
Þjóðhátíð í Eyjum

„Yfirleitt klárast hann“
Hrafnhildur Andrésdóttir stendur vaktina í veitingatjaldi ÍBV í dalnum um helgina og segir lundann yfirleitt seljast upp á hátíðinni en hún segir krakkana vera spennta að smakka.

Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum
Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina.

Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina
Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík.

„Alltaf síðan ég fæddist“
Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir hefur aldrei misst af Þjóðhátíð á allri sinni lífstíð. Jafnvel þegar hátíðin féll niður tvö ár í röð vegna Covid var helgin haldin hátíðlega á Lóðahátíð sem fangaði andann.

Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“
Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram.

Hvetja fólk til að yfirgefa brekkuna á miðnætti
Baráttuhópurinn Öfgar sendi nú fyrr í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þær hvetja þjóðhátíðargesti að yfirgefa brekkuna þegar meintur gerandi stígur á svið. Gestir sýni þannig stuðning við þolendur í verki.

Spennt fyrir íslensku tónlistinni
Eva Doyle kom til Íslands í maí frá Írlandi þess að sinna sjálfboðastörfum en endaði á Þjóðhátíð þar sem hún er spennt að kynnast íslenskri tónlist betur.

„Við munum gefa allt okkar í þetta“
Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum.

Þjóðhátíð farin af stað í blíðskaparveðri: „Svæðið sjaldan verið jafn stappað og í gær“
Húkkaraballið, sem er óformlegt upphaf Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum, fór nokkuð vel fram í gærkvöldi og áætlað er að aldrei hafi fleiri sótt ballið. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri ætla ekki að láta möguleikann á vondu veðri skemma verslunarmannahelgina fyrir sér.

Handtekinn á húkkaraballi fyrir að ráðast á lögguna
Einn var handtekinn á hinu árlega húkkaraballi í Vestmannaeyjum í gær. Lögregla hafði ætlað að hafa af honum afskipti en hann veittist að lögreglumönnunum og var handtekinn og vistaður í fangageymslu í kjölfarið.

Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð
Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar.

Íslendingarnir leiti ekki aðeins á útihátíðirnar þessa helgina
Ísland er víða uppbókað um þessar mundir að sögn formann samtaka ferðaþjónustunnar. Íslenskir ferðamenn verða á ferðinni líkt og þeir erlendu um verslunarmannahelgina. Mikil eftirspurn er eftir útivistavörum en að sögn deildarstjóra hjá Fjallakofanum leitar fólk ekki aðeins á útihátíðirnar.

„Fólkið sér að okkur finnst þetta jafn gaman og þeim“
FM95Blö verður meðal atriða á Þjóðhátíð í ár en strákarnir hafa verið reglulegir flytjendur á hátíðinni undanfarin ár. Blaðamaður heyrði í Auðunni Blöndal og fékk að taka púlsinn á honum rétt fyrir stóru stundina.

Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu
Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina.

Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði
Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö.

„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“
Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram.

„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“
Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu.

Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019
Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel.

Hjálpa þér að finna ástina á Þjóðhátíð með einum takka
Stefnumótaforritið Smitten ætlar að gleðja gesti Þjóðhátíðar með sérstökum Þjóðhátíðar fítus sem auðveldar einhleypum gestum hátíðarinnar að ná saman í dalnum. Hann verður aðgengilegur notendum forritsins sem eru staddir í Vestmannaeyjum frá fimmtudegi til mánudags.

„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“
Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu.

Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina
Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins.

Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“
Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi.

Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram
Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu.

Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins.

„Það er nú ekki flóknara en það“
Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða.

Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn kveður
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn sem hefur verið áberandi í Vestmannaeyjum í kringum Verslunarmannahelgina ætlar að hætta störfum, að minnsta kosti í núverandi mynd.

Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar
Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina.

Skjaldbökudans, panflauta og nokkur þúsund Maríubænir
Hljómsveitin XXX ROTTWEILER á fjöldann allan af lögum að baki sér og hefur komið fram víðs vegar um landið í gegnum árin. Sem dæmi er 21 ár síðan Rottweiler steig fyrst á svið í Herjólfsdalnum og er meðal atriða sem koma fram í ár. Blaðamaður tók púlsinn á Erpi Eyvindarsyni, jafnan þekktur sem Blaz Roca, meðlimi sveitarinnar.

„Íslenska sumarið á sér auðvitað engan líkan og það kristallast í þessari helgi einu sinni á ári“
Tónlistarkonan Klara Eliaskemur fram í dalnum í ár en hún ætlar að hafa atriði sitt í anda sannrar kvöldvöku, með kassagítarinn með sér og söguleg Nylon lög á kantinum.

„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“
Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30.