deildarinnar sem hún vill eyða. Hún segir starfsmenn framfylgja erfiðum ákvörðunum en ekkert annað standi þeim til boða. Vilji fólk breyta verklaginu verði það að leita annað en til þeirra.

Misskilin mannúð í hælisleitendamálum
Árum saman hafa þingmenn Miðflokksins bent á mikilvægi þess að afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur er varða hælisleitendur og meðferð umsókna þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þessar séríslensku reglur hafa virkað eins og seglar og orsakað gríðarlegan fjölda umsókna hér á landi. Hlutfallslega margfalt fleiri umsóknir en í nágrannalöndum okkar.

Miskunnsami nýmarxistinn
Til að geta hjálpað öðrum þarf maður sjálfur að vera aflögufær. Að halda öðru fram er veruleikafirring. Því hefur verið haldið fram að hælisleitendakerfið kosti okkur ekki krónu, því hælisleitendurnir muni vinna hér í áratugi og borga mikið í skatta á þeim tíma.

Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað
Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda.

Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar
Fyrrverandi félagsmálaráðherra segist ekki skulda dómsmálaráðherra neinar skýringar á afskiptum sínum í máli fjölfatlaðs palestínsks drengs og fjölskyldu sem átti að vísa úr landi í haust. Þá hafi engin formleg beiðni borist frá henni til félagsmálaráðuneytisins um skýringar á því hvers vegna hann skarst í leikinn þegar það átti að vísa drengnum úr landi.

„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“
Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum.

Sakar Snorra um að tendra bál fordóma
Svandísi Svavarsdóttur formanni Vinstri grænna finnst sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu.

„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“
Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin
Svandís Svavarsdóttir segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi ekki látið í ljósi neinar mótbárur þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði fyrir máli sem varðar lokuð búsetuúrræði hælisleitenda.

„Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg”
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ómannúðlegt að vista hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um vernd hér á landi í fangelsi. Á þessu ári hafi 40 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga.