16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum
Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi.

Kaffi eða jafnrétti?
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi.

Samtakamáttur samfélagsins í upprætingu ofbeldis
Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum og lýkur þann 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Halda Ljósagöngu í fyrsta sinn eftir heimsfaraldur
Ljósaganga UN Women fer fram klukkan 17 í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.

Stillum fókusinn
Árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst 25. nóvember sl. er að þessu sinni sérstaklega beint að áhrifum Covid-19 á kynbundið ofbeldi.

Kynbundið ofbeldi - Staða erlendra kvenna á Íslandi
16 dagar af kynbundnu ofbeldi eru tilteknir dagar ársins sem eru tileinkaðir vitundarvakningu innan hvers samfélagshóps. Heimilisofbeldi á rætur sínar í valdaójafnvægi. Það geta allir orðið fyrir heimilisofbeldi, óháð kyni, hættan liggur í því að vera háður öðrum, hvort sem er um fjárhagslegt hæði eða tilfinningalegt hæði að ræða.

Kynjajafnrétti mun aldrei nást fyrr en kynbundið ofbeldi verður upprætt
Kynjajafnrétti er lykil atriði í barráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Kynjakerfi sem byggist á alda gömlu samfélags- og lagakerfi er grunvöllur fyrir samskipti kynjanna, en nútíma samfélag kallar eftir breytingum sem er meira í takt við nútíma skilning á réttlæti og mannréttindum.

Skimun fyrir ofbeldi og illri meðferð meðal ungmenna, ACE og áfallamiðuð nálgun
Árið er 1983, ég 15 ára, í 9. bekk á landsbyggðinni. Vinkona mín kom til mín og sagði mér og annarri vinkonu okkar að henni hafi verið nauðgað í partýi. Það höfðu nokkrir orðið varir við að eitthvað hafi verið í gangi, en enginn gert neitt.

Raddir okkar skipta máli
Leit tískuiðnaðarins að lægsta verðinu kostar mikið hvað varðar heilsufar og jafnvel líf starfsmanna. Þúsundir hafa látist í verksmiðjubrennum. Aðrar hættur eins og notkun hættulegra efna, hávaði, hiti og slæm loftræsting leynast víða.

Tölum saman – á Akureyri
Kynbundið ofbeldi er kerfisbundið, útbreitt og á sér margar birtingarmyndir. Til þess að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi er þörf á aukinni þekkingu og fræðslu. Tölum saman!

„Ég man, ég sagði nei“
Ég átti samtal við vinkonu um daginn sem vill ekki láta nafn síns getið. Hún sagði mér frá sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi.

Uppskriftir sigurvegara
Eitt af því fyrsta sem ég komst að þegar ég tók sæti sem varamaður í stjórn Kvennaathvarfsins fyrir fimmtán árum var að athvarfið er heimili en ekki stofnun. Áður var ég búin að átta mig á því að konurnar sem þangað koma eru ekki fórnarlömb, þó þær hafi orðið fyrir margháttuðu ofbeldi, heldur eru þær sigurvegarar, hafa tekið stjórn á eign lífi.

Joey, Chandler og klámið
Munið þið eftir Friends þættinum The One With The Free Porn? Fyrir ykkur sem ekki voruð ´90s unglingar eins og ég skal ég rifja upp söguþráðinn í örstuttu máli. Samleigjendurnir Joey og Chandler, menn á þrítugsaldri í New York, átta sig á því að þeir hafa óvart náð útsendingu sjónvarpsstöðvar sem sýnir klám allan sólarhringinn. Vá ókeypis klám!

Af hvirfilbyljum, persónuleikaröskunum og mannkostaskorti
Eigin reynsla er ágætis upphafspunktur til aðgerða. Ég mætti mínum fyrsta hvirfilbyl þegar ég var tuttuguogþriggja ára gömul.

Tökum höndum saman
Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft gríðarleg áhrif á fólk um allan heim og afhjúpað ýmsa veikleika, ekki síst hefur mismunandi veruleiki kynjanna afhjúpast.

Brúum réttlætisgjána og upprætum kynbundið ofbeldi
Þessa dagana taka mannréttindasamtök um allan heim þátt í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ofbeldi gegn konum er rótgróið í samfélagi okkar og þrífst á tímum heimsfaraldursins COVID-19.

Verum á varðbergi gegn ofbeldi
Nú á tímum COVID-19 er aukning á ofbeldi í nánum samböndum sérstakt áhyggjuefni. Vart þarf að tíunda áhrif obeldis á þá sem fyrir því verða og á börn sem það upplifa á heimili sínu án þess að verða beinlínis fyrir því. Þau áhrif ættu öllum að vera kunn.

Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara.

Ofbeldissambandi lýkur… hvað svo?
Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis á heimsvísu. Mikil og þörf umræða hefur farið fram undanfarið um vaxandi tíðni og alvarleika ofbeldis í nánum samböndum á Íslandi sem og annarsstaðar.

Hvar er þríeykið gegn kynbundnu ofbeldi?
Í dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi, en þema ársins er “Orange the World: Fund, Respond, Prevent, Collect!". Sökum COVID-19 verður engin Ljósaganga í ár sem vanalega markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur svo 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi.

Munnmök eru nýi góða nótt kossinn
Titill greinarinnar vísar í bók sem kom út í Kanada fyrir nokkru, "Oral sex is the new good night kiss“, og fjallar um áhrif klámvæðingar á kynhegðun ungmenna.