

Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni.
Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.
Hvalfjarðargöngunum var lokað á sjönda tímanum í dag vegna slyss sem varð þar. Göngin voru þó opnuð aftur upp úr klukkan sjö.
Líkur eru á því að bílastæðið við Keflavíkurflugvöll muni fyllast í júlí. Í tilkynningu frá Isavia eru farþegar hvattir til að bóka bílastæði með góðum fyrirvara og kanna notkun annarra samgöngumáta.
Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda.
Fyrirtækið Hopp sem leigir út rafhlaupahjól hefur nú fært út kvíar sínar og opnað fyrir leigu í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Þá stækkar fyrirtækið þjónustusvæði sitt annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og því er hægt að keyra um á rafskútu frá fyrirtækinu á öllu höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti.
Verið er að loka þjóðvegi 1 milli Reynivalla og Freysness í Öræfasveit vegna hvassviðris, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins.
Bette Nash hefur unnið sem flugfreyja hjá American Airlines í 65 ár og var nýlega skráð af Heimsmetabók Guinness sem reynslumesta flugfreyja heims. Hún byrjaði ferilinn sem flugfreyja árið 1957 og er enn að, 65 árum síðar.
Næturstrætó úr miðbæ Reykjavíkur snýr aftur aðfaranótt laugardags 9. júlí eftir um tveggja ára hlé.
Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna.
Rafhlaupahjólaleigan ZOLO færir nú út kvíarnar og fer heildarfjöldi hjóla hjá fyrirtækinu úr 250 í þúsund. Þá hefur fyrirtækið stækkað umsvifasvæði sitt, sem nær nú í Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafarvog, en áður hafi félagið haldið sig miðsvæðis í Reykjavík. Framkvæmdastjórinn segist hlakka til að láta keppinautana „svitna aðeins.“
Flugfreyjur og -þjónar flugfélagsins Ryanair á Spáni stefna á að fara í verkfall í tólf daga í júlí. Aðstæðurnar sem flugfélagið býður upp á séu ekki boðlegar fyrir starfsfólk.
Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum.
Icelandair hefur gert samning um leigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum.
Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir.
Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið.
Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sprenging hafi orðið á framrúðutjóni eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi. Bílaleigur meta tjónið sitt á um 2,5 milljarða árlega. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld banni blettaviðgerðir með slitlagi.
Flugvél Icelandair á leið til Akureyrar í morgun var snúið nokkrum mínútum fyrir lendingu á Akureyri. Veðurskilyrði reyndust erfið á flugvellinum.
Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027.
Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra.
Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.
Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði.
Í dag er eitt ár frá fyrstu flugferð PLAY sem var farin til London þann 24. júní 2021. Fleiri en 320 þúsund manns hafa nú flogið með félaginu og áfangastöðum flugfélagsins hefur fjölgað úr sex fyrir ári síðan í 25 talsins í dag.
Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim.
Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.
Hætt er við að hálka muni myndast á hæstu fjallvegum norðan- og vestanlands í nótt.
Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag.
Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn.
Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun.