Vistvænir bílar

Myndir af nýjum Mini leka á netið
Myndum af næstu kynslóð hins goðsagnakennda Mini hlaðbaks hefur verið lekið á netið. Þær birtust upprunalega í kínverskum fjölmiðlum en eru nú komnar í talsverða dreifingu á samfélagsmiðlum.

Audi hefur staðfest að arftaki R8 verði hreinn rafbíll
Audi hefur staðdest að arftaki R8 ofurbílsins verði hreinn rafbíll. Yfirmaður vörumarkaðssetningar hjá Audi Sport, Linda Kurz, sagði í samtali við Roadshow að nýi R bíllinn myndi ekki notast við brunahreyfil.

Bjarni boðar nýtt álagningakerfi á græn ökutæki
Fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að innleiða nýtt álagningarkerfi fyrir bifreiðar sem ekki væru drifnar áfram af jarðefnaeldsneyti. Fyrstu skrefin verði vonandi stigin á næsta eða þarnæsta ári. Ríkissjóður geti ekki verið án tekna af umferðinni til að standa undir viðhaldi og uppbyggingu innviða hennar.

Kia EV6 valinn jepplingur ársins hjá Top Gear
Kia EV6 rafbíllinn hefur verið valinn jepplingur ársins hjá bílatímaritinu heimsfræga Top Gear. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann kom á markað fyrir stuttu og er þetta enn ein viðurkenningin sem bíllinn fær.

Polestar birtir kitlumynd af Polestar 3
Polestar 3 er rafmagnsjeppi sem frumsýndur verður árið 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi framleiðandans og fyrsti bíll þess sem verður framleiddur í Bandaríkjunum í Charlestone, Suður-Karólínu.

Hyundai með flestar nýskráningar í nóvember
Flest nýskráð ökutæki í nóvember voru af Hyundai gerð. Nýskráð voru 194 ökutæki af Hyundai gerð í nóvember. Það er annar mánuðurinn í röð sem Hyundai er á toppnum. Næst á eftir Hyundai kemur Kia með 95 nýskráningar og svo Toyota í þriðja sæti með 91 nýskráningu. Þetta kemur fram í tölum á veg Samgöngustofu.

Rafbíllinn MG ZS EV Luxury með 440 km drægni
BL við Sævarhöfða kynnir á morgun laugardag, 4. desember milli kl. 12 og 16, uppfærðan og útlitsbreyttan MG ZS EV Luxury með 72 kWh rafhlöðu með uppgefinni 440 km drægni samkvæmt WLTP mælingum í blönduðum akstri. MG ZS EV er fimm manna fólksbíll sem hjá BL kostar 5.490 þúsundir króna.

Hennessey ætlar að setja sex hjóla rafbíl á markað árið 2026
Hennessey ætlar að halda áfram að eltast við hraða met líkt og með Venom F5 bíl sínum. Fyrsti rafbíll framleiðandans verður sex hjóla rafbíll sem mun skarta 2400 hestöflum og um 390 milljón króna verðmiða.

Nýr Kia Niro kemur haustið 2022
Fyrstu myndir af nýrri kynslóð Kia Niro hafa litið dagsins ljós. Hann verður frumsýndur á bílasýningunni í Seoul sem er að hefjast.

Héraðsdómur segir málsmeðferð kærunefndarinnar „verulegum annmörkum háð“
Málsmeðferð kærunefndar útboðsmála, þegar hún tók fyrir mál Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg, var „verulegum annmörkum háð“. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem ógilti úrskurð nefndarinnar.

Myndband: Model Y spyrnir við Mustang Mach-E GT
Báðir bílar fara úr kyrrstöðu í 100 km/klst á um 3,5 sekúndum. Spyrnan ætti því að vera afar spennandi. Myndband má finna í fréttinni.

Myndband: Nýr Polestar 5 væntanlegur árið 2024
Þróun Polestar 5 heldur áfram. Polestar ætlar að halda sig að mestu leyti við hönnunina sem birtist á hugmyndabílnum, the Precept. Myndband af hönnun bílsins má sjá í fréttinni. Bíllinn er væntanlegur á markað árið 2024.

Munu opna 156 götuhleðslur á ný eftir ógildingu úrskurðar
Orka náttúrunnar mun síðar í vikunni opna 156 götuhleðslur á ný eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útboðsmála fyrr í dag.

Scania vinnur verðlaun fyrir sjálfbærni flutningabíla
Scania hefur unnið fjölda verðlauna fyrir sjálfbærni flutningabíla sinna á undanförnum misserum. Nú hefur Scania 25 P BEV flutningabíllinn tryggt bílaframleiðandanum enn ein verðlaunin með því að vinna sjálfbærniverðlaunin á Sty 2022 verðlaunahátíðinni á Ítalíu.

Hundruð Teslu-eigenda sátu fastir vegna bilunar í smáforriti
Bilun í smáforriti rafbílaframleiðandans Teslu varð til þess að hundruð Teslu-eigenda gátu ekki startað bílum sínum í gær.

Askja frumsýnir Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ
Bílaumboðið Askja stendur fyrir sérstakri þriggja daga frumsýningu. Frumsýningin byrjaði með miðnæturopnun í gærkvöldi. Kynntir verða tveir spennandi 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ.

Polestar kemur til Íslands
Bílaumboðið Brimborg er orðinn opinber umboðsaðili fyrir Polestar rafbíla á Íslandi. Polestar sýningarsalurinn mun opna 25. nóvember í Reykjavík.

Solterra frumraun Subaru í rafbílaframleiðslu
Subaru kynnti í vikunni rafjepplinginn Solterra, bíllinn er ávöxtur samstarfs Subaru og Toyota. Rétt eins og þegar Subaru og og Toyota framleiddu eins bíla í BRZ og GT86 þá eru þessir bílar, Solterra og Toyota bZ4X nánast alveg eins.

Kia EV9 rafbíll væntanlegur
Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6.

Bílaframleiðendur stefna á að taka bensínbílinn úr umferð en stórveldi sitja hjá
Sex stórir bílaframleiðendur og þrjátíu ríki skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að hætta sölu á nýjum bensín- og dísilbílum fyrir árið 2040. Sum stærstu fyrirtækjanna og ríkisstjórnir Bandaríkjanna, Kína og Japan vildu ekki taka þátt.

Myndband: Goodyear þróar loftlaus dekk fyrir rafbíla
Goodyear hefur verið að þróa loftlaus dekk fyrir rafbíla. Markmiðið er að koma á markað loftlausum dekkjum úr 100% vistvænum efnum. Dekkjunum er ætlað að vera viðhaldslausum og koma á markað fyrir árið 2030.

Tesla bílar í nýjum litum sjáanlegir á myndbandi
Þónokkrar Tesla bifreiðar sem virðast vera Model 3 bílar bíða afhendingar við Gígaverksmiðju Tesla í Sjanghæ, Kína. Það sem vekur athygli er að bílarnir eru ekki í þeim litum sem Tesla bíður alla jafna upp á. Bleikur, grænn og sægrænn eru meðal þeirra lita sem sjást á myndbandinu.

BL frumsýnir MG Marvel R Electric
MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafjeppling MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða í dag laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16. MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni.

Bílabúð Benna setur upp öflugastu bílahleðslustöð landsins
Bílabúð Benna hefur sett upp öflugustu bílahleðslustöð landsins við gatnamót suðurlandsvegar og vesturlandsvegar að Krókhálsi 9. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, vígði hleðslustöðina á föstudag.

Ford Mustang Mach-E fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP
Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Ford, Ford Mustang Mach-E fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í óháðu árekstrarprófunum, Euro NCAP og hann fékk hæstu einkunn í umhverfisprófunum, Green NCAP.

Kia EV6 Bíll ársins í Þýskalandi
Hinn nýi rafbíll Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins 2022 í Premium flokki í Þýskalandi. Verðlaunin þykja ein þau eftirsóknarverðustu í bílaheiminum. Kia EV6 hafði betur í baráttu við Volkswagen ID4, Audi Q4 e-tron, Skoda Enyaq og Hyundai Ioniq 5 í Úrvalsflokknum.

Telja blekkjandi að tala um tengitvinnbíla sem „nýorkubíla“
Íslensk stjórnvöld ættu að hætta að nota hugtakið nýorkubíla þar sem undir það falla bílar sem brenna bensíni- og olíu. Náttúruverndarsamtök Íslands telja hugtakið blekkjandi og að það hjálpi ekki til við orkuskipti.

Rafjepplingurinn BMW iX frumsýndur
BMW á Íslandi frumsýnir á morgun laugardag, milli kl. 12 og 16, nýtt flaggskip rafbíla þýska framleiðandans BMW Group þegar hulunni verður svipt af hinum fjórhjóladrifna og rúmgóða BMW iX, sem óhætt er að fullyrða að setji ný viðmið í flokki rafknúinna í jepplingaflokki (SUV).

Ofurhleðslustöðvar Tesla ná allan hringinn
Tesla hefur nú tryggt að hringvegurinn er fær þeim sem vilja notast við ofurhleðslustöðvar Tesla. Tesla opnaði nýlega stöðvar á Höfn og á Akureyri sem þýðir að Hringvegurinn er orðinn greiðfær, aldrei meira en 300 km. á milli ofurhleðslustöðva.

Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla
Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu.