Færð á vegum

Erfið færð og jafnvel ófært reynist spár réttar
Ekkert ferðaveður verður á morgun þegar gular veðurviðvaranir taka gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga
Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli.

Skjótt skipast veður í lofti
Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir.

„Slapp vel til“
Ekki hefur ræst úr óveðri á höfuðborgarsvæði og Suðvesturlandi. Appelsínugul viðvörun var tekin úr gildi í morgun og eru nú aðeins gular viðvaranir í gildi. Búist er við bærilegu veðri í kvöld á suðversturhorninu en hvessir eftir miðnætti. Þjóðvegi hefur verið lokað á milli Hellu og Kirkjubæjarklausturs.

Loka hringvegi milli Markarfljóts og Víkur
Vegagerðin hefur lokað hringvegi á milli Markarfljóts og Víkur.

Hugsanlegt að þjónusta Strætó verði skert á morgun
Vegna veðurs og færðar á morgun gæti verið að þjónusta Strætó skerðist á morgun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.

Appelsínugul viðvörun á morgun og Vegagerðin í viðbragðsstöðu
Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan sjö á gamlársmorgun á Suðurlandi og gular viðaranir verða víða í gildi á morgun. Vegagerðin er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra lokana á Reykjanesbraut í nótt.

Fólk hvatt til að vera sem minnst á ferðinni á gamlársdag
Veðurstofa Íslands spáir vonskuveðri á síðasta degi ársins og mælist til þess að fólk nýti morgundaginn í útréttingar fyrir veisluhöld á gamlárskvöld og til að ferðast á milli landshluta.

„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“
Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi.