Bandaríkin

Fréttamynd

Þing­kona bönnuð á Twitter vegna rangra upp­lýsinga um Co­vid

Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“

Erlent
Fréttamynd

Tveggja saknað eftir elda í Col­or­ado

Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Betty White er látin

„Jafnvel þótt Betty væri að verða 100 ára hélt ég að hún myndi lifa að eilífu,“ segir Jeff Witjas, umboðsmaður og náin vinur leikkonunnar Betty White, sem lést fyrr í dag.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir flýja heimili sín vegna gróður­elda

Rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa flúið heimili sín í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda. Þurrt hefur verið í ríkinu í haust og í vetur og mikill vindur er á svæðinu. Eldurinn breiðist því hratt út en talið er að eldsupptök megi rekja til rafmagnsmastra, sem féllu um koll í ofsaveðrinu.

Erlent
Fréttamynd

Texas­búi réttur eig­andi lénsins Iceland Express

Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Repúblikanar vilja stjórna hverjir kjósa og hvernig atkvæði eru talin

Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin hafa gripið til aðgerða sem taka mið af því að gera flokksmeðlimum auðveldara að snúa niðurstöðum kosninga í Bandaríkjunum. Viðleitnin byggir á grunni ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020 gegn Joe Biden.

Erlent
Fréttamynd

Tesla innkallar hálfa milljón bíla í Bandaríkjunum

Bílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað um 475 þúsund bíla í Bandaríkjunum vegna galla á afturmyndavél og farangursgeymslu sem gæti leitt til slysa. Um er að ræða allt að 356.309 bíla af gerðinni Model 3 sem seldir voru í Bandaríkjunum milli 2017 og 2020 og allt að 119.009 Model S bíla sem seldir voru eftir 2014.

Bílar
Fréttamynd

Birti bækur þar sem hann nefndi verðandi fórnarlömb sín

Maður sem sakaður er um að hafa skotið fimm til bana í Denver í Bandaríkjunum er talinn hafa birt bækur á netinu þar sem hann lýsti sambærilegri árás og nefndi nokkur af fórnarlömbum sínum. Lyndon James McLeod fór víðsvegar um borgina og skaut fólk á mismunandi stöðum á innan við klukkustund en tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir enn.

Erlent
Fréttamynd

Að vera eða ekki vera... fullbólusettur

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu.

Erlent
Fréttamynd

„Dóttir mín dó í fanginu á mér“

Móðir fjórtán ára stúlku sem varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns og dó í Los Angeles segist ekkert hafa getað gert til að bjarga lífi dóttur sinnar. Þær höfðu leitað skjóls í mátunarklefa verslunar eftir að maður réðst á konur með hjólalás í versluninni.

Erlent
Fréttamynd

John Madden látinn

John Madden, hinn goðsagnakenndi þjálfari og sjónvarpsmaður, er látinn, 85 ára að aldri.

Sport
Fréttamynd

Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs

Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé.

Erlent
Fréttamynd

Í mál við TikT­ok vegna starfs við að horfa á og eyða ógeðslegum myndböndum

Bandarísk kona sem starfað hefur við umræðurýnir (e. moderator) hjá TikTok, samfélagsmiðlisins vinsæla, hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki varið hana gegn sálfræðilegum skaða sem hún hlaut af því að horfa á grimmileg myndbönd meðal annars af nauðgunum og morðum svo klukkutímum skipti á degi hverjum.

Erlent
Fréttamynd

Birtu myndband af slysaskoti sem banaði fjórtán ára stúlku

Lögreglan í Los Angeles í Bandaríkjunum birti í gær myndband af atviki þar sem fjórtán ára stúlka var skotin til bana fyrir mistök. Stúlkan varð fyrir skoti úr byssu lögregluþjóns sem fór í gegnum vegg og inn í mátunarklefa þar sem hún var í felum með móður sinni.

Erlent
Fréttamynd

Enn engin niðurstaða í máli Maxwell

Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag.

Erlent