Bandaríkin

Fréttamynd

Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum.

Erlent
Fréttamynd

Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju

Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá.

Erlent
Fréttamynd

Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) mun líklegast ekki geta lent geimförum á tunglinu aftur árið 2024 eins og til hefur staðið í tengslum við Artemis-áætlunina svokölluðu. Það má meðal annars rekja til væntanlegra tafa við þróun og framleiðslu nýrra geimbúninga stofnunarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt

Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar.

Lífið
Fréttamynd

Cuomo hættir í skugga ásakana

Andrew Cuomo hefur sagt af sér sem ríkisstjóri New York-ríkis. Það gerir hann eftir að ríkissaksóknari ríkisins birti skýrslu þar sem ríkisstjórinn er sakaður um áreitni í garð ellefu kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Hver borgin fellur á fætur annarri

Vígamenn Talibana hafa hert tök sín á yfirráðasvæðum þeirra í norðurhluta Afganistans og virðast þeir vera að undirbúa sig fyrir það að stjórna svæðum þessum til lengri tíma. Stjórnarher landsins á undir högg að sækja en Bandaríkjamenn segja það á ábyrgð Afgana sjálfra að verjast Talibönum.

Erlent
Fréttamynd

Ísland komið í hæsta áhættuflokk vestanhafs

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) ráðleggur Bandaríkjamönnum nú alfarið frá ferðalögum til Íslands vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Ísland er nú komið í hæsta áhættuflokk; orðið „rautt“ í bókum vestanhafs.

Innlent
Fréttamynd

Andrés prins kærður fyrir nauðgun

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabba­meins

Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum.

Lífið
Fréttamynd

Aðstoðarmaður Cuomo segir af sér

Melissa DeRosa, aðstoðarmaður Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, hefur sagt upp störfum. Nafn DeRosa kemur fram 187 sinnum í skýrslu saksóknara um kynferðislega áreitni Cuomo í garð kvenna, þar sem hún er meðal annars sökuð um að hafa hylmt yfir með yfirmanni sínum og hótað að minnsta kosti einum þolanda.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti eldurinn í sögu Kaliforníu

Dixie-eldurinn svokallaði, sem valdið hefur gífurlegu tjóni í Kaliforníu er orðinn stærsti staki gróðureldur í skráðri sögu ríkisins. Gróðureldurinn hefur logað í 23 daga en köld nótt virðist hafa hægt á útbreiðslu hans.

Erlent
Fréttamynd

Úr ellefu í hundrað þúsund daglegra greininga á sex vikum

Fleiri en hundrað þúsund manns greinast smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum á degi hverjum að meðaltali. Nýja kórónuveiran dreifist hratt meðal óbólusettra þar í landi og þá sérstaklega í Suðurríkjunum þar sem heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir undir gífurlegu álagi.

Erlent
Fréttamynd

Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni

Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans.

Erlent
Fréttamynd

Kanye hélt annað hlustunarpartý fyrir Donda

Kanye West hélt hlustunarpartý fyrir nýja plötu sína Donda sem átti upphaflega að koma út 23. júlí síðastliðinn. Í gær var tilkynnt að platan kæmi út í dag en nú virðist sem það muni ekki gerast fyrr en á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Boraði fyrstu holuna á Mars

Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera.

Erlent