Verðlag

Umfjöllun hagsmunasamtaka fyrirtækja um verðlagningu – Reglur samkeppnislaga
Á föstudaginn var, þann 22. október, gaf Samkeppniseftirlitið út tilkynninguþar sem vakin var athygli á því að umfjöllun hagsmunasamtaka um verð og verðlagningu fyrirtækja undir þeirra hatti væri sérstaklega varhugaverð og ætti ekki að eiga sér stað.

SA og VÍ svara Samkeppniseftirlitinu: „Verða settar skorður á Seðlabankann að tjá sig um verðlag í landinu?“
Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands segja engin ákvæði samkeppnislaga banna samtökum fyrirtækja þátttöku í opinberri umræðu. Það sé ekki úr lausu lofti gripið að verðhækkanir séu líklegar og það sé í raun óumflýjanlegt að hagsmunasamtök fyrirtækja láti sig verðlag í landinu varða.

Samkeppniseftirlitið slær á putta SA vegna ummæla Halldórs
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu þar sem slíkt geti verið óheimilt samkvæmt samkeppnislögum.

Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri
Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent.

Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir
Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir.

Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023
Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs.

Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum.

Kennir vaxtalækkunum um hækkun húsnæðisverðs
Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands, segir ekki rétt að vextir hafi verið hækkaðir á þessu ári vegna þess að lóðaskortur hafi haft í för með sér hækkun húsnæðisverðs.

Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda
Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig.

Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði
Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar.

Neyðarkall!
Við stöndum frami fyrir neyðarástandi í kjölfar veirufaraldursins á alheimsvísu. Atburðarrás sem nú þegar er farin að hafa veruleg áhrif á lífskjör vinnandi fólks. Það hrikalega er að þessi staða mun fara ört versnandi og ekki útséð annað en muni enda með ósköpum ef ekkert verður að gert.

Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda.

Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins
Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent.

Áframhaldandi skortur á íbúðarhúsnæði sem kyndir undir verðbólgu
Ekki er útlit fyrir að dragi úr umframeftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á næstu misserum. Seðlabankastjóri vonar hins vegar að lækkun veðheimilda og vaxtahækkanir muni draga úr miklum hækkunum á verði íbúðarhúsnæðis sem kynnt hafa undir verðbólgu í landinu.

Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram
Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans.

ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu
Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans.

Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Allt að 143 prósenta verðmunur í verðkönnun ASÍ
Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru. Iceland var oftast með hæsta verðið.

Tveir af fimm vildu hækka stýrivexti meira en gert var
Tveir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu stýrivaxtaákvörðun bankans sem kynnt var fyrir um tveimur vikum. Nefndin ákvað þá að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,25 prósentur.

Spennið beltin!
Það hefur auðvitað ekki farið fram hjá neinum að Seðlabankinn hækkaði vexti á dögunum. Ekki er langt í að hækkunin skili sér í afborganir af húsnæðislánum. Afleiðingin verður sú að þeir sem eru með óvertryggð lán á breytilegum vöxtum finna fyrir hressilegri hækkun.

Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður hækkun stýrivaxta
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%.

Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%.

Spá 4,2 prósent verðbólgu í ágúst
Hagfræðideild Landsbankans spáir 4,2 prósent verðbólgu í ágúst en tólf mánaða verðbólga mældist 4,3 prósent í júlí.

Verðbólga mælist 4,3 prósent
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár.

Telur sjómenn hlunnfarna um tíu milljarða árlega
Daði Már Kristófersson, prófessor í auðlindahagfræði og varaformaður Viðreisnar, segir opinbert verð á fiski 27 prósentum lægra en fyrirliggjandi verðmæti fisks segir til um.

Spá 4,3 prósenta verðbólgu í júní og minni útsölum
Verðbólga lækkar úr 4,4% í 4,3% í júní ef marka má nýja verðbólguspá Landsbankans. Þá er gert ráð fyrir minni útsöluáhrifum í sumar en síðustu ár.

Verðbólga lækkar milli mánaða
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,4% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,0%.

Ekki sama hvar eða hvenær fjölskyldan hyggst dýfa tánum í náttúrubað
Mikið hefur verið lagt í uppbyggingu ferðamannastaða hérlendis á síðustu árum og enn bætist í flóru baðstaða sem er ætlað að bjóða upp á eitthvað annað en hina hefðbundnu sundlaugaupplifun.

Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár.

Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir hækkun stýrivaxta
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því eitt prósent.