Valur

Aron Bjarnason leikur með Val í sumar
Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar.

Heimir vonast eftir því að landa Aroni um helgina og segir ekkert kurr í leikmannahópnum
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals í Pepsi Max-deild karla, vonast eftir því að Aron Bjarnason gangi til liðs við félagið á láni um helgina en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolti.net í dag.

„Þetta gæti pirrað leikmenn“
Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum.

Lykilatriði að fá börnin á æfingar í maí: „Fundist þetta mjög erfitt“
Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari í yngri flokkum Vals, segir mikilvægt að fá börn í innanhússíþróttum aftur inn á æfingar í maí til að klára tímabilið almennilega og hindra brottfall í sumar.

Aron á leið á Hlíðarenda
Aron Bjarnason er sagður vera á heimleið þar sem hann mun leika með Val.

Veðmálafyrirtæki vildu kaupa nafnið á Valsvellinum
Þegar Valur var að leita að styrktaraðila til að kaupa nafnið á heimavelli félagsins bönkuðu tvö veðmálafyrirtæki upp á. Slíkum fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á íþróttaviðburðum á Íslandi.

Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið
Besta þjálfara Olís-deildar karla tímabilið 2019-20 að mati Seinni bylgjunnar dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn.

Mariam Eradze heim til Íslands og búin að semja við Val
Valskonur halda áfram að styrkja liðið sitt fyrir næsta tímabil í Olís deild kvenna á næstu leiktíð.

„Var að gæla við það að snillingarnir í EHF myndu finna einhverja lausn á þessu“
Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari deildarmeistara Vals í Olís-deild karla sér jafn mikið á eftir EHF-keppninni eins og úrslitakeppninni hér heima en það varð ljóst í dag að Valur myndi ekki spila meir í EHF-bikarnum þetta árið.

Valsmenn fá ekki tækifæri á að vinna Áskorendabikarinn
Ákveðið hefur verið að hætta keppni í Áskorendabikar Evrópu og EHF-bikarnum í handbolta. Meistaradeild Evrópu, bæði karla og kvenna, verður hins vegar kláruð.

Valur og Víkingur fá greitt fyrr en áætlað var
Knattspyrnufélögin Valur og Víkingur fá greiðslur frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrr heldur en áætlað var.

Evrópuævintýri íslenskra liða síðustu ára | Fyrri hluti
Enn hefur ekkert lið úr Pepsi Max deild karla úr knattspyrnu komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar. Sum hafa þó verið hársbreidd frá því.

Pepsi Max-deild karla átti að hefjast með stórleik á Hlíðarenda í kvöld
Valur og KR hefðu átt að mætast í fyrsta leik Pepsi Max-deildar karla tímabilið 2020 á Hlíðarenda í kvöld.

Íris Björk tekur sér hlé frá handbolta en Valur fær Sögu Sif
Margfaldi Íslandsmeistarinn og markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur ákveðið að taka sér frí frá handbolta og mun því ekki leika með Val í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Valur hefur klófest Sögu Sif Gísladóttur frá Haukum.

Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug
Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum.

Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Þórey Anna í Val
Valur er byrjaður að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna.

Bestu innkomur þjálfara í sögu efstu deildar
Vísir fer yfir bestu þjálfarainnkomur í sögu efstu deildar karla í fótbolta.

Valur með mestan hagnað á árinu 2019 en Eyjamenn töpuðu mest
Tekjur Valsmanna af knattspyrnudeild sinni minnkuðu um 68 milljónir á milli ára en þeir voru samt sú knattspyrnudeild, sem tekur þátt í Pepsi Max deild karla í sumar, sem var rekin með mestum hagnaði. Ársreikningar félaganna eru nú opinberar tölur.