Íþróttamaður ársins

Þórir þjálfari ársins annað árið í röð
Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2022 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Haraldur Ingólfsson fyrsti Íþróttaeldhugi ársins
Haraldur Ingólfsson var í kvöld útnefndur Íþróttaeldhugi ársins, fyrstur allra. frá þessu var greint á kjöri íþróttamanns ársins. Haraldur starfar fyrir allar deildir Íþróttafélagsins Þórs og sinnir mjög stóru hlutverki hjá kvennaliði Þór/KA.

Guðrún Arnardóttir tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ
Frjálsíþróttakonan Guðrún Arnardóttir var í kvöld tekin inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Guðrún er 24. manneskjan sem tekin er inn í höllina.

Í beinni: Íþróttamaður ársins 2022
Nú í kvöld verður íþróttamaður ársins valinn í 67. skipti, en það eru Samtök íþróttafréttmanna sem standa fyrir kjörinu.

Íþróttaeldhugi ársins verðlaunaður í fyrsta sinn
Samhliða kjöri á Íþróttamanni ársins þann 29. desember næstkomandi mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, standa fyrir þeirri nýbreytni að útnefna Íþróttaeldhuga ársins úr röðum sjálfboðaliða í íþróttahreyfingunni.

Ellefu á topp tíu listanum í kjöri íþróttamanns ársins í ár
Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en aðeins í áttunda skiptið í 67 ára sögu kjörsins voru íþróttamenn jafnir í 10. til 11. sæti. Það eru því ellefu sem eru tilnefnd í ár.

Fimleikakona aldrei verið ofar í kjörinu en Kolbrún Þöll
Aldrei hefur fimleikakona, eða fimleikamaður, verið ofar í kjörinu á Íþróttamanni ársins en Kolbrún Þöll Þorradóttir.

Tíundi handboltamaðurinn sem hlýtur nafnbótina
Handboltafólk hefur oftast hlotið titilinn íþróttamaður ársins af því íslenska íþróttafólki sem þannig hefur verið heiðrað í 66 ára sögu kjörs Samtaka íþróttafréttamanna.

„Þetta er ólýsanlegt“
Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg í Þýskalandi og íslenskur landsliðsmaður í handbolta, var kjörinn Íþróttamaður ársins árið 2021 af Samtökum íþróttafréttamanna.

Ómar Ingi íþróttamaður ársins
Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann varð efstur í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en litlu munaði á tveimur efstu íþróttamönnunum í ár.

Evrópumeistararnir lið ársins
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er lið ársins á Íslandi eftir að hafa orðið Evrópumeistari í Portúgal í byrjun þessa mánaðar.

Þórir þjálfari ársins í fyrsta sinn
Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handbolta kvenna, er þjálfari ársins 2021 á Íslandi. Frá þessu var greint á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Einar Vilhjálmsson vígður inn í Heiðurshöll ÍSÍ
Fyrrum spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson var rétt í þessu vígður inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Einar er fæddur árið 1960 en hann gerði garðinn frægan á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Íþróttamaður, lið og þjálfari ársins útnefnd í kvöld
Það skýrist í kvöld hvaða íþróttamaður hlýtur nafnbótina íþróttamaður ársins þegar kjörinu verður lýst í 66. sinn.

Topp tíu fyrir Íþróttamann ársins 2021: Konum fjölgar og Kári og Kristín setja met
Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Sara Björk skrifaði söguna með þrenns konar hætti í gær
Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir setti þrjú ný met og jafnaði tvö til viðbótar þegar hún var kjörin Íþróttamaður ársins í gærkvöldi.

Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins
Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins.

Sara Björk: Þetta er kvennaárið
„Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld.

Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga
Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld.

Elísabet þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld.

Tómas um Þóri: „Það var enginn að horfa fram hjá honum“
Tómas Þór Þórðarson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, segir að ekki sé útilokað að kjörið um íþróttamann, þjálfara og lið ársins taki breytingum á næstu árum.

Ná íslensku konurnar þrennunni í fyrsta sinn í kjöri Íþróttamanns ársins?
Í kvöld verður Íþróttamaður ársins útnefndur í 65. sinn en eins og vanalega þá eru það Samtök Íþróttafréttamanna á Íslandi sem velja. Nýr kafli í sögu kjörsins gæti verið skrifaður í kvöld.

Íþróttamaður ársins 2020: Svona lítur topp tíu listinn út í ár
Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólks ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna.

Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins
Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur.

Formaður fagnar öðrum þræði því að hestamenn séu fúlir
Tómas Þór Þórðarson segir það af og frá að íþróttafréttamenn hati hesta og knapa.

Júlían nýr íþróttamaður ársins: Veit ekki hvort ég sjái bleika fíla
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni, var kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttaritara um helgina.

Þriðji kraftlyftingamaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins
Júlían J. K. Jóhannsson er íþróttamaður ársins 2019.

Þessi fengu atkvæði í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019
Alls fengu 24 íþróttamenn stig í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019.

„Það að vera ástfanginn af því að æfa kom mér hingað“
Júlían J. K. Jóhannsson var í kvöld valinn Íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna.