

Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng.
Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eiga von á sínu öðru barni. Elísa greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum í gær.
Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eignuðust son 28. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn parsins.
Margrét Lára Viðarsdóttir, sálfræðingur, knattspyrnusérfræðingur og fyrrverandi landsliðskona og Einar Örn Guðmundsson, sjúkraþjálfari og fyrrverandi handboltamaður eignuðust dóttur 26. ágúst síðastliðinn.
Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær.
Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.
Fyrrverandi afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eiga von á eineggja tvíburum í byrjun næsta árs.
Annað barn söngkounnar Rihönnu og rapparans A$AP Rocky er komið í heiminn samkvæmt heimildum slúðurblaða vestanhafs.
Söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir og sambýlismaður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason fögnuðu komu sonar síns á dögunum. Um er að ræða annað barn listaparsins en Unnur Birna hefur verið ófeimin að ræða hræðslu sína við að eignast börn.
Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar, Enok Jónsson eiga von á barni.
Bardagakappinn Gunnar Nelson og sambýliskona hans, Fransiska Björk Hinriksdóttir, fögnuðu komu dóttur sinnar nýverið. Barnið er seinni dóttir þeirra saman en Gunnar á son úr fyrra sambandi.
Bandarískir fjölmiðlar segja Full House-stjörnuna og tískumógúlinn Ashley Olsen hafa eignast sitt fyrsta barn fyrir nokkrum mánuðum. Olsen og eiginmaður hennar, Louis Eisner, eru sögð hafa farið leynt með óléttuna.
Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni.
Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær.
Belgíski hjólreiðamaðurinn Wout van Aert hefur ákveðið að fara heim og klárar því ekki síðasta sprettinn í Tour de France mótinu. Ástæðan er sú að eiginkona hans á von á barni og hann vill vera á staðnum þegar það kemur í heiminn.
Dóttir Arnhildar Önnu Árnadóttur kraflyftingarkonu og Alfreðs Más Hjaltalín, heilsunuddara og fyrrverandi knattspyrnumanns, er komin með nafn. Stúlkan heitir Úlfhildur Edda.
Lindsay Lohan er orðin mamma. Hún eignaðist sitt fyrsta barn með eiginmanni sínum Bader Shammas og er um að ræða strák. Hann hefur þegar fengið nafnið Luai en drenginn fæddi Lohan á Dubai þar sem parið býr.
Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis á von á sínu öðru barni og tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að von sé á dreng.
Hjónin George Leite eigandi Kalda bars og Anaïs Barthe Leite atvinnudansari bættu í barnahópinn en þriðja barn þeirra kom í heiminn þann 5. júlí síðastliðinn.
Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson fögnuðu komu dóttur sinnar á dögunum en saman eiga þau soninn Óðinn Örn tveggja ára.
Sonur Nadine Guðrúnar Yaghi, samskiptastjóra Play og Snorra Mássonar fjölmiðlamanns er kominn með nafn. Saman birta þau fallegar myndir frá nafnaveislunni á Instagram.
Dóttir fjölmiðlamannsins Frosta Logasonar og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur matreiðslumanns er komin í heiminn og hefur verið nefnd Birta. Nafnið er í höfuðið á systur Helgu Gabríelu sem heitir Birta Hlín.
Leik og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Hallgrímur Jón Hallgrímsson, trommuleikari Sólstafa eignuðust sitt annað barn þann 5. júlí síðastliðinn, á afmælisdegi sonar þeirra. Sjálf á Katrín afmæli 4. júlí og segir börnin tvö vera sínar bestu afmælisgjafir.
Annað barn söngkonunnar Meghan Trainor og leikarans Daryl Sabara, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spy Kids myndunum, er komið í heiminn. Drengurinn fæddist þann 1. júlí síðastliðinn og fékk nafnið Barry Bruce Trainor.
Hönnunar- og framkvæmdamaðurinn Leifur Welding er orðinn afi. Hann birtir gleðitíðindin á samfélagsmiðlum sínum og segist hlakka til að brasa og bralla með afastráknum.
Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.
Uppistandarinn og handritshöfundurinn Snjólaug Lúðvíksdóttir á von á barni en vinkonur hennar komu henni rækilega á óvart um helgina með glæsilegri barnasturtu.
Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í október. Vaka deilir gleðitíðindunum á Instagram.
Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis á von á sínu öðru barni en fyrir á hún dótturina Ísabellu Birtu með Húsafellserfingjanum Unnari Bergþórssyni.
Bandaríski leikarinn Al Pacino og kærasta hans, Noor Alfallah eru nýbakaðir foreldrar drengs. Talsmaður parsins staðfestir þetta í samtali við TMZ og segir að strákurinn hafi fengið nafnið Roman.