
KR

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 99-88 | Sanngjarn Stjörnusigur í Garðabænum gegn lánlausum KR-ingum
Eftir þrjá tapleiki í röð í Subway-deild karla í körfubolta vann Stjarnan góðan 11 stiga sigur gegn botnliði KR í kvöld, 99-88.

Matthías Orri æfir með KR: Endurkoma í kortunum?
Matthías Orri Sigurðarson hefur verið að æfa með KR að undanförnu samkvæmt heimildum Vísis. Gæti farið svo að hann taki fram skóna til að hjálpa sínum fyrrum félögum í fallbaráttunni í Subway deild karla.

Beitir leggur hanskana á hilluna
Beitir Ólafsson, markvörður KR, er hættur í fótbolta. Hann er 36 ára.

Skorar á Brilla og Matta að taka fram skóna og bjarga KR
KR-ingar sitja á botni Subway deildar karla í körfubolta og meira að segja bjartsýnustu KR-ingar hljóta að vera farnir að hafa miklar áhyggjur af því að liðið falli úr deildinni í vor.

KR lætur enn einn útlendinginn fara
KR, sem situr í botnsæti Subway deildar karla í körfubolta, hefur ákveðið að láta Roberts Freimanis fara. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar
Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin.

Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“
„Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104.

Halda Brilladaginn hátíðlegan annað kvöld
KR-ingar hafa enn ekki unnið heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í vetur og reyna einu sinni enn á fimmtudagskvöldið í síðasta heimaleik sínum fyrir jól.

KR og Valur fengu sameiginlegan styrk
Knattspyrnusamband Evrópu hefur veitt styrki til verkefna sem tengjast málefnum flóttafólks og hælisleitenda.

Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR
KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf.

Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR
Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93.

KR-ingar gjörsamlega frusu á ögurstundu í æsilegum lokaþætti Kviss
Það er óhætt að segja að spennan hafi verið magnþrungin í myndveri Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut 10 á laugardagskvöld þegar úrslitaeinvígið í Kviss fór fram. Úrslitin réðust á síðustu spurningunni.

„Ætla ekki að koma með söluræðu“
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 107-78 | KR-ingar fengu skell í Njarðvík
Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga stórsigur á KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu leikinn alveg frá upphafi til enda.

Slæm staða KR og Þórs: Fjórtán síðustu lið hafa fallið eftir svona slaka byrjun
KR og Þór Þorlákshöfn hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2014 nema einn. Nú sitja þau hins vegar hlið við hlið í fallsæti og saga liða í þeirra stöðu er ekki falleg.

Segir að leikmenn KR þoli ekki Jordan Semple
Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að leikmönnum KR líki ekki vel við Jordan Semple.

Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“
KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta.

Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað
Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik.

Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli
ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik.

Ole Martin segir að hann muni þjálfa KR en að Rúnar ráði ef þeir eru ósammála
Rúnar Kristinsson virðist vera orðinn eins konar knattspyrnustjóri hjá karlaliði KR en þjálfun liðsins verði hér eftir í höndum Norðmannsins Ole Martin Nesselquist.

KR-ingar þurfi að láta Helga fara: „Þetta er bara komið gott“
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru eins og svo oft áður um víðan völl í Framlengingunni og ræddu þar meðal annars um slæma stöðu KR-inga í Subway-deildinni.

KR skiptir út manni fyrir botnslaginn mikilvæga
KR-ingar stefna á að tefla fram nýjum leikmanni á fimmtudaginn í leiknum mikilvæga gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Þeir sendu annan leikmann heim í staðinn.

Ingunn úr Vesturbænum í Laugardalinn
Ingunn Haraldsdóttir, fyrrverandi fyrirliði KR, er gengin í raðir Þróttar og mun leika með liðinu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Ingunn var samningslaus og því þarf Þróttur ekki að greiða fyrir miðvörðinn öfluga.

Spennan mikil og eitt lið komið í úrslit
Á laugardagskvöldið fór fram fyrri undanúrslitaviðureignin í Kviss þegar KA og KR mættust í hörkuviðureign.

KR-ingar ráða norskan aðstoðarþjálfara
Knattspyrnudeild KR hefur samið við Norðmanninn Ole Martin Nesselquist og mun hann gegna stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Körfuboltakvöld um andlausa frammistöðu KR: „Þetta er ekki boðlegt“
KR hefur byrjað tímabilið í Subway deild karla hræðilega og tapaði liðið enn einum leiknum á föstudagskvöld, að þessu sinni gegn Keflavík. Ekki nóg með að tapa leik eftir leik heldur virðist sem mörgum leikmönnum liðsins sé alveg sama. Körfuboltakvöld fór yfir síðasta leik KR og lét leikmenn liðsins einfaldlega heyra það.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 91-75 | Keflavík aftur á sigurbraut en staðan svört hjá KR-ingum
Keflavík sýndi fagmannlega og stöðuga frammistöðu þegar liðið sigldi í höfn sannfærandi 91-75 sigri í viðureign sinni við sært KR-lið í sjöundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Blue Car Rental-höllinni í Keflavík í kvöld.

Arnór Sveinn aftur heim
Íslandsmeistarar Breiðabliks halda áfram að þétta raðirnar og hafa fengið Arnór Svein Aðalsteinsson aftur heim frá KR.

Hefur miklar áhyggjur af KR-liðinu: „Vont að horfa á þetta“
KR vann sex Íslandsmeistaratitla í röð frá 2014 til 2019 en nú er liðið í bullandi fallhættu. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru ekkert öruggir með að þeir spili í deildinni næsta vetur án breytinga.

Björn fær nýra úr mömmu: „Vissi að þetta yrði endastöðin“
„Vegna þess hve léleg nýrun eru orðin þá má ég ekki við því aukaálagi sem fylgir því að æfa og spila körfubolta,“ segir KR-ingurinn Björn Kristjánsson sem neyðst hefur til að leggja körfuboltaskóna á hilluna.