Víkingur Reykjavík

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn
Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna.

Dagskráin í dag: Tekst FH-ingum að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum?
Það verður boðið upp á fullt af fótbolta á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem íslenski boltinn verður í fyrirrúmi en einnig er spilað í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Hver á að skora mörkin fyrir Víkinga?“
Bikarmeistarar Víkings hafa átt í vandræðum með að skora mörk í upphafi móts og komust með naumindum áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Pepsi Max liðin í basli með Lengjudeildarliðin | Sjáðu öll mörkin úr Mjólkurbikarnum í gær
Breiðablik og Víkingur Reykjavík komust áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í gær.

Sögðust stefna að því að vera í toppbaráttu en hafa ekki enn unnið leik
Arnar Gunnlaugsson sagði fyrir tímabilið að lið sitt, Víkingur Reykjavík, ætlaði sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið hefur hins vegar ekki enn unnið leik.

Sjáðu vítaspyrnudramað í Ólafsvík er bikarmeistararnir fóru naumlega áfram
Það var mikil dramatík í Ólafsvík í gær er nafnaliðin Víkingur Reykjavík og heimamenn í Víkingi Ólafsvík mættust í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Bikarmeistararnir áfram eftir vítakeppni í Ólafsvík
Bikarmeistarar Víkings R. lentu svo sannarlega í kröppum dansi gegn Víkingi Ó. í Ólafsvík í kvöld, í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Segist ekki hafa séð „tiki taka“ fótbolta Víkings: „Ég fæ þessar 90 mínútur aldrei aftur“
Tómas Ingi Tómasson, einn af sparkspekingum Pepsi Max-stúkunnar, segist ekki hafa hrifist af fótboltanum í leik KA og Víkings um helgina en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Hljóp næstum því þrettán kílómetra gegn KA og tók 48 spretti en var þó ekki hraðastur á vellinum
Pepsi Max-stúkan var í fyrsta sinn með hlaupatölur eftir fyrstu umferðina en þá voru það tölur úr leik Vals og KR sem voru til umfjöllunar í þættinum. Eftir aðra umferðina voru birtar tölur úr leik KA og Víkings.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Víkingur R. 0-0 | Liðin leita enn að fyrsta sigrinum
KA og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í fyrsta leiknum í 2. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag.

Stórsigur Keflavíkur í fyrsta leik - María tryggði ÍA stig
Keflavík hóf tímabilið með látum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Víkingur R. gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Lengjudeild kvenna, í sínum fyrsta leik eftir viðskilnaðinn við HK.

Víkingar sakna Guðmundar: „Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“
„Hver getur skorað þarna annar en Óttar?“ spurðu sérfræðingarnir sig í Pepsi Max stúkunni, þegar þeir ræddu um sóknarleik Víkings eftir að liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli við nýliða Fjölnis í gærkvöld.

Sjáðu frábært mark Hilmars, rauða spjaldið á Ólaf Inga og dramatíkina í Garðabæ
Ísak Andri Sigurgeirsson, sautján ára drengur, tryggði Stjörnunni dramatískan 2-1 sigur á Fylki er liðin mættust í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fjölnir 1-1 | Nýliðarnir náðu í stig gegn bikarmeisturunum
Víkingar taka á móti nýliðum Fjölnis á Víkingsvellinum í 1. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. Fjölnisliðinu er spáð falli en Víkingum er spáð mun betra gengi í sumar.

Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á
Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni.

Sjáðu aukaspyrnumark Óttars og jöfnunarmark Arnórs
Bikarmeistara Víkings og nýliðar Fjölnis gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld.

Gamlir en góðir | Tveir elstu saman hjá Fylki
Hvaða gömlu refir láta ljós sitt skína í sumar?

„Mér finnst standa á enninu á honum: Ég er ekki í standi og það fer í taugarnar á mér“
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að það standi á enninu á Kára Árnasyni, leikmanni Víkings, að hann sé ekki í formi en Kári hefur verið nokkuð pirraður í leikjum Víkinga að undanförnu.

Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar.

Atli Viðar um frestunina í Víkinni: „Sorglegt að þeir geri þetta í dag“
Atli Viðar Björnsson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir ákvörðun Víkinga sorglega en þeir ákváðu að fresta leik sínum við Fjölni um einn dag þegar fjórir dagar voru í leikinn.

Víkingar fengu að færa fyrsta leik og geta tekið við 600 manns í viðbót
Leikur Víkings R. og Fjölnis í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hefur verið færður til um einn dag og þar með gætu 1.000 fullorðnir mætt á leikinn í stað 400.

Langar að verða meistari eins og pabbi
Hetjan í bikarúrslitaleiknum í fyrra, Óttar Magnús Karlsson, segir Víkinga stefna ótrauða á Íslandsmeistaratitilinn. Framherjinn vill reyna aftur fyrir sér erlendis. Óttar íhugaði að leggja handboltann fyrir sig, eins og pabbi sinn, en valdi fótboltann.

Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Segir ekkert koma í veg fyrir VAR á Íslandi annað en ákvörðunartökuna
Á meðan á leik KR og Víkings R. stóð í gær prófuðu starfsmenn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins OZ myndbandsdómarakerfi sitt. Það verður hugsanlega notað í íslenska boltanum á næstu árum.

Leik lokið: KR - Víkingur 1-0 | KR meistarar meistaranna
Íslandsmeistarar KR eru Meistarar Meistaranna eftir 1-0 sigur á Víkingum í kvöld.

Sjáðu misheppnað úthlaup Ingvars sem kostaði mark og hjólhestaspyrnu Óskars
KR bætti enn einum bikarnum í safnið í kvöld er liðið vann 1-0 sigur á Víkingi í Meistarakeppni KSÍ en leikið var í Vesturbænum í kvöld.

Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það
Arnar Gunnlaugsson var sáttur með frammistöðu Víkinga þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ.

Kristján Flóki enn frá en Óskar Örn og Sölvi Geir einfaldlega gamlir
KR mætir Víkingum í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en nokkrar af stærstu stjörnum liðanna eru fjarverandi.

Bikarmeistararnir skrifa undir samning við fimm leikmenn
Bikarmeistarar Víkings skrifuðu í dag undir samninga við fimm leikmenn en tveir þeirra áttu stóran þátt í bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Einn snýr svo aftur heim, einn er fenginn að láni og einn hefur spilað með öðrum flokki félagsins undanfarin ár.

Mun nýr klefi hjálpa Víkingum í toppbaráttunni í sumar?
Pepsi Max deildarlið Víkings er komið með nýjan klefa, mun hann hjálpa þeim í toppbaráttunni í sumar?