
Samkomubann á Íslandi

Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða
Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir.

Gefa út leiðbeiningar fyrir öðruvísi öskudag
Almannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir öskudaginn sem er næstkomandi miðvikudag. Öskudagur verður að öllum líkindum töluvert ólíkur því sem verið hefur undanfarin ár þar sem ekki er mælt með því vegna kórónuveirufaraldursins að börn fari syngjandi á milli verslana og fái nammi að launum.

Þriðji staðurinn á von á sekt eftir brot um helgina
Aðstandendur eins veitingastaðar í Reykjavík mega eiga von á kæru, þar sem staðnum hafði ekki verið lokað þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöldi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“
„Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur.

Á von á að málum staðanna í miðbænum ljúki með sekt
Víða var fullbókað á veitingastöðum í miðborginni í gær, fyrstu helgina sem krár og skemmtistaðir fengu að taka úr lás eftir rúmlega fjögurra mánaða lokun. Tveir veitingastaðir eiga von á sekt vegna brota á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.

Ráðherra segir tilefni til að skoða tilslakanir
Heilbrigðisráðherra telur tilefni til að skoða hvort hægt sé að létta á samkomutakmörkunum á næstunni.

Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur.

Kæmi ekki á óvart þótt fastagestir fagni með því að taka lagið
Kráareigendur mega nú opna staði sína á ný eftir marga mánaða lokun. Einum af eigendum Götubarsins á Akureyri kæmi hreint ekki á óvart þótt einhver fastagestanna fagnaði opnun staðarins með því að spreyta sig á vel sótthreinsuðum flygli.

„Enginn samningur, engar dagsetningar og engar flugvélar“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert í hendi varðandi samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um að gera hér rannsókn á bólusetningu íslensku þjóðarinnar með bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19.

Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmtistöðum og spilakassasölum verður heimilt að opna á ný að uppfylltum skilyrðum.

Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22
Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann.

Svandís ræddi tillögur Þórólfs
Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá.

Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi.

Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar
Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum.

Dæmi um að veist sé að starfsfólki verslana með ofbeldi vegna grímunotkunar
Dæmi eru um að viðskiptavinir sem ekki hafa verið með grímu í verslunum hafi veist að starfsfólki með ofbeldi þegar þeim hafi verið bent á að setja upp grímuna, en eins og allir ættu að vita er skylda að vera með andlitsgrímu inni í búðum.

„Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu.

Kráareigendur kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin
Kráareigendur í miðbæ Reykjavíkur segja að það hafi komið berlega í ljós síðustu mánuði hversu fáránlegt sé að leyfa einni tegund veitingastaða að hafa opið og öðrum ekki. Verið er að kanna hvort jafnræðisregla hafi verið brotin með sóttvarnarreglum.

Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni.

Víðir með skilaboð til sundlaugagesta: „Algjör óþarfi að vera með ókurteisi og leiðindi við starfsfólk“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, beindi því til gesta í sundlaugum landsins á upplýsingafundi dagsins að fylgja þeim tilmælum og leiðbeiningum sem starfsfólk sundlauganna setur. Algjör óþarfi væri að sýna starfsfólkinu ókurteisi.

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum
Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar.

Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk
Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu.

„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis.

Starfsþróun á tímum samkomutakmarkanna
Það er fátt eðlilegt við það ástand sem verið hefur á vinnumarkaði síðastliðna tíu mánuði. Heilu vinnustaðirnir hafa verið lokaðir svo vikum og mánuðum skiptir vegna samkomutakmarkana og samskipti, bæði vinnutengd og önnur, fara fram með aðstoð stafrænna miðla.

Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar
Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum.

Fjöldi manns kærður fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansleiks í miðbænum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi tilkynning um dansleik í húsnæði við hlið veitingastaðar í miðbæ Reykjavíkur.

Enn fækkar stöðum hjá Gló og Joe & the Juice
Þremur veitingastöðum Gló hefur verið lokað á síðustu tíu mánuðum og eftir stendur einungis einn staður í Fákafeni. Fjármálastjóri segir að heimsfaraldurinn hafi reynst veitingabransanum erfiður og að stjórnendur reyni nú að koma jafnvægi á reksturinn. Þá hefur Joe & the Juice, sem er að hluta til í eigu sömu aðila, lokað flestum stöðum sínum tímabundið og tveimur varanlega.

Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19
Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni.

„Ekkert endilega viss um að við eigum að flýta okkur mjög hratt núna í því að slaka mikið á“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að vera áfram duglegt að mæta í sýnatöku við minnstu einkenni en undanfarið hafi færri mætt í sýnatökur. Þá minnir Þórólfur á að núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar.

Hamborgarinn „innan þeirra marka sem við erum sjálf að predika“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að málsverður hans á Hamborgarafabrikkunni hafi verið innan þeirra marka sem sóttvarnayfirvöld hafa boðað. Kráareigandi lýsti yfir óánægju með uppátækið og sóttvarnareglur í gær.