
„Sá það strax að boltinn myndi enda inni“
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði markið sem færði Skagamönnum sigurinn þegar liðið sótti Fram heim í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði markið sem færði Skagamönnum sigurinn þegar liðið sótti Fram heim í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Skagamenn fara vel af stað í Bestu-deild karla en liðið lagði Fram að velli með einu marki gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem gerði gæfumuninn fyrir Skagaliðið að þessu sinni.
Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í Panathinaikos eru í harðri baráttu um sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Liðið vann mikilvægan sigur í kvöld.
Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir tap á móti Tottenham á útivelli. Tottenham vann leikinn 3-1.
Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum síðan í september og mistókst að auka forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 tap á útivelli á móti Fulham í dag.
Kristian Nökkvi Hlynsson og Nökkvi Þeyr Þórisson voru í aðalhlutverkum hjá Sparta Rotterdam í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið fagnaði sigri á NEC Nijmegen.
Brann fagnaði í dag sínum fyrsta sigri í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn íslenska þjálfarans Freys Alexanderssonar.
Real Sociedad vann góðan 3-1 útisigur á Las Palmas í spænslu úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason gaf mikilvæga stoðsendingu þegar lið hans Lecce gerði 1-1 jafntefli við Venezia í fallbaráttuslag í ítölsku Seríu A deildinni í fótbolta.
Formaður og varaformaður Knattspyrnusambands Íslands komu færandi hendi á hótel íslenska kvennalandsliðsins í gær.
Bandaríski varnarmaðurinn Walker Zimmerman var fluttur á sjúkrahús í miðjum leik Nashville SC og Charlotte FC í bandarísku MLS deildinni í fótbolta.
Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni.
Georgíski markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var í aðalhlutverki þegar Valencia vann mjög óvæntan sigur á Real Madrid á Santiago Bernabeu í gær. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn í toppbaráttu spænsku deildarinnar.
Jón Guðni Fjóluson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta hefur lagt skóna á hilluna. Þrálát meiðsli spila sinn þátt í þeirri ákvörðun en verkirnir eru orðnir of miklir fyrir Jón Guðna sem skilur stoltur við sinn feril.
Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025.
Arsenal og Everton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og minnkuðu þar með enn frekar vonir Arsenal um að ná toppsæti deildarinnar af Liverpool. Jöfnunarmark Everton kom úr afar umdeildri vítaspyrnu.
Nýbakaði faðirinn Höskuldur Gunnlaugsson leiddi Breiðablik út á völl sem fyrirliði og skoraði fyrsta mark tímabilsins í 2-0 sigri gegn Aftureldingu.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tap í fyrsta leik liðsins í efstu deild. 2-0 varð niðurstaðan gegn Breiðablik, sem Magnús skrifar á ákveðinn sviðsskrekk, og bróðir hans kom í veg fyrir að Afturelding minnkaði muninn.
PSG varð í dag franskur meistari í knattspyrnu en þetta er fjórði meistaratitill liðsins í röð. Parísarliðið tryggði titilinn með sigri á Angers í dag.
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 2-0 sigur gegn Aftureldingu í opnunarleik Bestu deildar karla. Afturelding var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og fékk það erfiða verkefni að mæta Íslandsmeisturunum á útivelli. Ljóst var frá fyrstu mínútu að munnbitinn væri of stór fyrir mennina úr Mosfellsbænum að kyngja.
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille sem mætti Lyon í afar mikilvægum leik í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Bæði lið eru í baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Barcelona mistókst að koma sér í sex stig forystu í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið náði aðeins jafntefli gegn Real Betis á heimavelli.
AC Milan og Fiorentina gerðu jafntefli þegar liðin mættust á San Siro í Mílanó í kvöld. Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina í leiknum.