

Eitt af því sem blasir við íslensku atvinnulífi eru kynslóðaskipti á vinnustöðum þar sem fyrirséð er að ákveðið hlutfall starfsfólks mun láta af störfum sökum aldurs. Jafnvel eftir áratugi hjá sama vinnuveitanda.
Það er svo auðvelt að geta bent öðrum á að líta á mistök sem eitthvað til að læra af. Og enn auðveldara að segjast sjálf hafa lært af einhverjum mistökum þegar við lítum í baksýnisspegilinn.
„Í fyrirtækjum þar sem starfsfólkið er af jafn mörgum mismunandi þjóðernum og hjá okkur skiptir máli að hafa góða yfirsýn yfir þekkinguna og mannauðinn innan okkar veggja. Það er áskorun en á sama tíma gríðarlega spennandi verkefni,“ segir Guðfinna Ingjaldsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og sjálbærni hjá Dögum, en þar er starfsfólk 800 talsins frá 41 landi.
„Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.
„Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því að starfslýsing er ekki nóg. Starfslýsing er upphafspunktur en ekki endapunktur,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri Stjórnendaráðgjafar Gallup.
„Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths.
„Ein sem ég þekki ákvað til dæmis eitt sinn að taka svolítið karlana á þetta, bjóða þeim í einn og einn golfhring. Og hvað gerðist? Jú, strax eftir fyrsta höggið var viðmótið öðruvísi og hún sá hvernig svipurinn á andlitinu á þeim breyttist í: Mikið er hún góð þessi!“segir Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og hlær.
„Nei ég myndi ekki segja að það væri flatur strúktúr hjá okkur, því hér erum við öll með mjög skýr hlutverk og skýrar ábyrgðir,“ segir Anna Signý Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri þegar hún skýrir út að hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri þar sem hún starfar, er í raun ekki talað um að neinn sé yfirmaður né undirmaður.
„Jú við erum afar stolt af þessari viðurkenningu, sérstaklega að hafa náð því að teljast besti vinnustaðurinn fyrir konur að starfa á. Því umræða fjölmiðla er oft neikvæð í garð ræstingafyrirtækja og fólks sem starfar í geiranum. Þetta er samt heilmikið starf og kallar oft á mikla sérþekkingu,“ segir Dagbjört Una Helgadóttir, mannauðstjóri AÞ Þrifa, sem nýverið hlaut viðurkenninguna Besti vinnustaðurinn fyrir konur 2024.
„Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia.
„Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.
Það vill ekkert okkar vera sniðgengið.
„Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv.
„Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að auðmýkt sé einn af eftirsóttum eiginleikum leiðtoga.
„Við erum íslenskir kúrekar sem er alveg skiljanlegt að mörgu leyti. En getum lært margt af öðrum,“ segir Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Island.is. Þar á meðal agaðri vinnubrögð.
Kristín Gunnarsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa tekið við nýjum stöðum hjá Krambúð og Kjörbúðinni á verslunar- og mannauðssviði. Kristján Helgi hefur tekið við stöðu sölustjóra Krambúða og Kjörbúða og Kristín sem rekstrarstjóri Krambúða og Kjörbúða.
„Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Um 30% starfsfólks hefur nýtt sér þjónustuna og bókað viðtöl,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tixly um það hvernig starfsmenn fyrirtækisins hafa nýtt sér Velferðatorg Tixly á Köru Connect.
„Það hefur orðið gríðarlegur munur á viðhorfi vinnustaða til mikilvægi góðrar andlegrar heilsu starfsfólks frá því við fórum af stað,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect, en fyrirtækið var stofnað árið 2015.
Uppgangskynslóðin, eða „baby boomers“ kynslóðin drekkur oftast áfengi þegar fjórar kynslóðir eru bornar saman. Unga fólkið í Z-kynslóðinni staldrar stutt við á vinnustöðum.
„Það er talað um að einn alþjóðlegur sérfræðingur sem ráðinn er inn á íslenskan vinnustað, skapi fimm sérfræðinga,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins (SI) sem dæmi um hversu mikil verðmæti geta falist í því fyrir íslensk fyrirtæki að ráða erlenda sérfræðinga til starfa.
Það er eins og hljóð og mynd fari ekki saman þegar kemur að starfsframa og atvinnumöguleikum erlendra sérfræðinga á Íslandi.
Rannsóknir sýna að það hægir á hjá flestum vinnustöðum í desember. Væntanlega að undanskildum verslunum eða þjónustufyrirtækjum þar sem viðskiptavinum fjölgar í aðdraganda jóla.
Herdís Rós Kjartansdóttir er fyrsti mannauðsstjóri Colas Ísland og hefur gegnt því hlutverki frá árinu 2017. Þar áður hefur Herdís starfað sem mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar og aðstoðarleikskólastjóri. Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og MS gráðu í mannauðsstjórnun frá sama skóla.
„Við erum að tala um þvílíkar rokkstjörnur á sviðinu. Þannig var stemningin,“ segir segir Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Alvotech, í upphafi viðtals um Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið var í Reykjavík þessa vikuna.
„Að hlusta á svona umræður og að mæta á svona þing veitir mikinn innblástur,“ segir Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður samskipta hjá Landsvirkjun, en hún stýrði málstofu á Heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu í gær.
Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis.
Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík.
Þrátt fyrir orðatiltækið „við getum valið okkur vini en ekki vandamenn,“ er ekkert sambærilegt orðatiltæki til yfir leiðinlega samstarfsfélaga.
„Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: