Íþróttir barna

Fréttamynd

„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“

„Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag.

Lífið
Fréttamynd

Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR

Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur.

Sport
Fréttamynd

Af­reks­væðingin geti leitt til kvíða og sál­rænna vanda­mála

Fræðimenn í íþrótta- og félagsfræðum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar mikillar umræðu um heimildarmyndina Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar. Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil undanfarna daga en myndin var frumsýnd fyrir rúmlega viku síðan og hafa fræðimenn lýst yfir efasemdum um ágæti hennar.

Innlent
Fréttamynd

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans

Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Innlent
Fréttamynd

Leikar í skugga Covid

Á þessum sérkennilegu tímum í skugga Covid fara Reykjavíkurleikarnir fram í 14. sinn. Forseti undirbúningsnefndar Reykjavíkurleikanna fer yfir stöðu mála á tímum farsóttar.

Skoðun
Fréttamynd

Birta hjá ÍBR: Vill fá ofbeldið upp á yfirborðið

Birta Björnsdóttir, verkefnisstjóri siðamála hjá ÍBR, verður ásamt fleirum með erindi á ráðstefnunni „Íþróttir fyrir alla“ sem haldin verður í Háskólanum í Reykjavík á morgun fimmtudaginn 4. febrúar.

Sport
Fréttamynd

250 milljónir í nýtt gras­æfinga­svæði Fram í Úlfarsár­dal

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir vegna nýs grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir með vökvunarkerfi, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 250 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum framtíðin“

Ungt körfuboltafólk hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að bæði eldra og yngra fólk megi nú æfa íþróttir sínar en ekki þau.

Körfubolti
Fréttamynd

Finna fyrir auknu brottfalli úr íþróttum og segja þolinmæðina að bresta

Formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur áhyggjur af brottfalli úr íþróttum vegna þeirra takmarkana sem hafa verið settar á íþróttastarf á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hann segir að íþróttahreyfingin hafi staðið sig vel þegar kemur að sóttvörnum og fagnar nýju litakóðakerfi fyrir íþróttir.

Sport
Fréttamynd

Íþróttir utandyra og skólasund fellt niður

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þá ákvörðun að öll íþróttakennsla muni fara fram utandyra og skólasund muni falla niður. Var það ákveðið í samráði við almannavarnir og með tilliti til leiðbeininga sóttvarnaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum

Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar.

Innlent