UMF Grindavík

Fréttamynd

Sjáðu höggið og lætin í Kópa­vogi

Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann var eitt­hvað að tala og svo lét hann höggin tala“

„Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann kýldi mig“

Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst.

Körfubolti
Fréttamynd

Telur að Thomas sé betri en Basile

Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

Kat­arzyna Trzeciak til Grinda­víkur

Grindvíkingar hafa samið við hina pólsku Kat­arzyna Trzeciak um að leika með liðinu í Bónus-deildinni á komandi tímabili en Trzeciak kemur til Grindvíkinga frá Stjörnunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kefl­víkingar unnu Suður­nesja­slaginn

Keflavík vann sinn fimmta sigur í röð í Lengjudeild karla þegar liðið lagði nágranna sína úr Grindavík að velli í kvöld. Afturelding og Leiknir gerðu jafntefli í hinum leik kvöldsins.

Fótbolti