Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Stefán Einar keypti 145 milljón króna þak­í­búð

Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson hefur fest kaup á glæsilegri þakíbúð í nýju fimm hæða fjölbýlishúsi við Lautargötu í Urriðaholti. Hann greiddi samkvæmt heimildum fréttastofu 144,9 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Logi og Hall­veig keyptu hús í 101

Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro og sambýliskona hans Hallveig Hafstað Haraldsdóttir ráðgjafi hafa fest kaup á parhúsi við Hringbraut í Reykjavík. Parið greiddi 119,9 milljónir fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Daði Freyr og Árný keyptu ein­býli á 86 milljónir

Tónlistarfólkið og hjónin, Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, sem landsmenn þekkja vel úr Eurovision-hópnum Daða og gagnamagnið, hafa fest kaup á einbýlishúsi við Borgarhraun í Hveragerði. Hjónin greiddi 86 milljónir króna fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Bíða með að selja í­búðir frekar en að lækka verðið

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, segist hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum eins og líklega flestir sem fylgist með honum. Það sé áhyggjuefni að verð lækki ekki þegar íbúðir seljist ekki. Hún segir þurfa viðhorfsbreytingu, að húsnæði sé mannréttindi en ekki aðeins markaðsmál. Viðskiptaráð sé í stríði við óhagnaðardrifin fasteignafélög því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta hefur verið sorg­leg þróun“

Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum.

Innlent
Fréttamynd

Verð­miðinn hækkar á höll Antons

Verðmiðinn á einbýlishúsi við Haukanes 24 í Garðabæ heldur áfram að hækka. Um er að ræða glæsilegt hús sem enn er í byggingu og í eigu Antons Kristins Þórarinssonar. Ásett verð eignarinnar er 625 milljónir króna, en fasteignamat hennar er 407,4 milljónir. Þegar eignin var fyrst auglýst til sölu í janúar í fyrra var ásett verð 590 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Menningar­legt heimili með stór­brotnu út­sýni

Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Stærsti hlut­hafinn segir að leigufélagið Alma verði ekki selt inn í Eik

Langsamlega stærsti fjárfestirinn í Eik, sem er jafnframt eigandi að leigufélaginu Ölmu, segir að engin áform séu uppi um að Alma verði selt inn í hið skráða fasteignafélag. Þá hefur stjórnin ekki tekið neina ákvörðun um hvort Eik muni ráðast í útleigu á íbúðum en á nýlegum aðalfundi var samþykkt að tilgangur félagsins sé meðal annars að standa sjálft að uppbyggingu á slíku húsnæði.

Innherji
Fréttamynd

Sex ára gamalt hús í við­gerð: Ekki við flötu þökin að sakast

Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Eitt glæsi­legasta hrossaræktar­bú landsins til sölu

Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Innlent
Fréttamynd

Glæsihús á Sel­tjarnar­nesi á 240 milljónir

Við Vallarbraut á Seltjarnarnesi stendur glæsilegt einbýlishús á einni hæð, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er 264 fermetrar og stendur á 800 fermetra eignarlóð. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Reynst betur að kaupa fast­eign en hluta­bréf

Íbúðir hér á landi hafa hækkað meira og verð þeirra sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar síðustu tíu ár. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði. Gert er ráð fyrir sömu þróun næstu misseri þar sem ekki er byggt nóg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýjar í­búðir seljast verr en aðrar vegna stærðar

Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ást­hildur Lóa setur húsið um­deilda á sölu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og eiginmaður hennar hafa sett hús sitt við Háhæð í Garðabæ á sölu. Þau keyptu húsið á 55,4 milljónir árið 2007, misstu það þegar húsið var selt á uppboði 2017 en keyptu það aftur 2019 af Arion banka á 55,5 milljónir. Ásett verð hússins er nú 174,9 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Fal­leg sérhæð í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð

Íslenska sendiráðið í Ósló í Noregi hefur sett sendiherrabústaðinn í Bygdøy á sölu og keypt minni íbúð í miðbæ Óslóar. Ásett verð er 75 milljónir norskra króna, tæplega einn milljarður króna.

Innlent
Fréttamynd

Joey Christ og Alma selja í­búðina

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, og unnusta hans Alma Gytha Huntindon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð við Kjartansgötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 99,8 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Jón Steinar selur sumarparadís með út­sýni að Heklu

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lögmaður, hefur sett glæsilegan sumarbústað sinn í Landsveit á sölu. Um er að ræða rúmlega 5,9 hektara eignarlóð með heilsárs frístundahúsi og gestahúsi, staðsett á einstaklega kyrrlátum stað með stórbrotnu útsýni að eldfjallinu Heklu. 

Lífið