
Lögreglan

Arinbjörn segist aldrei hafa séð annað eins innan lögreglunnar
Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að framkoma Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, sé honum langt í frá til framdráttar. Þar komi fram óbeinar hótanir í garð starfsmanna lögregluembættanna sem eigi ekki að viðgangast.

Ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra funda í næstu viku
Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir fundi með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra og mun fundurinn fara fram í næstu viku að sögn ráðherra. Þar verða málefni embættisins til umræðu.

Þingmaður segir viðbrögð ríkislögreglustjóra óásættanleg
Björn Leví segir Haraldar Johannessen vilja skjóta sendiboðann.

Heimsókn Pence kostaði lögregluna tvær milljónir á klukkustund
Heildarkostnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna sjö klukkustunda heimsóknar Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna nam 14,1 milljón króna.

Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar
Ríkislögreglustjóri segir að ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar.

Fleiri lögreglufélög fagna úttekt á ríkislögreglustjóra
Lögreglufélag Suðurnesja lýsir yfir stuðningi við ákall Landssambands lögreglumanna um úttekt á embætti ríkislögreglustjóra.

Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka.

Úttekt gerð á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni
Ríkisendurskoðun hefur fallist á beiðni um stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra í heild sinni.

Ríkislögreglustjóra skylt að innheimta 200 milljónir umfram rekstrarkostnað
Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð.

Ólöf og Heiða komnar í hár saman
Ritstjóri Fréttablaðsins hæðist að frómum áformum um vændislausa skemmtistaði.

Lögregluþjónar fyrir norðan styðja úttekt hjá ríkislögreglustjóra
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar (LFE) og Lögreglufélags Þingeyinga (LÞ) lýsa yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna (LL) varðandi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra.

Greiddu 82 milljónir fyrir fjóra lögreglubíla á þremur árum
Lögreglan á Norðurlandi vestra telur sig hafa verið ofrukkaða um hátt í tvö hundruð prósent af bílamiðstöð ríkislögreglustjóra vegna leigu á lögreglubifreiðum.

Leyniskytta miðaði byssu á tökumann RÚV
Vilhjálmur Þór segist hafa orðið hræddur þegar hann varð var við rauðan byssugeislann á sér.

Blöskraði ummælin og er hættur í lögreglufélaginu eftir fjóra áratugi
Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að segja sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur eftir að hafa verið í því í fjörutíu og eitt ár.

Sérsveitarmönnum bannað að beita bílum í aðgerðum
Sérsveitarmenn mega ekki nota lögreglubíla til að stöðva ökutæki samkvæmt ákvörðun sem Haraldur Jóhannessen, ríkislögreglustjóri tók fyrr á þessu ári.

Búkmyndavélar lögreglu séu til bóta við rannsókn mála
Réttarmeinafræðingur á Landspítalanum segir búkmyndavélar geta flýtt og auðveldað við rannsóknir á sakamálum. Lögreglan festi nýlega kaup á fjörutíu slíkum vélum.

Vilja að Haraldur Johannessen víki á meðan úttekt fer fram
Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur vill að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir heildarúttekt á embættinu.

Ríkislögreglustjóri furðar sig á yfirlýsingu lögregluþjóna
Embætti ríkislögreglustjóra furðar sig á yfirlýsingu frá Landssambandi lögreglumanna, þar sem fram kom að um langt skeið hafi ríkt mikil óánægja meðal lögregluþjóna með störf yfirstjórnar ríkislögreglustjóra.

Lögregluþjónar fagna úttekt hjá ríkislögreglustjóra
Stjórn Landssambands lögreglumanna telur ákvörðun dómsmálaráðuneytis um að fara fram á alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti ríkislögreglustjóra löngu tímabæra.

Stjórnsýslan hjá Haraldi skoðuð
Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verður lögð niður um áramót.

Lögreglan prófar myndavélabúnað í bílana
Embætti ríkislögreglustjóra prófar nú í tilraunaskyni búnað til þess að geta lesið bílnúmer og flett þeim upp í tölvukerfi lögreglunnar.

Lögreglan hefur tekið í notkun tugi búkmyndavéla: „Lögreglumenn geta ekki eytt upptökum“
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fest kaup á fjörutíu nýjum búkmyndavélum sem teknar voru í notkun í fyrsta sinn um helgina. Yfirlögregluþjónn segir tilganginn vera að afla betri sönnunargagna. Þá sýni myndbandsupptakan hlið lögreglumannsins og taki af allan vafa um það sem gerist á vettvangi.

Handtakan á Hinsegin dögum til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu
Atvik sem átti sér stað í miðborg Reykjavíkur á hinsegin dögum síðustu helgi þegar ung kona var handtekin er til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.

Lögreglan látin svara fyrir handtöku Elínborgar
Oddviti Pírata hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur á næsta fund ráðsins.

Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni
Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar.

Mótmæla harðlega að þeir sem eru með athyglisbrest séu útilokaðir frá lögreglunni
Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.

Slökkviliðsmenn gengu af göflunum
Sex slökkviliðsmenn sem gengið hafa þvert yfir hálendið frá Akureyri til Selfoss komu að Björgunarmiðstöðinni á Selfossi klukkan 11. Með hlaupinu lögðu þeir Hollvinasamtökum Sjúkrahússins á Akureyri lið og söfnuðu fyrir hitakassa á barnadeild sjúkrahússins

Ökumaður sýndi af sér stórkostlegt gáleysi á Sogavegi
Á þessum stað er hámarkshraði í götunni 30 km/klst., miðlína er hálf brotin sem gefur til kynna að framúrakstur sé hættulegur, gatan þröng og blint er við gatnamótin.

Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu
Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu.

Elsta málið er átta ára gamalt
Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta.