Sport

Saka klár í slaginn á ný

Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

Fótbolti

Hvorki zombie-bit né tattú

Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna.

Fótbolti

Ekki þess virði að taka á­hættu með Glódísi

„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi

Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005.

Körfubolti

Snéru heim eins og rokk­stjörnur og komust á súluna á Astró

„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Fótbolti

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli

Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Haaland yfir­gaf völlinn á hækjum og í spelku

Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Fótbolti

„Okkar besti leikur á tíma­bilinu“

„Ég held að við getum sagt það að við erum sennilega að spila okkar besta leik á tímabilinu,“ sagði Ágúst Jóhannesson, þjálfari Vals eftir að lið hans tryggði sig inn í úrslitaeinvígið um Evrópubikarinn með stórsigri í kvöld á liðinu Iuventa Michalovce.

Handbolti