

Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir.
Ívar Örn Katrínarson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Dr. Mister, segist hafa ákveðið að verða dópisti tíu ára gamall. Hann vakti gríðarlega athygli uppúr aldamótum fyrir tónlist en einnig ýmis axarsköft. Hann segist nú á beinu brautinni.
Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið.
NIVEA kynnir byltingarkennt micellar hreinsivatn með serumi fyrir húðumönnun sem gefur ljóma og endurnýjar húðina. Micellar hreinsivatnið er fyrsta hreinsivaran á markaði með +5% serumi í.
Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.
Ólafur Darri Ólafsson leikari er fyrir löngu orðinn einn allra þekktasti leikari sem Ísland hefur alið af sér. Það skal því engan undra að hann fer með stærðarinnar hlutverk í annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Severance sem eru í leikstjórn Ben Stiller. Ólafur segir að vinátta þeirra frá fornu fari, Walter Mitty dögunum á Íslandi, hafi orðið til þess að leikstjórinn hafi hóað í hann vegna hlutverksins.
Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt.
Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu.
Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.
Kvikmyndin Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut í gær aðalverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem besta norræna mynd ársins.
„Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi.
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!
„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.
„Það sem stendur svolítið upp úr er að á þessum tíma vissi í raun enginn hvernig ætti að bregðast við í þessum aðstæðum, þegar kom að björgunaraðgerðum og þess háttar,“ segir Daníel Bjarnason leikstjóri heimildarmyndarinnar Fjallið það öskrar sem frumsýnd var á Stöð 2 þann 3.janúar síðastliðinn.
Leikkonan Lily Collins og leikstjórinn Charlie McDowell eignuðust dóttur með hjálp staðgöngumóður fyrr í vikunni.
„Þetta fékk auðvitað á okkur alla. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég þurfti að taka barnið; hvað það var lítið og létt. Og á þessum tíma átti maður sjálfur ung börn. Þannig að það var ýmislegt sem fór í gegnum hugann á þessum tíma,“ segir Guðmundur Oddgeirsson flugbjörgunarsveitarmaður.
„Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021.
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.
Þórður Pálsson, leikstjóri íslenska hrollvekjudramans The Damned, segir vetrartökur á Vestfjörðum vera það erfiðasta sem hann hafi gert um ævina. Svo lítið skjól hafi verið af leikbúningunum að glamrað hafi í tönnum leikaranna sem gátu varla talað fyrir kulda. Myndin hefur fengið það góðar viðtökur í Bandaríkjunum að kvikmyndafyrirtækið A24 var fljótt að kalla Þórð á sinn fund.
Opnunarhátíð árlegs fjáröflungar- og vitundarvakningarátaks Krafts, Lífið er núna, fór fram í síðustu viku með pompi og prakt. Rúmlega tvöhundruð manns mættu í verslun Rammagerðarinnar þar sem var margt um manninn og gleði í lofti.
Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona eiga von á barni. Þetta tilkynna þær í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.
Fjallgöngur á hæstu tinda Öræfajökuls á vordögum hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Um tíma má segja að það hafi verið í tísku að ganga á Hvannadalshnúk og stundum var fólk að taka slíka ákvörðun með skömmum fyrirvara. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um mikilvægi þess að huga að undirbúningi og þjálfun tímanlega fyrir krefjandi jökulgöngur.
Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns.
Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.
Anný Rós Guðmundsdóttir öldrunarlæknir og Guðlaugur Ingi Guðlaugsson fasteignasali hjá Eignamiðlun hafa fest kaup á einbýlishúsi við Markarflöt í Garðabæ. Parið opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum um áramótin og virðist lífið leika við þau.
Ný vörulína Moomin Arabia markar upphaf áttræðisfögnuðar Moomin í ár, þar sem grunngildum Múmínálfanna sem tengja okkur við Múmínsögurnar – kærleikur, vinátta og samvera, er gert hátt undir höfði.
Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.
Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir.