Grunnskólar

Birtir nýjar leiðbeiningar: Gerir ráð fyrir að færri nemendur þurfi að sæta sóttkví
Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla
Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag.

Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi
Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur.

Foreldrar fá þrjá valkosti frá borginni
Reykjavíkurborg hefur gefið foreldrum barna í 2. til 4. bekk í Fossvogsskóla þrjá valmöguleika í von um að leysa þann húsnæðisvanda sem þar er kominn upp. Foreldrar lýstu í gær yfir óánægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengibyggingu Víkingsheimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skólaársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráðstöfun.

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum
Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi.

Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar
Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum.

Heilmikið púsluspil en krakkarnir í Réttó mæta á mánudaginn
Grípa hefur þurft til ýmissa ráðstafana til að tryggja að allir nemendur í Réttarholtsskóla í Reykjavík geti mætt þegar nýtt skólaár gengur í garð eftir helgi vegna framkvæmda við skólann sem nú standa yfir.

Nei það er ekki öllum sama um Fossvogsskóla
Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi.

Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“
„Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu.

„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“
Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit.

Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki
Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða.

Segir mannréttindabrot framin í grunnskólum
Lögmaður öryrkjabandalagsins krefst þess að þörfum barna með sérþarfir verði mætt í grunnskólum. Hann segir mannréttindabrot framin í skólunum og að málið fari fyrir dómstóla verði kröfum ekki mætt.

Vilja skoða önnur úrræði vegna sóttkvíar barna
Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er velt upp hvort ekki sé hægt að beita vægari úrræðum en sóttkví heilu bekkjanna og árganganna þegar smit koma upp í skólum. Hraðpróf hljóti að koma til álita ef ekki eigi að lama skólastarf ítrekað í vetur, og þar með samfélagið allt.

Sveitarfélögin setji leiðbeiningar um frekari takmarkanir innan skólastarfs
Í dag voru tæplega 400 börn í sóttkví vegna smita sem komu upp á leikskólum og frístundaheimilum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur vinnur nú að leiðbeiningum í samstarfi við önnur sveitarfélög og Almannavarnir til að fækka smitum innan skóla og frístundaheimila.

Hafa gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi í haust
Stjórnvöld hafa gefið út nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstöfunum á mismunandi skólastigum.

Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum
Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur.

Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur
Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta.

Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf
Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi.

Stefna að takmarkalausu skólahaldi á öllum stigum í haust
Stefnt er að því að skólahald geti hafist takmarkalaust á öllum skólastigum í haust. Forsætisráðherra segir að verið sé að meta hvort áhættuþætti við bólusetningar barna og ungmenna og fylgst sé náið með stöðunni.

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt
Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta
Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur.

Skólastarf verður í Fossvogi í vetur
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla.

Hvernig gerum við nú í nýrri bylgju?
Þegar þetta er skrifað er nýkomið í ljós að tæplega 60 manns greindust smituð af kórónuveirunni í gær. Við eru komin á kaf í nýja bylgju faraldursins – og það þrátt fyrir að hafa nánast lokið bólusetningu hjá þjóðinni. Í umræðunni má greina mörg stef: vonbrigði, gremju, ótta og furðu.

Veruleikinn í skóla án aðgreiningar
Í fjórðu grein heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna segir: „Tryggja skal jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.“Þetta markmið ætti alltaf að vera til hliðsjónar þegar unnið er að öflugu menntakerfi.

EFLA mælir ekki með niðurrifi Fossvogsskóla
Skýrsla um ástand Fossvogsskóla kom nýverið út. Rakaástand og innivist var efni rannsóknarinnar og niðurstaðan var ekki góð. Þó telur verkfræðistofan EFLA að unnt sé að nýta útveggi skólans.

Um sundkennslu
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er.

Vill endurskoða fyrirkomulag skólasunds vegna vanlíðanar barna
Salvör Nordal, umboðsmaður barna hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf þar sem hún hvetur til þess að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum verði endurskoðað. Hún telur ákveðinn hóp upplifa óöryggi og vanlíðan í sundtímum.

Fengu að vita hvaða skóla þau komust inn í vegna tæknilegrar villu
Hópur nýútskrifaðra grunnskólanema fékk fyrir slysni forskot á sæluna á dögunum þegar tæknileg villa olli því að hægt var að sjá inni á island.is í hvaða framhaldsskóla maður hafði komist inn í.

Hryllingssögur í boði íslenska skólakerfisins
„Með fullri virðingu fyrir MeToo byltingunni, hvers vegna er engin slík bylting í gangi fyrir börn?“ Þetta var athugasemd hópmeðlims á fésbókarsíðunni „Sagan okkar“.