Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 10:11 Jeremy Pargo lék með Real Betis í skamman tíma árið 2023. Hér er hann í leik gegn Real Madrid. Getty/Borja B. Hojas Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir. Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum en í tilkynningu Grindvíkinga er Thomas þakkað kærlega fyrir samstarfið. Pargo er hokinn af reynslu og hefur eins og fyrr segir spilað tvö tímabil í NBA-deildinni, með Memphis Grizzlies 2011-12 og svo Cleveland Cavaliers og Philadelphia 76ers 2012-13. Seinni leiktíðina spilaði hann að meðaltali 17,9 mínútur í leik með Cleveland og 14,9 mínútur með Philadelphia. Hann var svo einnig hjá Golden State Warriors og spilaði þar þrjá leiki tímabilið 2019-20. Vann fjölda titla og spilaði úrslitum EuroLeague En Pargo, sem er yngri bróðir Jannero Pargo, hefur einnig spilað í EuroLeague með Maccabi Tel Aviv og CSKA Moskvu, og unnið fjölda titla í Ísrael og Rússlandi. Þá lék hann einnig til úrslita í EuroLeague með Maccabi Tel Aviv, árið 2011. Hjá Grindavík hittir Pargo fyrir annan Bandaríkjamann, DeAndre Kane, en þeir léku saman með Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018-19. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, er að vonum fullur tilhlökkunar að sjá Jeremy Pargo á vellinum með Grindavík en í tilkynningu er haft eftir honum: „Jeremy er afar heilsteyptur leikmaður, hávaxinn leikstjórnandi sem getur skorað allsstaðar af vellinum þegar hann er ekki að gefa stoðsendingar í bunkum. Hann kemur með mikla reynslu inn í hópinn og ætti að geta stýrt sóknarleiknum með aga og stöðugleika, sem er akkúrat það sem okkur hefur vantað í síðustu leikjum.“ Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta lokast á miðnætti á föstudagskvöld. Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Pargo er leikstjórnandi og kemur í stað Devon Thomas sem hefur verið leystur frá störfum en í tilkynningu Grindvíkinga er Thomas þakkað kærlega fyrir samstarfið. Pargo er hokinn af reynslu og hefur eins og fyrr segir spilað tvö tímabil í NBA-deildinni, með Memphis Grizzlies 2011-12 og svo Cleveland Cavaliers og Philadelphia 76ers 2012-13. Seinni leiktíðina spilaði hann að meðaltali 17,9 mínútur í leik með Cleveland og 14,9 mínútur með Philadelphia. Hann var svo einnig hjá Golden State Warriors og spilaði þar þrjá leiki tímabilið 2019-20. Vann fjölda titla og spilaði úrslitum EuroLeague En Pargo, sem er yngri bróðir Jannero Pargo, hefur einnig spilað í EuroLeague með Maccabi Tel Aviv og CSKA Moskvu, og unnið fjölda titla í Ísrael og Rússlandi. Þá lék hann einnig til úrslita í EuroLeague með Maccabi Tel Aviv, árið 2011. Hjá Grindavík hittir Pargo fyrir annan Bandaríkjamann, DeAndre Kane, en þeir léku saman með Maccabi Tel Aviv tímabilið 2018-19. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, er að vonum fullur tilhlökkunar að sjá Jeremy Pargo á vellinum með Grindavík en í tilkynningu er haft eftir honum: „Jeremy er afar heilsteyptur leikmaður, hávaxinn leikstjórnandi sem getur skorað allsstaðar af vellinum þegar hann er ekki að gefa stoðsendingar í bunkum. Hann kemur með mikla reynslu inn í hópinn og ætti að geta stýrt sóknarleiknum með aga og stöðugleika, sem er akkúrat það sem okkur hefur vantað í síðustu leikjum.“ Félagaskiptaglugginn í íslenskum körfubolta lokast á miðnætti á föstudagskvöld.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Fleiri fréttir Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í 4-liða úrslit í fyrsta sinn Leik lokið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik