Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Einn var fluttur á sjúkrahús þegar eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Funahöfða í dag. Íbúi segir að tugir hafi búið í húsinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við íbúa og slökkvilið í beinni útsendingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að lýsa yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni. Þess var krafist að íslensk stjórnvöld fordæmdu ekki aðeins aðgerðir Hamas, heldur líka árásir Ísraels á Gasa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Nýr fjármálaráðherra segir forgangsmál að klára söluna á Íslandsbanka og ná verðbólgu niður. Þetta er fjórða ráðuneytið sem Þórdís Kolbrún stýrir á þem sjö árum sem hún hefur verið ráðherra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Stjórnarandstaðan telur að afsögn fjármálaráðherra hljóti að þýða að hann hætti í ríkisstjórn, ella sé um að ræða sýndarmennsku. Þá hafi forsætisráðherra brugðist í Íslandsbankamálinu. Við höldum áfram umfjöllun um afsögn fjármáláráðherra og förum yfir það sem nú er hvíslað inni á Alþingi um næstu skref. Kvöldfréttir Stöðvar 2 á sínum stað klukkan 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í dag. Ákvörðunina tók hann í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis um að hann hafi verið vanhæfur þegar hann samþykkti söluna á Íslandsbanka þar sem faðir hans var á meðal kaupenda í útboðinu. Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa styrkum fótum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Yfir tólf hundruð eru látin í blóðugum átökum Ísraelsmanna og Hamas. Umsátursástand ríkir á Gasaströndinni þar sem hafa lokað fyrir vatn og rafmagn til íbúa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fólk sem dvaldi á vöggustofum í Reykjavík sem börn er líklegra til að lifa skemur en jafnaldrar þess. Einn þeirra sem þrýsti á að vöggustofurnar yrðu rannsakaðar fagnar nýrri og svartri skýrslu rannsóknarnefndar. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum fjöllum við um verðbólguna. Seðlabankastjóri segir þörf á því að hafa stýrivexti áfram háa til að hafa hemil á hagkerfinu. Mikilvægt sé fyrir lántakendur sem sjá fram á hærri afborganir að fara yfir sína stöðu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Torfajökull er einn þriggja jökla á landinu sem mun að öllum líkindum hverfa á næstu tveimur áratugum. Jöklafræðingur segir ekkert geta bjargað jöklinum úr þessu. Ljósmyndarinn RAX flaug nýverið yfir jökulinn og sýnir myndefnið vel stöðuna í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og flest andlátin má rekja til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn segist merkja aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Sakborningar lýsa ringulreið á Bankastræti Club þegar hópurinn ruddist inn á staðinn og réðist þar á þrjá menn. Fjölmiðlabanni var aflétt eftir að skýrslutökum lauk síðdegis í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir það sem fram hefur komið við aðalmeðferðina í Gullhömrum auk þess sem rætt verður við verjanda í málinu í beinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Stefnt er að opnun á föstudag.

Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið
Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út.

Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis
Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Fagstéttir lýsa yfir þungum áhyggjum vegna ólögmætrar notkunar efna við fegrunaraðgerðir. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Félags íslenskra lýtalækna sem segir að innleiða þurfi strangari löggjöf, líkt og þá sem gildir í Svíþjóð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Verjendur og sakborningar fylltu veislusalinn í Gullhömrum í Grafarvogi í dag þegar átta gáfu skýrslu við aðalmeðferð á Bankastræti-Club málinu. Alls eru tuttugu og fimm ákærðir í málinu og í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við verjanda, saksóknara og dómstjóra um þetta umfangsmikla sakamál.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum ræðum við við Ingunni Björnsdóttur sem var stungin sextán sinnum af nemanda sínum í ofsafenginni hnífaárás í Noregi fyrir mánuði síðan. Hún segir skjót viðbrögð hafa bjargað lífi sínu og ber engan kala til árásarmannsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Við fylgjum eftir fréttum okkar um rafbyssur í kvöldfréttum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Húsnæðismálin eru ein stærsta áskorun sveitarfélaga hér á landi að sögn formanns þeirra. Hún kallar eftir auknum framlögum frá ríkinu. Fjármálaráðherra segir stjórnvöld hafa staðið við skuldbindingar sínar við sveitarfélögin. Hann hefur hins vegar áhyggjur af fækkun nýbygginga. Þá lýsir ungt fólk yfir miklum áhyggjum á stöðu húsnæðismála.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Á fjórða tug húsa á Seyðisfirði hafa verið rýmd vegna úrkomuspár og hættustig almannavarna hefur tekið gildi. Við verðum í beinni frá björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við fulltrúa almannavarna.