
Heilsugæsla

Fékk tólf tonna lyftara á fótinn á sér og sendur heim í teygjusokk
Bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar telur að einkarekin heilsugæsla gæti leyst ýmis vandamál svæðisins. Íbúar á Suðurnesjum hafa kvartað sáran undan þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem virðist illa mönnuð og ná illa utan um álagið.

Heilsugæsla, hvað er það og af hverju?
Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku.

Bólusetningar færast til heilsugæslustöðva
Bólusetningar vegna COVID-19 hafa nú verið færðar til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og því ekki lengur bólusett í Laugardalshöll.

Brjánn nýr samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda.

Heilsugæslan kærð fyrir að versla hraðpróf fyrir 380 milljónir án útboðs
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hóf bæði verðfyrirspurnarferli og formlegt útboðsferli, en kláraði hvorugt og keypti inn hraðpróf fyrir tæplega 380 milljónir króna án útboðs.

Forsendur fyrir því að heimila covid-smituðu heilbrigðisstarfsfólki að mæta til vinnu
Sóttvarnalæknir telur forsendur fyrir því að heimila starfsfólki heilbrigðisstofnana að mæta til vinnu, sé það einkennalaust. Þegar hefur eitt hjúkrunarheimili fengið undanþágu frá einangrun.

Fáránlegt að HSS hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknirinn rak sjálfur
Formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ segir galið fyrirkomulag að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi nýtt sér læknaleigu sem yfirlæknir stofnunarinnar rak sjálfur. Hann vill heildarendurskoðun á stjórnun stofnunarinnar.

Ósáttir íbúar uppnefna HSS „Sláturhús Suðurnesja“
Íbúar Suðurnesja eru margir orðnir langþreyttir á þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og kalla hana öllum illum nöfnum. Þeir segja lækna gefa sér lítinn tíma til skoðunar og að rangar greiningar á alvarlegum kvillum séu allt of algengar.

Heilsugæslan tilbúin í slaginn: „Við ætlum að rúlla þessu upp“
Sóttvarnalæknir telur að faraldur kórónuveirunnar fjari út á næstu vikum. Verið er að loka Covid-göngudeild Landspítalans og fela heilsugæslunni verkefni deildarinnar.

Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng
Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR.

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni
Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.

Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori.

„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“
Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt.

FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum
Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup.

Sýnatökur og bólusetning falla niður í fyrramálið
Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu.

Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári
Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars.

Rugl að sýnatökur kosti 80 til 120 milljónir á dag
Kostnaður heilsugæslunnar við PCR-próf er miklu lægri en gert var ráð fyrir í byrjun faraldursins. Tæpur milljarður hefur farið í sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu og á landamærunum.

Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku.

Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu
Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf.

Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið
Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni.

Ríkisstjórnarfundi lokið: Tilkynnt um hertar aðgerðir
Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9.30 en en á dagskrá fundarins er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ráða má í yfirlýsingar Þórólfs í vikunni að hann leggi til hertar sóttvarnaaðgerðir.

Leikskólabörnin verða líklegast boðuð í bólusetningu í næstu viku
Annar dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í hádeginu en alls fengu um 3.600 boð um mætingu í dag.

„Við veljum alltaf að bólusetja börnin til þess að verja þau“
Barnasmitsjúkdómalæknir segir bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára gegn kórónuveirunni snúast um að verja börnin en ekki að stoppa smitið úti í samfélaginu. Átta börn hafi þegar lagst inn á sjúkrahús með veiruna hér á landi en ekkert þeirra hafi verið með undirliggjandi sjúkdóm.

Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi.

Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum.

Umboðsmaður vill að börn fái forgang í sýnatöku
Umboðsmaður barna hefur óskað eftir því við forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að sérstakt rými verði útbúið fyrir sýnatöku barna í tengslum við Covid. Börn hafi upplifað mikinn kvíða, bæði í sýnatökum og vegna óvissu um niðurstöðu sem henni fylgi.

Jafnlöng röð í sýnatöku og áður
Röðin í sýnatöku hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu á Suðurlandsbraut hefur verið löng í morgun en sjónarvottar segja hana ná alla leið upp í Ármúla. Margir hafi þurft að bíða í tæpa tvo klukkutíma. Tryggvi Rafn, sem er með hreyfihömlun, segist hafa verið sendur aftast í röðina en forgangur er almennt veittur þeim, sem á því þurfa að halda.

Allt að 72 tíma bið eftir niðurstöðu úr PCR
Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsugæslu
Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir.

Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir
Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti.