Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

„Feginn að okkur dugir ekki jafn­tefli“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vona að þessi leikur verði epískur“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn

Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar fá sex­tíu milljónir fyrir sigurinn

Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.

Fótbolti