Skemmtiferðaskip á Íslandi

Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa
Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu.

Bein útsending: Fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn
Þau tímamót verða í dag að fyrsta skemmtiferðaskipið verður landtengt við rafmagn í Reykjavík. Vísir fylgist með gangi mála.

Gistináttaskattur á skemmtiferðaskip í fyrsta sinn
Gistináttaskattur sem felldur var niður á tímum heimsfaraldurs verður tekinn aftur upp um áramót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmtiferðaskip, í fyrsta sinn. Áætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðarbúið.

„Risastór“ skemmtiferðaskipadagur í Reykjavík
Fimm skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavík og dagurinn einn sá allra stærsti á vertíðinni, að sögn hafnarstjóra. Hann telur að um tíu þúsund manns gætu streymt inn í borgina úr skipunum í dag.

Aftur kölluð út vegna bráðra veikinda í skemmtiferðaskipi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 11 í dag eftir að tilkynnt var um bráð veikindi manns um borð í skemmtiferðaskipi sem statt er í Dynjandisvogi í Arnarfirði.

Kölluð út vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna bráðra veikinda manns um borð í skemmtiferðaskipinu Celebrity Summit um klukkan átta í morgun.

Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum
Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða.

Eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar
Á næsta ári munu smærri skemmtiferðaskip að öllum líkindum geta landtengt sig á Ísafirði. Hafnarstjóri segir að sterkari flutningsgetu þurfi á höfnina fyrir stærri skip. Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum.

Óskemmtileg skemmtiferðaskip
Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Skemmtiferðaskip eiga að vera ávinningur fyrir samfélög – þörf á breyttri nálgun á nýrri auðlind
Ásókn skemmtiferðaskipa til Íslands hefur tekið stökk eftir kóvið. Íslenskar hafnir sem eru eftirsóknarverðar í þessum tilgangi eru orðnar einskonar auðlind, jafnvel takmörkuð auðlind. Það er okkar tækifæri að þessi nýja auðlind norður í höfum getur skilað miklum hagnaði, líklega milljörðum á ári.

„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“
Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu.

Skemmtiferðaskip slitnaði frá bryggju í miklum vindi
Norska skemmtiferðaskipið Norwegian Prima losnaði frá bryggju í Zeebrugge í Belgíu vegna vinds. Skipið var að koma frá Íslandi.

Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins.

Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu
Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar.

Nóróveirur grassera í skemmtiferðaskipunum
Skæðir nóróveirufaraldrar hafa ítrekað komið upp á skemmtiferðaskipum í ár. Nú síðast í skipi sem sigldi frá Íslandi til New York.

Met í komum skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar
Algengt er að ferðamenn sem heimsækja Ísafjörð á góðum degi séu nærri tvöfalt fleiri en fólkið sem býr í bænum. Stærstu skemmtiferðaskipin hafa þó afbókað komu sína á þessu sumri vegna tafa á stækkun Sundahafnar.

Akureyringar ósáttir við reykmengun: „Fólk er komið með nóg“
Grár reykur sem blæs út frá skemmtiferðaskipi sem staðsett er í höfn Akureyrar og myndar að sögn íbúa blágráa slikju yfir bæinn hefur vakið talsverða athygli meðal íbúa Akureyrar. Íbúi segir fólk hafa fengið nóg af ástandinu.

Ætla að gera tilraunir með göngugötu á Ísafirði
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vill gera tilraunir með að gera Hafnarstræti í Skutulsfirði að göngugötu á þeim dögum sem margir farþegar skemmtiskipa eru í bænum. Formaður bæjarráðs vonast til þess að hægt verði að prófa nýtt fyrirkomulag nokkra daga strax í sumar.

Vilja allir fljúga?
Með árunum finnst mér millilandaflug farið að verða minna og minna spennandi. Öryggisleitin á flugstöðinni er niðurlægjandi. Hnútur í maganum í flugtaki. Innilokunarkenndin í flugvélinni þrúgandi. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um farþegaþotu sem upphitaðan þrýstiklefa á næstum hljóðhraða. Ef eitthvað klikkar, þá er maður dauður. Og nú er flugviskubitið verulega farið að naga mig.

Fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða ljúka ferðinni í Reykjavík
Mun fleiri farþegar skemmtiferðaskipa hefja eða enda ferð sína í Reykjavík en áður og skila því meiri tekjum til íslenskra þjónustufyrirtækja. Byggja á nýja fimm þúsund fermetra móttökumiðstöð í Sundahöfn á næstu tveimur árum.

Annar vorboði kominn til landsins
Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun.

Reiknað með 10 þúsund ferðamönnum á dag á Þingvöllum í sumar
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segist hlakka til sumarsins því þar er reiknað með met fjölda ferðamanna. Það kæmi þjóðgarðsverði ekki á óvart að allt upp í tíu þúsund manns muni ganga í Almannagjá á hverjum degi í ljósi þess hvað reiknað er með mörgum skemmtiferðaskipum til landsins.

Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags
Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum.

Ákærður fyrir áreitni á leið frá Íslandi
Bandarískur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni í garð starfsmanns skemmtiferðaskips, um borð í skipinu, sem var á leið frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun
Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun.

Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa
Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar.

Orð ferðamálastjóra lýsi skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu
Formaður Cruise Iceland segir margt sem kom fram í viðtali fráfarandi ferðamálastjóra við Túrista í síðustu viku ekki vera rétt. Hann segir orð ferðamálastjóra lýsa skorti á upplýsingaöflun og vanþekkingu á uppbyggingu í þessum hluta ferðaþjónustunnar.

Efast um að skemmtiferðaskip séu góð nýting auðlinda
Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum.

Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ
Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa.