
Kynferðisofbeldi

Óttast flóðbylgju barnaníðsefnis sköpuðu með aðstoð gervigreindar
Móðir stúlku hvers mynd var notuð til að búa til barnaklám með aðstoð gervigreindar segist hafa heyrt frá mörg hundruð foreldrum sem segja börn sín einnig meðal fórnarlamba hinnar nýju tækni.

Enn ein ásökunin á hendur Brand
Leikarinn Russell Brand stendur enn einu sinni frammi fyrir ásökun um kynferðisbrot. Aukaleikari sakar hann um kynferðislega áreitni við upptökur á kvikmynd árið 2010.

Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ
Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega.

Niðurlægjandi og meiðandi verknaður ekki bara líkamsárás heldur nauðgun
Maður sem hafði verið dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að stinga fingri sínum í endaþarm annars manns hlaut þyngri dóm Í Landsrétti. Ástæðan er sú að Landsréttur telur brot mannsins ekki bara vera líkamsárás, heldur líka nauðgun.

Sýknaðir í hópnauðgunarmáli
Tveir karlmenn voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Vitnisburður brotaþola þótti trúverðugur, en framburðir mannanna af atburðunum sem málið varðar þóttu í takt við hvor annan og þótti dómnum ólíklegt að þeir hefðu sammælst um frásagnir sínar.

Steven Tyler aftur sakaður um kynferðisbrot
Söngvarinn Steven Tyler, sem er söngvarinn í hljómsveitinni Aerosmith, hefur aftur verið sakaður um kynferðisbrot. Í fyrra var hann kærður fyrir kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku.

Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti
Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola.

Hagur brotaþola ekki á blaði
Það ætti að vera eðlilegt að taka mið af reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum (sem öðrum) og gæta þess að gera ekki illt verra. Að verða fyrir kynferðisofbeldi getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk og jafnvel alla ævi. Algengast er að brotaþolar upplifi skömm og sektarkennd, ofbeldið hafi áhrif í nánum samskiptum og sjálfskaðandi hegðun í kjölfar ofbeldis er raunveruleiki margra.

„Mér finnst þetta mjög langt frá því að vera eðlilegt“
„Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér að þetta standist siðferðilegar kröfur háskólans og spítalans. Og ef það er þannig að þetta stenst þær reglur þá þarf að endurskoða þær.“

Segir þrálátan orðróm um séra Friðrik hafa verið uppi árum saman
Óttar Guðmundsson geðlæknir spyr sig hvort umræðan um meint brot séra Friðriks gegn ungum drengjum komi nokkrum á óvart. Orðrómurinn hafi legið í loftinu árum saman.

Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi
Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi.

Ótrúlega algengt að styttur séu færðar
Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks
Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á.

Hafa áhyggjur af takmörkuðum framförum Íslands í mansalsmálum
Íslenska ríkið ætti að bera betur kennsl á fórnarlömb mansals, rannsaka slík mál betur og lögsækja fleiri sem grunaðir eru um slík brot. Þetta kemur fram í nýjustu úttekt sérfræðihóps Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali, GRETA.

Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum
Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt.

Bein útsending: Kvennaverkfall á Arnarhóli
Vísir verður með beina útsendingu frá Arnarhóli í dag. Búist er við að tugþúsundir kvenna og kvára komi saman til að styðja verkfallið.

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ
Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði
Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði.

Höfundur Simpsons-lagsins kærður fyrir fleiri kynferðisbrot
Tvær konur hana nú lagt fram kæru á hendur Bandaríska tónskáldsins Danny Elfman, þar sem hann er sakaður um að misnota stöðu sína í tónlistarbransanum með því að beita þær kynferðisofbeldi.

Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil
Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað.

Grunaður um nauðgun á gangstétt
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun sem átti sér stað um nótt árið 2021. Málið verður til umfjöllunar í Héraðsdómi Suðurlands.

Ákærður fyrir að nauðga konu sem hlaut lífshættulega áverka
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Elsku strákar
Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Heimilið hættulegasti staðurinn
Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Agnes ætlar með málið fyrir dóm
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum.

Ákvarðanir Agnesar í máli séra Gunnars „markleysa“
Ákvörðun Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, um að víkja séra Gunnari Sigurjónssyni úr starfi embættis sóknarprests í Digranesprestakall, vegna kynferðislegrar áreitni, var ólögmæt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar, sem hefur komist að því að Agnes hafi ekki haft umboð til slíkra ákvarðana frá því um mitt síðasta ár.

Alvarlega atvikið í Laugarnesskóla rannsakað sem kynferðisbrot
Mál starfsmanns Laugarnesskóla í Reykjavík, sem handtekinn var á fimmtudag vegna „alvarlegs atviks“, er rannsakað sem kynferðisbrot.

Bubbi hitti gerandann sinn: „Ég fór út í bíl og grét“
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens öðlaðist nýtt líf í fyrra eftir að hann hitti geranda sinn og ákvað að fyrirgefa honum. Til þessa hefur líf hans litast mjög af áfallinu.

Viðhalda og undirbúa kynferðisofbeldi með ýmsum leiðum
Íslenskir ofbeldismenn gera oft eitthvað til að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldi sem þeir beita, en meirihluti þeirra eru tengdir brotaþolum sínum fjöslkylduböndum, eða vinir og kunningjar þeirra.

Vilja aðstoða ofbeldismenn að axla ábyrgð
Ráðgjafi á Stígamótum segir mikilvægt að karlmenn fái tæki og tól til að taka þátt í umræðu um kynbundið ofbeldi. Karlmenn séu meirihluti ofbeldismanna og umræðan komi öllum körlum við. Ofbeldismenn verða ræddir á ráðstefnu Stígamóta á morgun.