

Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86.
Nágrannaliðin og erkifjendurnir í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, mættust í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í Blue-höllinni fyrr í kvöld þar sem Keflvíkingar höfðu að lokum betur eftir tvíframlengdan leik, 103-97.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var sáttari við að tapa fyrir Keflavík í kvöld en Grindavík í leiknum þar á undan því Keflavík væri með betra lið. Honum fannst ekki mikið til leiksins sjálfs koma.
Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62.
Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100.
Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val.
Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi.
Valur, topplið Subway-deildar karla í körfubolta, tapaði stórt fyrir Keflavík í einum af tveimur leikjum kvöldsins. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ekki á hliðarlínunni í kvöld og virtust leikmenn hans ekki vita í hvorn fótinn þeir ættu að stíga í.
Keflavík vann mjög öruggan 25 stiga sigur á Íslandsmeisturum Vals í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var mjög ánægður með sigurinn.
Keflavík hefur samið við tvo nýja erlenda leikmenn sem báðar fylgja nýjum þjálfara liðsins úr Eyjum.
Keflavík sýndi fagmannlega og stöðuga frammistöðu þegar liðið sigldi í höfn sannfærandi 91-75 sigri í viðureign sinni við sært KR-lið í sjöundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í Blue Car Rental-höllinni í Keflavík í kvöld.
Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum.
Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu.
Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen verður leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks á næsta tímabili í Bestu deildinni nema hann standist ekki læknisskoðun í Kópavoginum.
Greint er frá því í hlaðvarpinu Dr.Football að framherjinn Patrik Johannesen sé á leið til Breiðabliks frá Keflavík. Talið er að Íslandsmeistararnir kaupi Johannesen á ellefu milljónir frá Keflvíkingum.
Keflavík hefur farið frábærlega af stað í Subway-deild kvenna í körfuknattleik og er ósigrað eftir tíu umferðir. Velgengni Keflavíkur var rædd í síðasta þætti af Subway körfuboltakvöldi þar sem þeirri spurningu var velt upp hvort liðið væri hreinlega óstöðvandi.
Keflavík vann Hauka í Ólafssal 63-68. Þetta var sannkallaður toppslagur í Subway deild-kvenna. Keflavík spilaði frábærlega í öðrum leikhluta og þrátt fyrir að Haukar komu til baka hélt Keflavík sjó og kláraði leikinn.
Keflavík rúllaði yfir Breiðablik í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 82-47 Ekkert virðist fá Keflavík stöðvað sem hefur unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni. Í Grafarvogi vann Fjölnir nauman sigur á ÍR.
Í dag var dregið í átta liða úrslit VÍS-bikars kvenna og karla í körfubolta. Ljóst er að Keflvíkingar þurfa að bíða nokkuð eftir því að vita nákvæmlega hvaða liði þeir mæta í karlakeppninni.
Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var.
Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar.
Isabella Ósk Sigurðardóttir fór beint í eldlínuna í sínum fyrsta leik með Njarðvík í kvöld, þegar liðið mætti grönnum sínum í hörkuleik. Það var hart tekist á og margar villur dæmdar, þá sérstaklega á heimakonur.
Topplið Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfuknattleik vann í kvöld góðan sigur á nágrönnum sínum frá Njarðvík. Lokatölur 80-73 fyrir Keflavík sem heldur áfram góðu gengi sínu í deildinni.
Adam Ægir Pálsson er stoðsendingakóngur Bestu deildar karla samkvæmt því sem Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út þrátt fyrir að vafi leiki á sigurstoðsendingunni hans.
Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði.
Keflvíkingar unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Fram í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Guðmundur Magnússon gat tryggt sér markakóngstitilinn með marki fyrir Framara, en hann þarf að sætta sig við það að deila titlinum með Nökkva Þey Þórissyni.
Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, var hress eftir 4-0 sigur Keflvíkinga á Frömurum. Eftir leikinn var ljóst að hann var stoðsendingarhæstur á tímabilinu.
Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar.
Breiðablik vann í kvöld nokkuð öruggan 15 stiga sigur er liðið heimsótti Keflvíkinga í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 97-82, en fyrir leikinn var Keflvaík eitt af tveimur taplausum liðum deildarinnar.
Keflavík og Haukar, toppliðin í Subway deild kvenna í körfubolta unnu góða útisigra í kvöld. Haukar gerðu góða ferð í Kópavog og unnu Breiðablik 74-54. Keflavík fór í Grafarvog og lagði Fjölni 91-72.