Byggingariðnaður

Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent
Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu.

Bein útsending: Grænt stökk í mannvirkjagerð
Fundur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um grænt stökk í mannvirkjagerð fer fram á Grand Hótel í dag klukkan 13. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi neðar í fréttinni.

Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent
Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi.

Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið
Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári.

Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti
Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið.

Loka hjá Berki eftir fimmtíu ára starf og nítján missa vinnuna
Öllum starfsmönnum Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri, alls nítján talsins, var sagt upp störfum í lok nýliðins mánaðar og mun rúmlega fimmtíu ára sögu félagsins líða undir lok í sumar.

Byggja 115 íbúðir á Kirkjusandsreit
Alverk hefur samið við 105 Miðborg slhf., sem stýrt er af Íslandssjóðum, um uppbyggingu 115 íbúða ásamt bílageymslu á svonefndum F–reit við Kirkjusand í Reykjavík.

Bubbi byggir, en aldrei nóg
Undirritaður er einn þeirra sem vinna í fasteignageiranum. Að sjálfsögðu eru alltaf uppi sterkar væntingar um jafnvægi á markaði og að það sé samhengi milli framboðs og eftirspurnar þannig að allir sem kjósa eigi kost á því að eignast þak yfir höfuðið.

Bein útsending: Iðnþing 2023
Stóru vaxtartækifærin á Íslandi verða til umræðu á Iðnþingi 2023 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag.

Tveggja ára skilorðsbundinn dómur og 283 milljóna króna sekt
Kaare Nordbö, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Concretum, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra.

Erlendur risi í samkeppni við íslenska aðila um nýja Björgunarmiðstöð
Níu arkitektastofur tóku þátt í forvali fyrir samkeppni um húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila. Þátttökubeiðnum var skilað þann 17. janúar. Meðal þátttakenda eru stórir erlendir aðilar. Þetta kemur fram í ný fréttabréfi Framkvæmdasýslunnar.

Áform um knatthús í uppnámi
Framkvæmdastjóri Hauka segir mikil vonbrigði að byggingarleyfi fyrir nýju knatthúsi á Ásvöllum hafi verið fellt úr gildi. Ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála setur áframhaldandi uppbyggingu svæðis félagsins í uppnám.

Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna
Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda.

Reiknað með 8.600 sæta þjóðarhöll við Suðurlandsbraut
Reiknað er með að ný þjóðarhöll rísi við Suðurlandsbraut í Reykjavík, fyrir aftan Laugardalshöll. Áætlaður kostnaður er um fimmtán milljarðar. Höllin á að vera fjölnota, taka 8.600 í sæti á íþróttaviðburðum og hýsa allt að tólf þúsund á tónleikum. Verklok eru sem fyrr áætluð árið 2025.

„Það skortir alla skynsemi í þetta“
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu.

Hönnun og skipulag umhverfis – andleg líðan, upplifun og velferð
„Enn sem komið er þá erum við ekki á þeim stað að geta hugsað um gæði í umhverfinu, við erum einfaldlega ekki komin þangað“

Uppbyggingarheimildir verði tímabundnar
Rammasamningur milli ríkis og borgar um skjótari uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík var undirritaður í gær. Byggt verður upp hraðar og meira og uppbyggingarheimildir verða tímabundnar til þess að koma í veg fyrir lóðabrask.

Segir borgina sýna gott fordæmi
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar rammasamningi um aukna húsnæðisuppbyggingu og segir borgina sýna gott fordæmi. Formaður borgarráðs segir þetta stærsta skref sem hafi verið tekið í uppbyggingu húsnæðis í sögu borgarinnar.

Mikil fjölgun myglugreininga
Rannsóknarstofa Náttúrufræðistofnunar Íslands á Akureyri greindi 1.532 sýni í fyrra þar sem grunur lék á að myglu væri að ræða. Þetta er 22 prósenta fjölgun frá fyrra ári.

Gerir ekki upp á milli samgönguframkvæmda á Austurlandi
Miklar samgönguframkvæmdir eru að dagskrá á Austurlandi eins og Fjarðarheiðargöng, nýr vegur um Öxi, ný brú yfir Lagafljót og svo stendur til að stækka flugvöllinn á Egilsstöðum.

Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu
Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna.

Segir borgina í forystu en lánastofnanir virðist draga lappirnar
Oddiviti Framsóknar í borginni segir sjaldan eða aldrei annað eins lóðaframboð hafa verið í boði þar og nú. Hann hafnar með öllu gagnrýni Samtaka iðnaðarins um að borgin dragi lappirnar í málinu. Hins vegar sé áhyggjuefni að lánastofnanir virðist tregari en áður til að lána til byggingarframkvæmda.

Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk allt of flókið
Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk.

Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024
Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum.

25 íbúðir á besta stað á Flúðum
Skrifað var undir verksamning milli Hrunamannahrepps og fyrirtækisins Gröfutækni ehf. í dag. Þar með er hafin uppbygging á fyrsta áfanga íbúðahverfisins Byggða á Bríkum á Flúðum. Alls verða byggðar 25 íbúðir.

Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið
Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld.

Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? Kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur
Kynningarfundur um uppbyggingu í húsnæðismálum í Reykjavík verður haldinn í Tjarnarsal ráðhússins á morgun, föstudag. Húsið opnar kl. 8.30 og hefst fundurinn kl. 9.

Borg í vexti þarf fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað
Reykjavík er í miklum vexti þessi árin. Aldrei hafa fleiri nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkað í Reykjavík eins og síðustu ár. Borgin stefnir að því að bæta áfram í þennan fjölda og því ljóst að framundan mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík.

Tóku málin í eigin hendur eftir brotthvarf Húsasmiðjunnar
Byggingavöruverslunin Víkurkaup opnar á Dalvík á fimmtudaginn. Bæjarbúar voru byggingavöruverslunarlaus í tíu mánuði og fannst vera nóg komið.

Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO
BYKO Leiga opnaði nýverið útibú og verslun að Selhellu í Hafnarfirði sérstaklega hugsað fyrir fagaðila í byggingageiranum. Með þessu færist þungi starfseminnar í Hafnarfjörð og þar býðst viðskiptavinum mikið úrval af tækjum og búnaði til byggingaframkvæmda, bæði til leigu og kaups.