Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur lýst yfir viku langri þjóðarsorg vegna jarðskálftanna sem riðu yfir í landinu í síðustu viku og nú í morgun var þögn í öllu landinu á sama tíma og skjálftinn reið yfir. Erlent 1.4.2025 06:39
Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Ríkisstjóri Utah-fylkis í Bandaríkjunum hefur sett bann á regnbogafána í öllum skólum og ríkisstofnunum í fylkinu. Markmiðið er að ýta undir pólitískt hlutleysi meðal kennara og ríkisstarfsmanna. Erlent 31.3.2025 23:49
Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Tæpur helmingur Bandarískra kjósenda telja Donald Trump, forseta, vera á réttri leið þegar kemur að málefnum innflytjenda. Færri eru þó á þeim buxunum þegar kemur að meðhöndlun forsetans á hagkerfi Bandaríkjanna og milliríkjaviðskiptum. Erlent 31.3.2025 22:03
Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Franskur dómstóll sakfelldi Marine Le Pen, leiðtoga harðlínuhægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, fyrir fjársvik í morgun. Henni er jafnframt bannað að bjóða sig fram til opinbers embættis í fimm ár. Erlent 31.3.2025 09:06
Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39
Þrír fundust látnir í Noregi Lögregla í Noregi hefur fundið tvo einstaklinga látna í húsi í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs. Þriðji maðurinn hefur svo fundist látinn í nágrannabænum Mandal og er grunur um að málin kunni að tengjast. Erlent 31.3.2025 06:26
„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt. Erlent 30.3.2025 23:28
Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. Erlent 30.3.2025 23:12
Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Þýsku geimflauginni Spectrum var skotið á loft frá norsku eyjunni Andoja í dag. Flaugin, sem var tóm, tókst á loft en þó aðeins í um þrjátíu sekúndur, áður en hún hrapaði í hafið. Erlent 30.3.2025 20:45
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Erlent 30.3.2025 20:19
„Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki. Erlent 30.3.2025 19:05
Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Jarðskjálfti að stærðinni 7,7 mældist í Mjanmar á föstudag og olli mikilli eyðileggingu þar og í nágrannalöndum. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og finnst fólk enn á lífi í rústunum. Erlent 30.3.2025 19:01
Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Dómsmálaráðherra Wisconsin, demókratinn Josh Kaul, hefur kært yfirlýsingar Elon Musk, um að hann ætli að gefa tveimur kjósendum milljón dali, til hæstaréttar ríkisins. Tvö lægri dómstig hafa hafnað kæru Kaul sem vill meina að greiðslur Musk feli í sér mútur. Erlent 30.3.2025 17:26
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. Erlent 30.3.2025 09:59
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. Erlent 30.3.2025 08:37
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. Erlent 30.3.2025 00:00
Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Erlent 29.3.2025 21:15
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. Erlent 29.3.2025 17:35
Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Yfir 1900 manns hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í Tyrklandi eftir að borgarstjóri Istanbúl var handtekinn. Mótmælin hafa staðið í tíu daga og mættu hundruð þúsunda í dag. Erlent 29.3.2025 16:57
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. Erlent 29.3.2025 16:12
Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann. Erlent 29.3.2025 14:31
Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. Erlent 29.3.2025 13:22
Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar. Erlent 29.3.2025 10:40
Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. Erlent 29.3.2025 07:40