Námuvinnsla

Fréttamynd

Hafa fundið mikið magn nikkels og kopars á Suður-Græn­landi

Amaroq Minerals Ltd. hefur fundið umfangsmikið magn nikkels og kopars við leit í Stendalen á Suður-Grænlandi. Er um að ræða 140 metra þykkt lag af því sem kallað er „disseminated“ kviku súlfíð sem inniheldur kopar, nikkel og kóbalt. Efnin fundust í stóru innskoti í tilraunaborholu í Stendalen.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir líf­eyris­sjóðir um­svifa­miklir í tæp­lega átta milljarða út­boði Amaroq

Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hluta­fé

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.

Innherji
Fréttamynd

Lífs­fylling í stað land­fyllingar í Þor­láks­höfn

Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Gengi Amaroq rýkur upp eftir „ó­trú­legar“ niður­stöður úr borunum eftir gulli

Hlutabréfaverð auðlindafyrirtækisins Amaroq Minerals hefur hækkað skarpt eftir að tilraunaboranir leiddu í ljós hæsta gullmagn í sögu félagsins, meðal annars uppgötvun á nýrri gullæð, en niðurstöðurnar voru umfram væntingar að sögn forstjórans og eykur vissu um að áætlanir þess muni standast. Nokkrum dögum áður en þær niðurstöður lágu fyrir hafði breskur fjárfestingabanki hækkað verðmat sitt á Amaroq upp í tæplega 50 milljarða króna, liðlega 85 prósent yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Metur Amaroq á 36 milljarða og segir fé­lagið vera í „ein­stakri stöðu“

Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024.

Innherji
Fréttamynd

Munu fara fram á himin­háar bætur frá Græn­lendingum

Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. 

Erlent
Fréttamynd

Ís­land þurfi ekki á gull­leit að halda

Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Sví­ar sitj­a kannsk­i á mik­il­væg­ust­u námu Evróp­u

Sænska námufélagið LKAB lýsti því yfir í dag að gífurlegt magn sjaldgæfra málma hefði fundist í norðurhluta Svíþjóðar, rétt við járnnámu félagsins. Málmar þessir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu rafmagnstækja og tölvubúnaðar auk rafhlaðna, vindtúrbína og annarrar grænnar tækni, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hvaða hags­munir ráða för?

Nú þegar nýjar upplýsingar birtast bæði íbúum og kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins Ölfuss á síðum Morgunblaðsins um frekari og mjög stórtækar fyrirætlanir Heidelberg Materials í Þorlákshöfn, er rétt að fara aðeins yfir stöðuna.

Skoðun
Fréttamynd

Áskorun að loknum íbúafundi Heidelberg Material

Það var margt um manninn á kynningarfundi Heidelberg Materials í Versölum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Það skal engan undra, íbúar eru uggandi vegna þeirra áforma fyrirtækisins að byggja risavaxna verksmiðju við hafnarbakkann á 55 þúsund fermetra lóð.

Skoðun
Fréttamynd

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Ólga meðal að­vent­ista vegna sölu á heilu fjalli

Gavin Anthony, formaður Kirkju sjöunda dags aðventista á Íslandi, sem eiga Litla-Sandfell sem til stendur að nýta sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, segir að sér lítist vel á verkefnið. Samkvæmt heimildum Vísis fer því þó fjarri að allir innan safnaðarins séu á eitt sáttir um hvernig að málum er staðið.

Innlent
Fréttamynd

Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni

Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Innlent